Viðskipti innlent

Ingvar persónulega ábyrgur - þarf að endurgreiða 2,6 milljarða

Ingvar Vilhjálmsson
Ingvar Vilhjálmsson
Ingvar Vilhjálmsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta hjá Kaupþingi þarf að greiða þrotabúi bankans 2,6 milljarða króna.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í dag en um er að ræða endurgreiðslu á lánum sem hann fékk hjá bankanum til hlutabréfakaupa fyrir hrun. Alls fengu áttatíu starfsmenn Kaupþings samtals 32 milljarða króna lán hjá bankanum til hlutabréfakaupa.

Hinn 25. september árið 2008, tíu dögum fyrir hrun, felldi stjórn bankans niður persónulega ábyrgð starfsmannanna á þessum lánum og ágreiningur skapaðist um hvort þeir ættu að greiða þau til baka. Slitastjórn Kaupþings, felldi þessa ákvörðun stjórnar bankans síðar úr gildi og höfðaði mál til að innheimta peningana.

Ingvar krafðist sýknu í málinu en dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að honum bæri að greiða lánin til baka, samtals tvo milljarða, sexhundruð fjörutíu og tvær milljónir sexhundruð og sautjánþúsund og 28 krónur, ásamt dráttarvöxtum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×