Viðskipti innlent

Velta Icelandair Group jókst um 15% milli ára

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.
Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.
Heildarvelta Icelandair Group á þriðja ársfjórðungi var 35,9 milljarðar króna og jókst hún um 15% frá sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallarinnar vegna afkomu fyrir þriðja ársfjórðung.

Hagnaður eftir skatta nam 5,4 milljörðum króna en var 5,2 milljarðar á sama tíma í fyrra. Munaði ekki síst um það í rekstrinum að olíukostnaður var að meðaltali 46% hærri á þessu ári en á sama tíma í fyrra.

Helstu atriði uppgjörsins má sjá hér að neðan:

· Heildarvelta var 35,9 milljarðar króna og jókst um 15% frá sama tíma í fyrra.

· Þegar tekið er tillit til félaga sem fóru út úr samstæðunni um síðustu áramót er veltuaukningin 20%

· EBITDA var 8,7 milljarður króna og lækkaði um 0,5 milljarða króna á milli ára. EBITDA af sambærilegum rekstri 2010 nam 8,9 milljarði króna.

· EBITDA-hlutfall var 24.1% en var 29,4% á sama tímabili í fyrra.

· Olíuverð var að meðaltali 46% hærra en á síðasta ári og bein kostnaðarhækkun vegna þessa metin um 2,2 milljarða króna.

· Afskriftir voru 1,6 milljarðar króna.

· EBITDAR-hlutfall var 29,6% en var 37,4% á sama tímabili í fyrra.

· Fjármagnskostnaður var 0,5 milljarðar króna samanborið við 1,2 milljarð króna árið áður.

· Hagnaður eftir skatta var 5,4 milljarðar króna en var 5,2 milljarðar króna á sama tíma í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×