Viðskipti innlent

Íslenska ríkið sýknað af skaðabótakröfu vegna Virðingarmáls

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Friðjón Þórðarson var einn sakborninga í málinu.
Friðjón Þórðarson var einn sakborninga í málinu. Mynd/ Pjetur.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af skaðabótakröfu Matthíasar Ólafssonar. Matthías höfðaði mál gegn ríkinu vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann var úrskurðaður í og tengdist rannsókn efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra á verðbréfafyrirtækinu Virðingu.

Þrír voru handteknir vegna rannsóknarinnar, Matthías og bræðurnir Friðjón Þórðarson og Haraldur Þórðarson. Þeir voru allir grunaðir um aðild að peningaþvætti þegar upp komst að háar greiðslur höfðu borist frá verðbréfafyrirtækinu yfir á reikning Matthíasar sem voru svo aftur millifærðar yfir á reikning Friðjóns. Þeir stefnu allir íslenska ríkinu eftir að rannsókn málsins var látin niður falla án þess að til ákæru kæmi.

Matthíasi þótti ekki nægjanlegt tilefni til handtöku og þótti rannsókn málsins hafa dregist fram úr hófi en hún tók um tvö og hálft ár. Á þeim forsendum krafðist hann samtals um 37 milljóna króna í bætur. Héraðsdómur Reykjavíkur taldi hins vegar að forsendur hefðu verið fyrir handtökunni. Aftur á móti er tekið undir það með Matthíasi að rannsókn lögreglu hafi dregist fram úr hófi en ríkið sé samt sem áður ekki skaðabótaskylt vegna þess.

Íslenska ríkið var því sýknað af skaðabótakröfunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×