Fleiri fréttir

Innistæðueigendur þurfa að þola mikinn skell

Innistæðueigendur í Kýpurbanka, sem eiga meira en 100 þúsund evrur inni á reikningum (16 milljónir króna) gætu tapað meira en 60% af innistæðum sínum vegna láns Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um 38% af láninu verða hlutabréf.

Sala á hlut ríkisins í bönkunum margrædd

Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að viðræður um sölu á eignarhlutum ríkisins í bönkunum eigi ekki að koma stjórnarandstöðunni á óvart. Ítarlega hafi verið fjallað um málið á Alþingi á undanförnum mánuðum.

Kýpur mun halda í evruna

Kýpur mun ekki slíta myntsamstarfi sínu við Evrópusambandið. Evran var tekin upp í landinu þann fyrsta janúar árið 2008. Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades, lýsti því yfir í dag að það væri ekki stefna yfirvalda að standa í tilraunastarfsemi með framtíð Kýpur. Hann ítrekaði að fjárhagsleg framtíð landsins væru nú örugg enda hefðu yfirvöld uppfyllt skilmála fyrir tíu milljarða evra neyðarláni frá evrópska seðlabankans og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Bankar og fjármálastofnanir á Kýpur opnuðu í gær eftir að hafa verið lokaðar í tæpar tvær vikur.

Engar viðræður við erlenda kröfuhafa

Landssamtök lífeyrissjóða hafa sent frá sér fréttatilkynningu. Þar kemur fram að engar viðræður standi yfir við fulltrúa erlendra kröfuhafa eða slitastjórnir gömlu bankanna um kaup á Íslandsbanka eða Arionbanka "eins og getgátur hafa verið um í fjölmiðlum".

Menn að búa til ótta í kosningabaráttu

"Bankarnir verða ekki seldir út úr þessum þrotabúum öðruvísi en efnahags- og viðskiptanefnd verði upplýst um það," segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra.

Steinar Guðgeirsson ráðgjafi vegna nauðasamninganna

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Steinar Þór Guðgeirsson lögmann sem ráðgjafa í málefnum sem tengjast nauðasamningum við gömlu bankana og afnámi fjármagnshafta. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í morgun en Katrín Júlíusdóttir staðfestir í samtali við Vísi að ráðuneytið hafi ráðið hann til að sinna ýmsum verkefnum þessu tengt fyrir ráðuneytið. Steinar hefur umtalsverða þekkingu á málaflokknum enda var hann formaður skilanefndar Kaupþings um skeið.

Hreinar eignir nema tæpum 1400 milljörðum

Hreinar fjáreignir heimila og félagasamtaka, það er eignir umfram skuldir, jukust um 7,5% á milli 2010 og 2011 og stóðu í 1.388 milljörðum króna í árslok 2011. Fjáreignir heimila og félagasamtaka námu 3.080 milljörðum króna í lok þess árs og voru fjárskuldbindingar þeirra 1.692 milljarðar króna á sama tíma.

Notaði þrefalt meira fé í ráðgjafagreiðslur en vegagerð

Norska vegagerðin notaði 2.4 milljarða norskra króna eða um 50 milljarða króna í greiðslur til ráðgjafa á síðasta ári. Þetta er þrefalt hætti fjárhæð en vegagerðin notaði á árinu til að leggja nýtt slitlag á vegi eða viðhalda þeim.

Færeyingar þrefalda kvóta sinn í norsk-íslensku síldinni

Sjávarútvegsráðherra Færeyja, Jacob Vestergaard, hefur gefið út tilkynningu þess efnis að Færeyingar hafi sett sér einhliða kvóta í norsk-íslenskri síld sem nemi 17% af heildarveiði samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES), sem er 619.000 tonn í ár.

Ríkisendurskoðun vill leggja SRA niður

Ríkisendurskoðun telur að stjórnvöld eigi að meta hvort leggja eigi Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna (SRA) niður og flytja verkefni hennar annað.

Samruni útgerða ólögmætur

Hæstiréttur dæmdi í gær að samruni Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og Ufsabergs – útgerðar, sem fram fór árið 2011, hafi verið ólögmætur. Með þessu var dómi héraðsdóms snúið við. Búið er að slíta síðarnefnda fyrirtækinu.

Skrifaði glæpasögu eftir stórtap í hruninu

Sverrir Berg Steinarsson er fyrrverandi eigandi Árdegi, sem rak Next, BT, Sony Center og Skífuna, og átti hlut í dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Hann gefur út sína fyrstu glæpasögu í næsta mánuði.

Ber þungar sakir á embætti sérstaks saksóknara

Fyrir tæpum tveimur vikum síðan ákærði sérstakur saksóknari Sigurð og átta aðra fyrrverandi starfsmenn Kaupþings fyrir markaðsmisnotkun og umboðsvik sem framin voru á árunum fyrir hrun Kaupþings. Áður hafði Sigurður ásamt helstu stjórnendum Kaupþings verið ákærður fyrir umboðssvik og markaðsmisnotkun í svokölluðu al-Thani máli. Sigurður segir að svo virðist vera sem embætti sérstaks saksóknara líti á það sem mælikvarða fyrir árangur sinn að finna aðila sem eru sekir um eitthvað sem á að hafa gerst fyrir bankahrun. Embættið svífist einskis í því og brjóti lög og reglur sem snúi að rannsókn svona mála. Hann ber þungar sakir á embættið.

Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna Virðingarmáls

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu Matthíasar Ólafssonar. Matthías höfðaði mál gegn ríkinu vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann var úrskurðaður í og tengdist rannsókn efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra á verðbréfafyrirtækisins Virðingu.

Viðsnúningur til hins betra í rekstri MP banka

Rúmlega 250 milljóna króna hagnaður varð af rekstri MP banka árið 2012 eftir skatta, samanborið við 484 milljóna króna tap árið 2011. Hagnaður fyrir tekjuskatt og bankaskatta nam 184 milljónum króna.

Matarverð í Bónus hækkað langt umfram verðlag

Allt frá árinu 2008 hefur Vörukarfa ASÍ í Bónus og Samkaupum hækkað um liðlega 12% umfram verðbólgu. Eins og áður hefur komið fram hefur verð vörukörfunnar hækkað meira í lágvöruverðsverslunum en öðrum verslunum. Mest hefur hún hækkað í Bónus og Samkaupum-Strax eða um 64%, en minnst hjá Nóatúni um 26%.

Verðbólgan komin niður fyrir 4%

Ársverðbólgan mældist undir 4% í þessum mánuði eða 3,9% og er þar með komin niður fyrir efri mörkin á verðbólgumarkmiði Seðlabankans í fyrsta sinn í tæp tvö ár eða frá því í maí árið 2011. Minnkun verðbólgunnar milli mánaða var töluvert meiri en sérfræðingar höfðu spár.

Hreiðar keypti hundruð milljóna bréf af sjálfum sér - Kaupþing lánaði

Sérstakur saksóknari segir að Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, hafi selt félagi í sinni eigu Hreiðar Már Sigurðsson ehf. bréf fyrir tæpar 572 milljónir króna þann 6. ágúst 2008. Kaupþing fjármagnaði þessi kaup einkahlutafélagsins að fullu en persónulegur hagnaður Hreiðars af viðskiptunum var tæpar 325 milljónir króna. Þetta kemur fram í ákæru sérstaks saksóknara á hendur Hreiðari og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings. Í raun fjármagnaði bankinn lánið svo Hreiðar gæti keypt bréfin af sjálfum sér.

Allar nothæfar leiguíbúðir í útleigu

Það er misskilningur að Íbúðalánasjóður liggi á leiguhæfum eignum og komi þeim ekki á leigumarkað. Allar leiguhæfar íbúðir í umræddum blokkum eru nú þegar í útleigu, segir í orðsendingu Íbúðalánasjóðs til fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Aftur fjörugt á fasteignamarkaðinum

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 120. Þar af voru 89 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og 9 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Markaðir tóku kipp eftir Kýpurlán

Markaðir í Asíu tóku kipp upp á við í nótt þegar ljóst var að samkomulag var í höfn um neyðarlánið til Kýpur. Einnig tók heimsmarkaðsverð á olíu að stíga sem og verða á mörgum öðrum hrávörum.

Sjá næstu 50 fréttir