Viðskipti innlent

Svartsýni ríkir í sjávarútvegi

Þorgils Jónsson skrifar
Svartsýnisspár Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja spá að framlegð fyrirtækja muni dragast verulega saman.
Svartsýnisspár Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja spá að framlegð fyrirtækja muni dragast verulega saman.
Stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja spá því að fjárfesting dragist saman á næsta ári og telja að horfur séu á að ástandið í efnahagslífinu eigi ekki eftir að batna á næstu sex mánuðum. Þetta kemur fram á vef LÍÚ og er vísað í árlega könnun Samtaka atvinnulífsins og Seðlabankans.

Þar kemur jafnframt fram að stjórnendur sjávarútvegsfyrirtækja telji að framlegð fyrirtækja muni dragast verulega saman á sama tíma og einungis ellefu prósent þeirra sjá fram á fjölgun starfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×