Viðskipti innlent

Viðræðum um söluna á Icelandic Group miðar vel

Samningaviðræðum kanadíska fiskframleiðandans High Liner Foods og Framtakssjóðs Íslands um kaupin á eignum Icelandic Group í Bandaríkjunum og Asíu miðað vel, að því er segir á vefsíðunni fis.com.

High Liner stendur nú fyrir áreiðanleikakönnun á Icelandic Group og væntanlegur kaupsamningur þarf síðan blessun stjórnar High Liner.

Kanadíski fiskframleiðandinn er í hópi þeirra stærstu í Norður Ameríku með veltu upp á 285 milljónir dollara í Bandaríkjunum í fyrra eða aðeins meir en Icelandic Group sem velti 263 milljónum dollara, eða um 30 milljörðum króna, á þeim markaði. Sameinuð yrðu fyrirtækin stærsti fiskframleiðandi Bandaríkjanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×