Viðskipti innlent

Önnur konan í embættinu

Rósa Stefánsdóttir er nýr formaður Svef, samtaka vefiðnaðarins. Mynd/Stefán
Rósa Stefánsdóttir er nýr formaður Svef, samtaka vefiðnaðarins. Mynd/Stefán
"Þetta verður skemmtilegt og ég hlakka til að takast á við þetta nýja verkefni," segir margmiðlunarhönnuðurinn Rósa Stefánsdóttir en síðastliðin fimmtudag var hún kosin nýr formaður Svef, Samtaka vefiðnaðarins.

Rósa er önnur konan til að gegna þessu embætti en hátt í 300 félagsmenn eru í skráðir í félagið. Samtök vefiðnaðarins eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi og hafa það að markmiði að efla fagleg vinnubrögð í greininni. "Ég var kosin á aðalfundi félagsins á fimmtudaginn en ég ákvað að bjóða mig fram eftir að hafa fengið áskoranir á Facebook. Ég er umvafin góðu fólki í stjórn svo það eru spennandi tímar framundan," segir Rósa sem starfar sem markaðsstjóri rafrænna viðskipta hjá Iceland Travel.

Helsta hlutverk Svef er að skipuleggja íslensku vefverðlaunin og halda utan um árlegu ráðstefnuna IceWeb. "Vefgeirinn hér á landi fer ört stækkandi og vefmál eru orðin veigamikill partur af starfsemi fyrirtækja. Það er okkar hlutverk til dæmis að fá til okkar erlenda fyrirlesara og halda utan um einskonar endurmenntun fyrir bransann," segir Rósa sem sjálf vann Vefverðlaunin árið 2012 fyrir nýjan vef Bláa lónsins. Þess má geta að IceWeb ráðstefnan fer fram þann 27.apríl næstkomandi en nánari upplýsingar er að finna síðunni Svef.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×