Fleiri fréttir

Tap Orkuveitunnar fimmfaldast á milli ára

Tap Orkuveitu Reykjavíkur fimmfaldaðist í fyrra frá árinu 2011. Tapið í fyrra nam 2295 milljónum króna en tapið árið 2011 nam 556 milljónum. Þetta má sjá í ársreikningi Orkuveitunnar sem kom út í dag. Þrátt fyrir þetta jókst rekstrarhagnaður Orkuveitu um 2,3 milljarða króna og fór úr 12,4 milljörðum á árinu 2011 í 14,7 milljarða í fyrra.

Samál hafnar ásökunum um misnotkun á skattalöggjöfinni

Samál, samtök álframleiðenda á Íslandi, hafna algjörlega ásökunum um að fyrirtæki í áliðnaði greiði engan tekjuskatt á Íslandi. Málið hefur verið til umræðu að undanförnu eftir að því var haldið fram í Kastljósi Ríkissjónvarpsins að Alcoa Fjarðaál og Norðurál kæmu sér hjá því að greiða tekjuskatt hér á landi.

Ný auglýsing hneykslar: Berlusconi með fullan bíl af konum

Auglýsingafyrirtækiuð JWT India bjó á dögunum til nokkrar auglýsingar fyrir Ford Figo en á teiknuðum myndum sést Silvio Berluschoni veifa friðarmerkinu í framsæti bíls. Aftur í bílnum eru svo glæsikonur sem eru bundnar og með einhverskonar kynlífsleikföng.

Vaxtahaukurinn í Seðlabankanum

Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, er vaxtahaukurinn í peningastefnunefnd bankans, en Gylfi Zoega er vaxtadúfan. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka sem vísar í ársskýrslu Seðlabankans. Skýrslan kom út í gær.

SAS hættir með viðskiptafarrými

Flugfélagið SAS er komið í beina samkeppni við lágfargjaldaflugfélögin og ætla að leggja niður viðskiptafarrými. Á viðskiptavefnum epn.dk segir að farrýmum verði fækkað úr þremur í tvö, en eftir standa svokölluð Go og Go plús farrými sem eru ódýrari en viðskiptafarrýmið. Rekstur SAS hefur gengið mjög erfiðlega að undanförnu og hefur félagið ráðist í miklar uppsagnir og annan niðurskurð til að bjarga rekstrinum.

Kaupmáttur jókst um 0,7% í febrúar

Vísitala kaupmáttar launa í febrúar er 112,5 stig og hækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 0,4%.

Stjórnvöld á Kýpur eru að falla á tíma

Fjármálaráðherrar evrusvæðsins hvetja stjórnvöld á Kýpur til að hraða vinnu við nýja neyðaráætlun sína til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot eyjarinnar.

Íslensku milljarðamæringarnir horfnir

Milljarðamæringar búsettir á Íslandi eru horfnir samkvæmt þýska fréttablaðinu Frankfurter Allgemeine Zeitung (FAZ) en þar er vitnað í tölfræði frá árinu 2008, rétt fyrir íslenska efnahagshrunið, en þá voru sex miljarðamæringar hér á landi.

Rifti viðskiptum með verðlaus bréf í Baugi

Fimmtán milljarða króna greiðsla Baugs Group sem greidd var sumarið 2008 til Fjárfestingafélagsins Gaums, Gaums Holding S.A. og Eignarhaldsfélagsins ISP og Bague S.A. var rift í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ber félögunum að greiða þrotabúi Baugs þessar samsvarandi upphæðir til baka. Félögin voru í eigu Jóhannesar Jónssonar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu þeirra.

Frestur til að skila skattframtali rennur út í dag

Síðasti dagur til að skila inn skattaframtali er í dag. Klukkan tíu í morgun voru nítíu og átta þúsund og tvöhundruð búnir að skila inn framtali en 262.640 eru á skattgrunnskrá. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra eru skilin í ár betri en í fyrra sem bendir til að einföldun á framtalinu hafi auðveldað fólki vinnuna.

45 milljóna sekt Sorpu staðfest

Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum.

Útlán ÍLS aukast í fyrsta sinn milli ára í langan tíma

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu 1.058 milljónum króna í febrúar en þau námu tæpum milljarði í sama mánuði í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma að útlán sjóðsins aukast milli ára í einstökum mánuði.

Breytingar á stjórn Nýherja

Breytingar voru gerðar á stjórn Nýherja á stjórnarfundi félagsins í gærdag. Guðrún Ragnarsdóttir var skipuð í aðalstjórn félagsins. Guðrún var kjörin í varastjórn á síðasta aðalfundi.

"Maður skilur eiginlega ekki þessa umfjöllun"

Forsvarsmenn Norðuráls á Grundartanga, hafnar því að fyrirtækið greiði lítinn sem engan tekjuskatt hér á landi, líkt og kom fram í Kastljósi í kvöld. Það sé beinlínis rangt sem kom fram í Kastljósinu að fyrirtækið greiddi ekki tekjuskatt.

Verðlaun afhent í HR

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, afhentu í dag verðlaun Háskólans í Reykjavík fyrir framúrskarandi árangur í rannsóknum, kennslu og þjónustu.

Þungt ár framundan

Árið framundan verður þjóðinni nokkuð þungt, segir í endurkoðaðri hagspá sem Alþýðusamband Íslands birti í dag. Spáin nær til áranna 2013 til 2015. Efnahagsbatinn er hægur, landsframleiðslan verður aðeins 1,9%, atvinnuleysi enn mikið, gengi krónunnar helst veikt og verðbólga há. Árið 2014 er þó gert ráð fyrir að landið fari heldur að rísa og enn frekar árið 2015.

Aflaverðmætið jókst um 6,6 milljarða milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 160,4 milljörðum króna í fyrra, samanborið við 153,9 milljarða kr. árið 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 6,6 milljarða eða um 4,3% á milli ára.

Seðlabankinn heldur óbreyttum stýrivöxtum

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum í 6%. Þetta er í samræmi við væntingar og spár sérfræðinga.

VÍS, TM og Sjóvá öll á leið í Kauphöllina

Vátryggingamarkaðurinn á Íslandi tekur breytingum á næstunni þegar TM og VÍS, tvö af þremur stóru tryggingafélögunum, verða skráð í Kauphöllina. Hið þriðja, Sjóvá, stefnir að því sama án þess að sett hafi verið tímasetning á skráninguna.

Kynjasjónarmið og sjálfbærni

MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík (HR) er einstakt í sinni röð þar sem koma saman kennarar frá mörgum bestu viðskiptaháskólum heims. Þetta segir Kristján Vigfússon, nýráðinn forstöðumaður MBA-námsins í HR, í samtali við Markaðinn. Nemendur kynnist nýjustu stefnum í alþjóðlegu viðskiptalífi.

Aukið samstarf gæti skilað miklu

Mikil tækifæri eru falin í auknu samstarfi Bandaríkjanna og Íslands í þróun jarðhitanýtingar um heim allan. Þetta segir Jay Nathwani, yfirmaður jarðhitamála hjá Orkustofnun Bandaríkjanna. Markaðurinn hitti Nathwani fyrir þegar hann var hér á landi fyrir skemmstu.

Helmingaskipti ríkis og einkabanka

Landsbankinn, Arion banki og Íslandsbanki eru samtals með tæplega helmingsmarkaðshlutdeild á útlánamarkaði. Ríkisstofnanir, lífeyrissjóðir og erlend fjármálafyrirtæki skipta með sér afganginum. Hlutur erlendra aðila, ef skuldir Actavis og Bakkavarar eru ekki taldar með, er tæplega fimmtungur. Þetta kemur fram í tölum um

Lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust

Áfallnar lífeyrisskuldbindingar hins opinbera jukust um tæpa 20 milljarða króna í fyrra og voru 436 milljarðar króna um síðustu áramót. Þær hafa samtals aukist um 168 milljarða króna frá því í árslok 2007. Þetta kemur fram í bráðabirgðauppgjöri fjármála hins opinbera, en undir þann hatt falla ríkissjóður og sveitarfélög landsins.

Almennir kröfuhafar fá 225 milljarða

Þrotabú Landsbankans reiknar með að geta greitt 225 milljarða króna til almennra kröfuhafa sinna. Alls nema eignir búsins 1.543 milljörðum króna og forgangskröfur, að mestu hin svokallaða Icesave-skuld, eru 1.318 milljarðar króna. Áætlaðar endurheimtur búsins jukust um 170 milljarða króna í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri samantekt á fjárhagsstöðu þrotabús Landsbankans, sem nú heitir LBI hf., en hún birt var fyrir helgi.

Benni og Bílabúð Benna dæmd í Héraðsdómi

Benedikt Eyjólfsson, sem oftast er kenndur við Bílabúð Benna, hefur verið dæmdur til að greiða ásamt fyrirtæki sínu 750 þúsund króna sekt ríkissjóð annars þarf Benedikt að sæta fangelsi í í 34 daga. Benedikt skilaði ekki ársreikningum til ársreikningaskrár fyrir árin 2006, 2007, 2008, 2009 og 2010.

Ákært í Ímon málinu

Eitt þeirra mála sem sérstakur saksóknari hefur ákært í og tengist Landsbankanum er svokallað Ímon mál, samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í dag ákærði sérstakur saksóknari fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn Landsbankans fyrir helgi vegna þriggja mála tengdum Landsbankanum en málin voru síðan sameinuð í eina ákæru.

CAOZ skapar 30 ný störf í teiknimyndagerð

Íslenska framleiðslufyrirtækið CAOZ gerði nýverið samning við norska fyrirtækið Animando um framleiðslu á 52 þáttum af teiknimyndaþáttunum um björgunarbátinn Elías.

Sjá næstu 50 fréttir