Viðskipti innlent

Steinar Guðgeirsson ráðgjafi vegna nauðasamninganna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinar Guðgeirsson var eitt sinn formaður skilanefndar Kaupþings.
Steinar Guðgeirsson var eitt sinn formaður skilanefndar Kaupþings. Mynd/ GVA.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið Steinar Þór Guðgeirsson lögmann sem ráðgjafa í málefnum sem tengjast nauðasamningum við kröfuhafa gömlu bankanna og afnámi fjármagnshafta. Viðskiptablaðið greindi frá þessu í morgun en Katrín Júlíusdóttir ráðherra staðfestir í samtali við Vísi að ráðuneytið hafi ráðið hann til að sinna ýmsum verkefnum þessu tengt. Steinar hefur umtalsverða þekkingu á málaflokknum enda var hann formaður skilanefndar Kaupþings um skeið. Steinar er einn eigenda að lögmannsstofunni Íslögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×