Viðskipti innlent

Viðsnúningur til hins betra í rekstri MP banka

Sigurður Atli Jónsson er forstjóri MP banka.
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri MP banka.
Rúmlega 250 milljóna króna hagnaður varð af rekstri MP banka árið 2012 eftir skatta, samanborið við 484 milljóna króna tap árið 2011. Hagnaður fyrir tekjuskatt og bankaskatta nam 184 milljónum króna.

Í tilkynningu segir að hreinar rekstrartekjur hafa rúmlega tvöfaldast á milli ára og námu rétt tæpum 4 milljörðum kr. í fyrra samanborið við 1.830 milljónir króna árið 2011.

Hreinar vaxtatekjur voru 1.716 milljónir króna samanborið við 459 milljónir króna árið 2011. Hreinar vaxtatekjur hafa því vaxið um 274% á milli ára.

Heildareignir jukust um 39% á milli ára og námu 69 milljörðum króna í lok árs. Útlán rúmlega tvöfölduðust og námu 28 milljörðum króna í árslok 2012. Innlán jukust jafnframt um 34% á tímabilinu og námu 49 milljörðum króna, að meðtöldum peningamarkaðsinnlánum.

Lausafjárstaða bankans er áfram sterk en bankinn hafði 20,3 milljarða króna í handbæru fé eða ígildi þess við lok tímabilsins. Hækkunin frá fyrra ári nemur 76%.

Eiginfjárhlutfall bankans var 10,8%, sem er vel yfir 8% lögbundnu lágmarkshlutfalli. Lækkun eiginfjárhlutfalls skýrist af auknum útlánum til atvinnulífsins en fjöldi fyrirtækja í viðskiptum hefur aukist um 26% á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×