Viðskipti innlent

Íbúðaverð hækkar - er á pari við húsnæðisverð árið 2004

Valur Grettisson skrifar
Íbúðaverð á landinu hækkaði um 0,86% að nafnvirði og 0,3% að raunvirði milli maí og júní samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar. Hefur húsnæðisverð þá hækkað um 3,4% á þriðja ársfjórðungi og raunverðið um 2,7%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka.
Íbúðaverð á landinu hækkaði um 0,86% að nafnvirði og 0,3% að raunvirði milli maí og júní samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar. Hefur húsnæðisverð þá hækkað um 3,4% á þriðja ársfjórðungi og raunverðið um 2,7%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka. Mynd/Vilhelm
Íbúðaverð á landinu hækkaði um 0,86% að nafnvirði og 0,3% að raunvirði milli maí og júní samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar. Hefur húsnæðisverð þá hækkað um 3,4% á öðrum ársfjórðungi og raunverðið um 2,7%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka.

Svo mikil hækkun á raunverði íbúðarhúsnæðis á einum ársfjórðungi hefur ekki mælst síðan á árinu 2007. Þessi mikla hækkun húsnæðisverðs á öðrum fjórðungi kemur í kjölfar þess að húsnæðisverð var nær óbreytt að nafnvirði yfir fyrsta fjórðung og lækkaði þá um 2,1% að raunvirði.

Nafnverðið hefur hækkað um 20% síðan það var lægst eftir hrun í mars 2010. Raunverð íbúðarhúsnæðis hefur hins vegar hækkað mun minna enda talsverð verðbólga verið á tímabilinu. Hefur það hækkað um 5,4% síðan það var lægst eftir hrun, í apríl 2010.

Bæði velta og fjöldi kaupsamninga á húsnæðismarkaði á höfuðborgarsvæðinu hefur meira en þrefaldast frá fyrstu 6 mánuðum ársins 2009 til fyrstu 6 mánaða ársins 2013. Veltan og fjöldi kaupsamninga hefur aukist nær samfellt frá árinu 2009 samhliða hækkun íbúðaverðs. Íbúðaverð í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 23% að nafnvirði og í einbýli um 17% að nafnvirði frá því það var lægst árið 2010.

Frá því að raunvirði íbúðaverðs var hæst í lok árs 2007 hefur það lækkað um rúm 30%. Í því samhengi er vert að hafa í huga að í október 2007 var verðbóla á íslenska íbúðamarkaðnum sem olli tímabundinni hækkun. Íbúðaverð nú er svipað og það var árið 2004 að raunvirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×