Viðskipti innlent

Engar viðræður við erlenda kröfuhafa

Landssamtök lífeyrissjóða hafa sent frá sér fréttatilkynningu. Þar kemur fram að engar viðræður standi yfir við fulltrúa erlendra kröfuhafa eða slitastjórnir gömlu bankanna um kaup á Íslandsbanka eða Arionbanka „eins og getgátur hafa verið um í fjölmiðlum".

„Lífeyrissjóðir ávaxta eignir sínar með hagsmuni sjóðfélaga sinna að leiðarljósi. Af hálfu sjóðanna gæti komið til greina að skoða möguleg kaup á hluta af eignum búanna ef hagstæð kjör bjóðast. Slíkt mundi hins vegar krefjast vandaðs undirbúnings og víðtæk sátt þyrfti að ríkja um málið."


Tengdar fréttir

Menn að búa til ótta í kosningabaráttu

"Bankarnir verða ekki seldir út úr þessum þrotabúum öðruvísi en efnahags- og viðskiptanefnd verði upplýst um það," segir Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×