Viðskipti innlent

Íbúðalánasjóður tapaði tæpum 8 milljörðum í fyrra

Tap Íbúðalánasjóðs nam tæpum 8 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar var tæplega milljarðs króna hagnaður af rekstri sjóðsins árið á undan.

Í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallarinnar segir að tapið á síðasta ári stafi einkum af afskriftum vegna rýrnunar á virði lána í lánasafni sjóðsins. Rýrnun á virði þessara lána nam 8,8 milljörðum króna á árinu.

Ástæður aukinnar virðisrýrnunar eru þær helstar að útlánatöp sjóðsins hafa reynst hærri en áður var gert ráð fyrir vegna krafna og að veðin að baki lánanna eru lakara en ætla mætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×