Skrifaði glæpasögu eftir stórtap í hruninu Freyr Bjarnason skrifar 27. mars 2013 06:00 Sverrir Berg Steinarsson gefur út sína fyrstu glæpasögu í næsta mánuði. Mynd/Valli „Ég er hættur öllum afskiptum af verslunarrekstri þannig að núna get ég einbeitt mér að nýjum hlutum," segir Sverrir Berg Steinarsson. Hann er fyrrverandi eigandi fyrirtækisins Árdegi sem rak á sínum tíma fjölda verslana á Íslandi, þar á meðal Next, BT, Sony Center og Skífuna, og átti hlut í dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Uppheimar gefa í næsta mánuði út fyrstu glæpasögu hans sem nefnist Drekinn. Hún tengist viðskiptum og er samtímasaga. „Það eru miklar spennusögur að gerast á hverjum degi í þessu umhverfi sem við lifum í og ég vildi nýta það í þessa sögu," segir Sverrir Berg, sem er viðskiptafræðingur að mennt. Drekinn fjallar að hluta til um olíuleitina á Drekasvæðinu og gerist bæði hér heima og erlendis. Spurður hvort reynsla hans úr viðskiptalífinu hafi nýst við gerð bókarinnar segist hann vissulega búa að henni. Eftir að fyrirtæki hans Árdegi fór á hausinn ákvað hann venda kvæði sínu í kross. „Við vorum í verslunarrekstri en svo skall kreppan á og hrunið. Hluti af því sem ég er að gera með þessari útgáfu er að gera hluti sem mig hefur lengi langað til að gera en ekki haft tíma til," segir hann. „Þetta hefur í sjálfu sér blundað í mér mjög lengi. Ég ákvað að láta slag standa og prófa að sjá hvort ég gæti þetta." Hann segir Drekann alls ekki vera uppgjör hans við hrunið. „Þetta er engin hrunbók. Mér finnst margt sem er að gerast í íslenskum samtíma vera til uppbyggingar. Ég vil frekar einbeita mér að svoleiðis hlutum." Hvað tapaðirðu miklum peningum í hruninu? „Ég hef í sjálfu sér ekki mikinn áhuga á að tala um það. Fyrir mér er þetta hluti af gömlum tíma og ég dvel lítið við það í dag." Sverrir Berg hefur alltaf lesið mikið af spennusögum og reyfurum. Bækur Árna Þórarinssonar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum, auk verka Arnaldar Indriðasonar. Hann segist nú þegar vera byrjaður að skrifa nýja bók en ætlar fyrst að sjá hvernig viðbrögðin við Drekanum verða. Hvað fannst vinum hans og ættingjum um að fyrrverandi stórlax í viðskiptalífinu væri byrjaður að semja glæpasögu? „Ég held að þetta hafi komið mörgum á óvart en það er margt líkt með ritstörfum og viðskiptum. Þú þarft að vera skapandi og með hugmyndaflug í hvoru tveggja." Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
„Ég er hættur öllum afskiptum af verslunarrekstri þannig að núna get ég einbeitt mér að nýjum hlutum," segir Sverrir Berg Steinarsson. Hann er fyrrverandi eigandi fyrirtækisins Árdegi sem rak á sínum tíma fjölda verslana á Íslandi, þar á meðal Next, BT, Sony Center og Skífuna, og átti hlut í dönsku raftækjakeðjunni Merlin. Uppheimar gefa í næsta mánuði út fyrstu glæpasögu hans sem nefnist Drekinn. Hún tengist viðskiptum og er samtímasaga. „Það eru miklar spennusögur að gerast á hverjum degi í þessu umhverfi sem við lifum í og ég vildi nýta það í þessa sögu," segir Sverrir Berg, sem er viðskiptafræðingur að mennt. Drekinn fjallar að hluta til um olíuleitina á Drekasvæðinu og gerist bæði hér heima og erlendis. Spurður hvort reynsla hans úr viðskiptalífinu hafi nýst við gerð bókarinnar segist hann vissulega búa að henni. Eftir að fyrirtæki hans Árdegi fór á hausinn ákvað hann venda kvæði sínu í kross. „Við vorum í verslunarrekstri en svo skall kreppan á og hrunið. Hluti af því sem ég er að gera með þessari útgáfu er að gera hluti sem mig hefur lengi langað til að gera en ekki haft tíma til," segir hann. „Þetta hefur í sjálfu sér blundað í mér mjög lengi. Ég ákvað að láta slag standa og prófa að sjá hvort ég gæti þetta." Hann segir Drekann alls ekki vera uppgjör hans við hrunið. „Þetta er engin hrunbók. Mér finnst margt sem er að gerast í íslenskum samtíma vera til uppbyggingar. Ég vil frekar einbeita mér að svoleiðis hlutum." Hvað tapaðirðu miklum peningum í hruninu? „Ég hef í sjálfu sér ekki mikinn áhuga á að tala um það. Fyrir mér er þetta hluti af gömlum tíma og ég dvel lítið við það í dag." Sverrir Berg hefur alltaf lesið mikið af spennusögum og reyfurum. Bækur Árna Þórarinssonar hafa lengi verið í uppáhaldi hjá honum, auk verka Arnaldar Indriðasonar. Hann segist nú þegar vera byrjaður að skrifa nýja bók en ætlar fyrst að sjá hvernig viðbrögðin við Drekanum verða. Hvað fannst vinum hans og ættingjum um að fyrrverandi stórlax í viðskiptalífinu væri byrjaður að semja glæpasögu? „Ég held að þetta hafi komið mörgum á óvart en það er margt líkt með ritstörfum og viðskiptum. Þú þarft að vera skapandi og með hugmyndaflug í hvoru tveggja."
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent