Viðskipti innlent

Furða sig á vaxtahækkun Seðlabankans

Greining Arion banka segir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans komi á óvart enda hafa flestir þættir þróast með nokkuð jákvæðum hætti frá því að stýrivextir voru hækkaðir í ágúst.

Verðbólga hefur verið langtum minni en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í síðustu spá sinni, verðbólguvæntingar hafa lækkað og krónan hefur styrkst. Þessir þættir hafa verið meginþema í vaxtaákvörðunum síðastliðin ár og hefði mátt ætla að svo væri áfram, að því er segir í Markaðspunktum greiningarinnar.

Þá veki furðu að seðlabankastjóri hafi sagt að vaxtahækkunin sé vegna verðbólguþróunnar í ljósi þess að verðbólguspá bankans hefur lækkað mikið frá síðustu spá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×