Viðskipti innlent

Bakkavör Group er stærsta íslenska fyrirtækið

Matvælafyrirtækið Bakkavör Group var stærsta íslenska fyrirtækið í fyrra, í veltu talilð, samkvæmt nýrri bók Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtæki landsins.

Lyfjafyrirtækið Actavis er í öðru sæti, matvælafyrirtækið Icelandic Goup í því þriðja, matvælafyritækið Alfesca í því fjórða og iðnaðar- og hátæknifélagið Marel í því fimmta.

Útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði greiðir hinsvegar hæstu launin, eða 1,750 þúsund krónur á mánuði. Utgerðarfélagið Eskja á Eskifirði er í öðru sæti, fjárfestingafélagið Eyrir Invest er í því þriðja, útgerðarfyrirtækið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum í því fjórða og fjárstýringarfélagið Stefnir, sem er dótturfélag Arionbanka, er í fimmta sæti og greiðir liðlega ellefu hundruð þúsund krónur í laun á mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×