Viðskipti innlent

Tæplega 2.500 íbúðir í höndum Íbúðalánasjóðs og banka

38% þeirra fasteigna sem eru í eigu lánastofnana eru fullbúnar íbúðir sem eru ekki í útleigu,
38% þeirra fasteigna sem eru í eigu lánastofnana eru fullbúnar íbúðir sem eru ekki í útleigu,
Í lok september síðastliðins áttu Íbúðalánasjóður (ÍLS), bankar og eignarhaldsfélög í þeirra eigu 2.482 íbúðir á landinu öllu. Flestar íbúðirnar sem þeir hafa leyst til sín, 1.026 talsins, eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 462 íbúðir á Suðurnesjunum, eða 18,6% af öllum íbúðum í eigu þeirra. Alls eru 4,7% allra íbúða á svæðinu í eigu lánafyrirtækja. Á Suðurnesjum búa 6,6% landsmanna. Þetta kemur fram í Peningamálum Seðlabanka Íslands sem birt voru í gær.

Um 40% íbúða í eigu ÍLS og bankanna eru í útleigu, 22% þeirra eru í byggingu og um 38%, alls 948 íbúðir, eru fullbúnar en ekki í útleigu. Í Peningamálum segir að erfitt sé að meta hvaða áhrif það myndi hafa á verðþróun ef lánastofnanirnar ákvæðu að selja íbúðasafn sitt. Þar kemur þó fram að Seðlabankinn telur að „íbúðaeign Íbúðalánasjóðs og bankanna er nokkuð mikil miðað við veltu á íbúðamarkaðnum.

Eign þeirra er hins vegar ekki mikil miðað við heildarfjölda íbúða. Þótt sjálfsagt megi ætla að það hefði nokkur áhrif á húsnæðisverð ef þessir aðilar losuðu sig við íbúðir sínar á skömmum tíma er ekki líklegt að þeir myndu gera það. Líklegt er að þeir haldi þessum eignum á meðan þeir telja sig geta selt þær á hærra verði en fæst fyrir þær nú.“ - þsj






Fleiri fréttir

Sjá meira


×