Viðskipti innlent

Matarverð í Bónus hækkað langt umfram verðlag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Matarkarfan í Bónus hefur hækkað langt umfram verðbólguna.
Matarkarfan í Bónus hefur hækkað langt umfram verðbólguna.
Allt frá árinu 2008 hefur Vörukarfa ASÍ í Bónus og Samkaupum hækkað um liðlega 12% umfram verðbólgu. Eins og áður hefur komið fram hefur verð vörukörfunnar hækkað meira í lágvöruverðsverslunum en öðrum verslunum. Mest hefur hún hækkað í Bónus og Samkaupum-Strax eða um 64%, en minnst hjá Nóatúni um 26%.

Verð á mat- og drykkjarvörum í vísitölu neysluverðs hefur aftur á móti einungis hækkað um 46% frá því í apríl 2008 þar til nú. Þegar rýnt er í verðhækkanir verslunarkeðjanna á þessum 5 árum má sjá að verðhækkanirnar eru mjög mismunandi eftir verslunarkeðjum. Minnsta hækkunin á þessu tímabili er eins og áður segir hjá Nóatúni en þar hefur verð hækkað um 26% og um 33% hjá Hagkaupum, um 54% hjá Nettó og Tíu-ellefu, hjá Krónunni um 53% og hjá Samkaupum-Úrvali um 46%.

Verðlagseftirlitið mælir breytingar á verði vörukörfu sem getur endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis. Vörukarfa ASÍ inniheldur allar almennar mat- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgunkorn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, safa, auk hreinlætis- og snyrtivara.

Hafa ber í huga að þrátt fyrir að vörukarfan hafi hækkað mest í Bónus og Samkaupum-Strax er hún enn jafnan ódýrust í Bónus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×