Viðskipti innlent

Suð dregur úr fyrirsjáanleika

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Þótt sjá megi munstur er ekki treystandi á að krónan styrkist alltaf suma mánuði og aldrei aðra, segir í nýrri greiningu Arion banka.
Þótt sjá megi munstur er ekki treystandi á að krónan styrkist alltaf suma mánuði og aldrei aðra, segir í nýrri greiningu Arion banka. Samsett mynd
Vísbendingar eru um árstíðabundnar sveiflur á gengi krónunnar, að því er fram kemur í nýjum Markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.

Þannig megi til að mynda á árinu 2012 sjá greinilegt samhengi milli fjölda ferðamanna og gengis krónu gagnvart evru.

Mat greiningardeildarinnar, að öllum þáttum skoðuðum, er hins vegar að of mikið „suð“ sé í gengismyndun krónunnar til að hægt sé að fullyrða um eða treysta á að fyrirsjáanleg og stöðug árstíðasveifla sé í henni.

Með „suði“ vísar greiningardeildin til fjölda þeirra þátta sem á hverjum tíma geti haft áhrif á þróun gengisins.

„Þá efumst við einnig um gagnsemi þess að reyna að leita skýringa í afmörkuðum þáttum til að skýra gengisþróun hverju sinni, þegar fjöldi þátta hefur samverkandi áhrif samtímis sem erfitt og jafnvel ómögulegt getur verið að aðgreina þrátt fyrir fjármagnshöftin,“ segir í skýrslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×