Vilja koma böndum á fjármálastarfsemi 2. nóvember 2011 11:00 Frakkar vinna hörðum höndum að undirbúningi G20-fundarins í Cannes síðar í vikunni. nordicphotos/AFP Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skattgreiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrirtæki verði samt sem áður gjaldþrota. Þá er meiningin að setja alþjóðlegar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættuviðskipti, eins og farin voru að tíðkast í fjármálaheiminum fyrir hrunið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vogunarsjóða og annarra jaðarfyrirbæra fjármálaheimsins, með öflugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallarviðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaályktun fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði samþykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leiðtogahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða viðbrögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er haldinn í beinu framhaldi af leiðtogafundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða reglur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmálamanna til að bregðast við ástandinu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Leiðtogar helstu efnahagsvelda heims hittast í Cannes í Frakklandi á morgun og föstudag. Til stendur að samþykkja aðgerðir, sem eiga að halda aftur af bönkum og fjármálafyrirtækjum og draga verulega úr hættunni á að önnur eins kreppa endurtaki sig og sú sem hófst fyrir þremur árum og enn sér ekki fyrir endann á. Meðal annars á að sjá til þess, að fjármálafyrirtæki geti ekki framar orðið „of stór til að fara á hausinn“, og jafnframt á að tryggja að skattgreiðendur fái ekki reikninginn fari svo að „of stórt“ fjármálafyrirtæki verði samt sem áður gjaldþrota. Þá er meiningin að setja alþjóðlegar reglur, sem koma í veg fyrir ofurbónusa og hömlulaus áhættuviðskipti, eins og farin voru að tíðkast í fjármálaheiminum fyrir hrunið 2008. Ekki síst er ætlunin að setja strangar reglur um starfsemi vogunarsjóða og annarra jaðarfyrirbæra fjármálaheimsins, með öflugu eftirliti. Þá er hugmyndin að flóknir fjármálagjörningar á borð við afleiðuviðskipti verði eingöngu leyfilegir innan ramma kauphallarviðskipta og á rafrænu formi, svo unnt verði að rekja þau síðar meir. Þetta allt saman fullyrðir þýska tímaritið Spiegel á vefsíðu sinni, og vísar þar í drög að lokaályktun fundarins, sem blaðamenn þess hafa komist yfir. Ekki er þó víst að allar þessar aðgerðir verði samþykktar þegar á hólminn er komið. Þetta verður sjötti fundur leiðtogahópsins frá því haustið 2008, þegar þeir fyrst ákváðu að koma reglulega saman til að ræða viðbrögð við kreppunni og móta aðgerðir. Þessi fundur í Cannes, þar sem Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti verður gestgjafi hópsins, er haldinn í beinu framhaldi af leiðtogafundum Evrópusambandsins og evrusvæðisins í síðustu viku, þar sem samþykkt var bæði að stækka mjög neyðarsjóð ESB og herða reglur um bankastarfsemi. Efnahags- og þróunarstofnunin OECD spáir „vægum samdrætti“ í sumum löndum evrusvæðisins á næsta ári og hagvöxtur á svæðinu í heild fari niður í 0,3 prósent. Stofnunin segir aðallega því um að kenna, að almennt hafi fólk misst trúna á getu stjórnmálamanna til að bregðast við ástandinu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira