Viðskipti innlent

Eignir bankakerfisins 2.931 milljarður

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.931 milljarði kr. í lok febrúar og hækkuðu um rúma 2 milljarða kr. í mánuðinum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Af heildareignum námu innlendar eignir 2.533 milljörðum kr. og lækkuðu um 8,5 milljarða kr. Erlendar eignir innlánsstofnana námu tæpum 398 milljörðum kr. og hækkuðu um 10,6 milljarða kr. í febrúar.

Skuldir innlánsstofnana námu rúmum 2.414 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 9,5 milljarða kr. í mánuðinum.Innlendar skuldir námu 2.290,6 milljörðum kr. og lækkuðu um 10,2 milljarða kr. Erlendar skuldir innlánsstofnana námu 123,7 milljörðum kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×