Viðskipti innlent

Atvinnuhúsnæði fyrir 4,6 milljarða selt í borginni

Í febrúar s.l. var 88 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu þinglýst og 46 utan þess.

Heildarfasteignamat seldra eigna á höfuðborgarsvæðinu var tæplega 4,6 milljarðar króna en 823 milljónir króna utan þess. Af þessum samningum voru 29 um verslunar- og skrifstofuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir á vefsíðu Þjóðskrár Íslands.

Í febrúar í fyrra var selt atvinnuhúsnæði fyrir tæplega 4,9 milljarða króna á höfuðbogarsvæðinu en 1.557 milljónir króna utan þess.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×