Viðskipti innlent

The Startup Kids komin á topp tíu á Itunes

Íslenska heimildamyndin, The Startup Kids, er komin á topp tíu lista bandarísku iTunes vefverslunarinnar yfir vinsælustu heimildamyndirnar. Myndin fjallar um unga frumkvöðla í Bandaríkjunum og í Evrópu en hún kom út á netinu á föstudaginn og rauk strax upp listann. Leikstjórar eru þær Valgerður Halldórsdóttir og Sesselja G. Vilhjálmsdóttir en þetta er þeirra fyrsta mynd. Til samanburðar er hægt að geta þess að heimildamyndin Searching for Sugarman, sem hlaut Óskarsverðlaun á dögunum, er í öðru sæti sama lista.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×