Viðskipti innlent

Færeyingar þrefalda kvóta sinn í norsk-íslensku síldinni

Sjávarútvegsráðherra Færeyja, Jacob Vestergaard, hefur gefið út tilkynningu þess efnis að Færeyingar hafi sett sér einhliða kvóta í norsk-íslenskri síld sem nemi 17% af heildarveiði samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins (ICES), sem er 619.000 tonn í ár.

Þessi ákvörðun felur í sér rúmlega þrefalda hækkun hlutdeildar Færeyinga (5,16%) samkvæmt samningi milli strandríkjanna Noregs, Íslands, Rússlands, Færeyja og Evrópusambandsins, sem gilt hefur frá árinu 2007.

Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að íslensk stjórnvöld hafi verulegar áhyggjur af þessu enda hefur stofninn minnkað um meira en helming á síðustu fjórum árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×