Viðskipti innlent

Eftirlit Landsbankans með peningaþvætti er fullnægjandi

Í nýlegri vettvangsathugun Fjármálaeftirlitsins hjá Landsbankanum kom í ljós að eftirlit bankans með aðgerðum gegn peningaþvætti og hryðjuverkum var með fullnægjandi hætti.

Þetta kemur fram á vefsíðu eftirlitsins. Þar segir m.a. að í athuguninni var lögð sérstök áhersla á áreiðanleikakannanir Landsbankans við upphaf viðskipta sem og viðvarandi eftirlit með lögaðilum.

Fjármálaeftirlitið studdist við úrtak af viðskiptavinum Landsbankans sem valið var af handahófi. Jafnframt var viðvarandi eftirlit með þeim lögaðilum sem úrtakið náði til almennt talið uppfylla skilyrði laga og leiðbeinandi tilmæla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×