Fleiri fréttir

Barack Obama krefst aðgerða

Barack Obama forseti Bandaríkjanna krafðist þess í dag að þjóðhöfðingjar Evrópusambandsins gripu tafarlaust til aðgerða vegna skuldavanda á evrusvæðinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi Obama á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Frakklandi.

Vinsældir Internet Explorer dala

Netvafri Microsoft, Internet Explorer, hefur verið sá vinsælasti í áraraðir. Núna, hins vegar, þarf þessi fyrrum konungur internetsins að sætta sig við helmings hlutdeild.

Ný stjórn Bankasýslunnar skipuð

Guðrún Ragnarsdóttir hefur verið skipuð stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, Jón Sigurðsson verður varaformaður og Hulda Dóra Styrmisdóttir mun jafnframt sitja í stjórninni. Egill Tryggvason verður varamaður.

Tæplega 2.500 íbúðir í höndum Íbúðalánasjóðs og banka

Í lok september síðastliðins áttu Íbúðalánasjóður (ÍLS), bankar og eignarhaldsfélög í þeirra eigu 2.482 íbúðir á landinu öllu. Flestar íbúðirnar sem þeir hafa leyst til sín, 1.026 talsins, eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 462 íbúðir á Suðurnesjunum, eða 18,6% af öllum íbúðum í eigu þeirra. Alls eru 4,7% allra íbúða á svæðinu í eigu lánafyrirtækja. Á Suðurnesjum búa 6,6% landsmanna. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands sem birt voru í gær.

FME segir að MP banki megi eiga Alfa

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að MP banki hf. sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Alfa Verðbréfum hf.

Kallaður á fund evruleiðtoga

Leiðtogar evruríkjanna kölluðu í gær á sinn fund í Cannes í Frakklandi Georg Papandreú, forsætisráðherra Grikklands, til að rekja úr honum garnirnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem hann hefur boðað. Leiðtogafundur G20-ríkjanna, tuttugu helstu efnahagsvelda heims, hefst í Cannes í dag.

Kaupa hlut í Högum fyrir 1300 milljónir

Búvellir, eignarhaldsfélag sem er að mestu leyti í eigu Árna Haukssonar og Hallbjörns Karlssonar, hefur ákveðið að nýta sér kauprétt á 10% hlut í Högum, sem rekur Bónus, Hagkaup og fleiri verslanir. Markaðsverð hlutarins er um 1,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag, en Fréttablaðið sagði frá því í gær að von væri á að þessi viðskipti myndu eiga sér stað.

Iceland Express ætlar að kaupa flugflota

Iceland Express (IE) hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Flugmálastjórnar Íslands og hyggst kaupa nýjan flota af flugvélum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Upplausn í ríkisstjórn Grikklands, neyðarfundur í hádeginu

Ríkisstjórn Grikklands er í upplausn eftir að nokkrir ráðherrar innan hennar hafa lýst sig mótfallna ákvörðun George Papandreou forsætisráðherra landsins að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samkomulagið við Evrópusambandið um skuldavanda landsins.

Gistinóttum fjölgar

Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 136.400 samanborið við 113.900 í september í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Gistinætur erlendra gesta voru um 80% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í september og fjölgaði gistinóttum þeirra um 22% frá fyrra ári. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11% samanborið við september í fyrra. Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði á öllum landssvæðum samanborið við september í fyrra.

Furða sig á vaxtahækkun Seðlabankans

Greining Arion banka segir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans komi á óvart enda hafa flestir þættir þróast með nokkuð jákvæðum hætti frá því að stýrivextir voru hækkaðir í ágúst.

Í tísku meðal fjárfesta að skortselja Kína

Helsta tískan í alþjóðlegum fjármálum þessa dagana er að skortselja Kína. Vogunarsjóðir og áhættufjárfestar telja að loftið sé byrjað að leka úr kínversku bólunni.

Bernanke: Ég skil mótmælin vel

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum, þvert á pólitískar línur.

Fjórir milljarðar afskrifaðir hjá Brimborg

Bílaumboðið Brimborg fékk tæpa fjóra milljarða króna afskrifaða á síðasta ári án þess að gengið væri á hlutafé. Þar af var ríkisbankinn Landsbankinn með sjö hundruð milljónir. Samningar við birgja voru við núverandi hluthafa og því hefðu bankarnir séð fram á að missa umboð tækju þeir fyrirtækið yfir.

Ólafur Ólafsson yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara

Ólafur Ólafsson, sem var annar stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrun, mætti samkvæmt heimildum fréttastofu í yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í morgun í tengslum við rannsókn á kaupum sjeik Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi í september 2008.

Ekkert útilokar kennitölusöfnun við söluna á Högum

Bankarnir eru tregir til að selja eignir í gegnum Kauphöllina. Forstjóri Kauphallarinnar vonast til að salan á Högum marki tímamót en 30 prósenta hlutur verður seldur í desember og býðst almenningi að kaupa hlutabréf fyrir hundrað þúsund krónur að lágmarki. Ekkert í gildandi reglum útilokar svokallaða kennitölusöfnun þegar hlutabréfin í Högum verða seld.

Milljarðaáform Nubos næsta sumar í óvissu

Tækifæri til að setja af stað mörghundruð milljóna króna hönnunarvinnu fyrir Kínverjann Nubo í vetur er að renna úr greipum þar sem engin svör fást frá stjórnvöldum um hvort honum verði leyft að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Áform um að hefja tíu milljarða króna framkvæmdir næsta sumar eru einnig í uppnámi.

14 milljarðar týnast í svartri vinnu

Umfang svartrar atvinnustarfsemi hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi er umtalsvert ef marka má niðurstöður samstarfsverkefnis ASÍ, Samtaka atvinnulífsins og Ríkisskattstjóra. Að meðaltali er umfangið um 12 prósent samkvæmt rannsókninni. „Útreikningar benda til þess að glötuð verðmæti vegna undanskota nemi ríflega 13.8 milljörðum króna og er gert ráð fyrir að þar af séu glötuð réttindi launafólks tæplega átta milljarðar króna,“ segir í tilkynningu frá Ríkisskattstjóra.

Forseti ASÍ gáttaður á stýrivaxtahækkun Seðlabankans

Gylfi Arnbjörnsson forseti er ómyrkur í máli vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Ég er algerlega gáttaður á þessari ákvörðun,“ segir Gylfi. "Heimurinn glímir við enn eina fjármálakreppuna og stjórnmálamenn og seðlabankar um allan heim eru að reyna skapa forsendur til að efnahagslífið rétti úr kútnum, m.a. með því að halda stýrivöxtum lágum.

Vilja koma böndum á fjármálastarfsemi

Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á.

Gátu ekki sýnt fram á tilvist samningsins

Sýslumaður hafnar beiðni Iceland Express um lögbann á störf Matthíasar Imsland fyrir WOW Air. Gátu ekki sýnt fram á að Matthías hefði undirritað samning með samkeppnisákvæði. Lögmaður IE segist nú hafa fundið samninginn.

Óróleiki á mörkuðum heimsins

Ákvörðun Georgs Papandreús, forsætisráðherra Grikklands, um að vísa björgunarpakka evrusvæðisins til þjóðaratkvæðagreiðslu olli mikilli ókyrrð á mörkuðum heimsins í gær.

Dýrasti iPad veraldar

Gullsmiðurinn Stuart Hughes hefur að öllum líkindum framleitt dýrasta iPad í heimi. Spjaldtölva Hughes er þakin 12.5 karata demöntum og Apple merki tölvunnar er samansett úr 53 gimsteinum. Öll bakhlið tölvunnar er mynduð úr 24 karata gulli og er tvö kíló að þyngd.

Veruleg auking á hlutabréfaviðskiptum í Kauphöllinni

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 9,7 milljörðum kr. eða 462 milljónum kr. á dag í október. Þessu til samanburðar nam veltan með hlutabréf í september 1.532 milljónum eða 70 milljónum á dag.

Peningamál: Staðfesting á efnahagsbata

"Nýjustu hagtölur og spá Seðlabankans staðfesta að efnahagsbatinn hefur haldið áfram, þrátt fyrir að það dragi úr hagvexti í heiminum og óvissa hafi aukist.“ Þetta kemur fram í nýjustu Peningamálum Seðlabanka Íslands, sem komu út í dag. Eins og greint var frá í morgun ákvað Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti.

Skuldatryggingaálag Íslands hækkar að nýju

Skuldatryggingaálag á Ríkissjóð Íslands hefur hækkað nokkuð á síðustu dögum og stendur 300 punktum (3,00%) samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni. Á árinu hefur álagið farið hæst upp í 330 punkta sem var í byrjun október en lægst niður í 200 punkta sem var snemma í júní. Að jafnaði hefur skuldatryggingaálag ríkissjóðs verið 260 punktar á árinu.

Viðræðum um söluna á Icelandic Group miðar vel

Samningaviðræðum kanadíska fiskframleiðandans High Liner Foods og Framtakssjóðs Íslands um kaupin á eignum Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu miðað vel, að því er segir á vefsíðunni fis.com.

Segja Papandreú varpa frá sér ábyrgðinni

Grikkir virðast margir líta svo á að Georg Papandreú forsætisráðherra ætli sér að kúga þjóðina til hlýðni með því að bera samkomulag stjórnarinnar við Evrópusambandið undir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hagar fara á markað í desember

Stjórn Haga hf. hefur óskað eftir að hlutir í félaginu verði teknir til viðskipta á aðalmarkaði Nasdaq OMX Iceland. Stefnt er að því að viðskipti með hluti í félaginu hefjist í Kauphöllinni í desember næstkomandi, í kjölfar almenns hlutafjárútboðs. Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka hefur umsjón með útboðinu og skráningu félagsins í Kauphöll.

Neyðarfundur hjá ríkisstjórn Grikklands

Ríkisstjórn George Papandreou forsætisráðherra Grikklands er nú á neyðarfundi vegna vaxandi pólitískrar óvissu í landinu í kjölfar tilkynningar um niðurskurðaráform stjórnvalda muni fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Frá þessu er greint á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.

Erna Gísladóttir að eignast B&L og Ingvar Helgason

Eigendur BLIH ehf., móðurfélags Ingvars Helgasonar og B&L, hafa ákveðið að taka tilboði Ernu Gísladóttur, fyrrverandi forstjóra B&L, í allt hlutafé í fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Miðengis, dótturfélags Íslandsbanka, segist vongóður um að gengið verði frá sölunni á næstu dögum.

Grikkland á leið út úr evrusamstarfinu?

Það er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði að raunverulega hætta sé á því að Grikkir yfirgefi Evrópska myntbandalagið og þar með evrusamstarfið fari svo að björgunarpakki til handa Grikkjum verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innbrot í persónuleg gögn brot á lögum um persónuvernd

"Þessi niðurstaða er í fullu samræmi við okkar væntingar, enda lá alltaf ljóst fyrir að megintilgangur lögbannskröfunnar var að skaða orðspor skjólstæðings míns, fremur en nokkuð annað,“ segir í yfirlýsingu frá Jóhannesi Árnasyni hdl., verjanda Matthíasar Imsland, vegna þess að sýslumaðurinn í Reykjavík hefur hafnað lögbannskröfu Iceland Express.

Beiðni Iceland Express um lögbann var hafnað

Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í dag beiðni Iceland Express um lögbann vegna Matthíasar Imsland fyrrverandi forstjóra félagsins. Félagið vildi lögbann á að Matthías starfi með nýju félagi í flugrekstri í samkeppni við Iceland Express næstu 30 mánuði en hann er á meðal þeirra sem standa að flugfélaginu WOW. „Matthías er enn á launum á uppsagnarfresti frá Iceland Express, var síðast greitt laun upp á aðra milljón króna um þessi mánaðamót, er með síma, fartölvu og heimatölvu frá fyrirtækinu og fær að auki greiddan bifreiðastyrk. Uppsagnarfrestur hans rennur ekki út fyrr en 1. apríl 2012,“ segir í yfirlýsingu frá Iceland Express. Félagið ætlar að kæra úrskurðinn til Héraðsdóms Reykjavíkur og fara fram á að honum verði hrundið.

Hrun á hlutabréfamörkuðum

Mikil lækkun hefur einkennt alla hlutabréfamarkaði í Evrópu það sem af er degi. Samkvæmt markaðsvakt Wall Street Journal hefur DAX vísitalan lækkað umk 5,6% og Stoxx 600 Europe, samræmdri vísitölu hlutabréfamarkaða í Evrópu, lækkað um 4,6%.

Eiríkur Guðnason látinn

Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri er látinn, 66 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Hann lést á Landspítalanum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir