Viðskipti innlent

Gistinóttum fjölgar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gistinætur á hótelum í september síðastliðnum voru 136.400 samanborið við 113.900 í september í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Gistinætur erlendra gesta voru um 80% af heildarfjölda gistinátta á hótelum í september og fjölgaði gistinóttum þeirra um 22% frá fyrra ári. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði um 11% samanborið við september í fyrra. Gistinóttum á hótelum í september fjölgaði á öllum landssvæðum samanborið við september í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×