Viðskipti innlent

Olíuauðurinn og velferðin eru að eyðileggja hagkerfi Noregs

Í nýrri greiningu sem unnin var af fréttaveitunni Reuters kemur fram að sambland af miklum olíuauði Norðmanna og öflugu velferðarkerfi þeirra sé smátt og smátt að leggja efnahagskerfi landsins í rúst.

Reuters segir að á yfirborðinu sé Noregur öfundsverð þjóð í augum allra annarra þjóða. Þeir sitja á miklum olíuauðlindum og eiga hátt í 90 þúsund milljarða króna í sérstökum olíusjóði eða 17 milljónir króna fyrir hvern mann, konu og barn í landinu.

Þetta gæti þó verið of mikill auður í augum Norðmanna enda vilja landsmenn vinna minna og minna með hverju árinu sem líður fyrir hærri og hærri laun. Ljóst sé að menntaðir innflytjendur fylla hvergi nærri í þær stöður sem í boði eru. Þannig skortir Noreg t.d. mörg hundruð verkfræðinga og viðvarandi skortur er á hjúkrunarfræðingum.

Fram kemur í greiningu Reuters að norsk fyrirtæki séu búin að verðleggja sig út af eigin markaði þar sem laun í landinu hafa hækkað sexfalt á við laun í Svíþjóð eða Þýskalandi frá síðustu aldamótum.

Reuters bendir einnig á að nú fari fleiri íbúar Oslóar út úr borginni á fimmtudögum en raunin var á föstudögum fyrir nokkrum árum síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×