Fleiri fréttir

Góð viðgerð er arðbær fjárfesting

Lakkhúsið er réttinga- og málningarverkstæði sem leggur höfuðáherslu á vandaðar viðgerðir. Viðgerðir sem endast. Lakkhúsið er til húsa í Kópavogi, á Smiðjuvegi 48 rauðri götu, í hverfi sem er oft nefnt hjarta bifreiðaverk

Gefur lítið fyrir gagnrýni Steve Jobs

Bill Gates, einn af stofnendum Microsoft, gefur lítið fyrir gagnrýni Steve Jobs í nýlegri ævisögu sem varpar ljósi á samstarf og samkeppni Gates og Jobs. Ævisagan var gefin út stuttu eftir að Jobs lést.

Pete Townshend ekki sáttur með iTunes

Pete Townshend, gítarleikari The Who, biðlaði til Apple um að nota úrræði sín og fjármuni til að hjálpa nýjum hljómsveitum að komast á framfæri. Hann sagði að margmiðlunarforritið iTunes væri einungis til þess gert að blóðga listamenn eins og stafræn vampíra.

Þarf að hugsa 20 ár fram í tímann

„Það þarf að hugsa 20 ár fram í tímann, ekki tvö ár,“ sagði Stefanía Karlsdóttir, eigandi Íslenskrar matorku á Reykjanesi, í ávarpi sínu á Nýsköpunarþingi Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Íslandsstofu og Nýsköpunarsjóðs. Þingið fer fram á Grand hótel og hófst á ávarpi Katrínar Júlíusdóttur, innanríkisráðherra.

Danske Bank ætlar að segja upp 2.000 starfsmönnum

Danske Bank, stærsti banki Danmerkur ætlar að segja upp um 2.000 starfsmönnum á tímabilinu 2012 til 2014. Með þessu er ætlunin að spara um 2 milljarða danskra króna eða rúm 42 milljarða króna í rekstrarkostnaði.

Árborg borgar FME 400.000 í sátt

Fjármálaeftirlitið (FME) og sveitarfélagið Árborg hafa gert með sér sátt vegna brots sveitarfélagsins á lögum um verðbréfaviðskipti. Með sáttinni er Árborg gert að borga 400.000 krónur fyrir brotið.

Þjóðaratkvæði um skuldamál

Nýgert samkomulag um skuldavanda Grikklands verður sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samkomulagið felur í sér skuldaafskrift og nýtt lán, en niðurskurðaraðgerðirnar sem því fylgja eru illa séðar meðal almennings. Papandreú forsætisráðherra segist fullviss um að þjóðin muni taka rétta ákvörðun um framtíð landsins. Ekki er vitað hvenær kosið verður en líklegt er talið að það verði í næstu viku. - þj

Um 600 hafa sótt um hjá WOW air

WOW air hefur borist tæplega 600 umsóknir um fjórar stjórnunarstöður og ótilgreindan fjöld af sumarströfum flugliða sem auglýst voru fyrir helgi.

Tólf grunaðir innherjar rannsakaðir

Embætti sérstaks saksóknara hefur nú til rannsóknar tólf mál þar sem grunur leikur á innherjasvikum. Málin tengjast með einum eða öðrum hætti starfsemi föllnu bankanna þriggja.

Getur eyðilagt sjávarútveginn

Þorvarður Gunnarsson, framkvæmdastjóri Deloitte á Íslandi, segir að breyting á stjórnkerfi fiskveiða, í takt við framlögð frumvörp þar um, geti haft gríðarlega mikil áhrif á sjávarútveginn til hins verra og í reynd "eyðilagt hann“.

Þrjár keðjur með 85% af matvörumarkaði

Þrjár verslanakeðjur ráða langstærstum hluta matvörumarkaðarins. Þær eru Hagar hf., Kaupás hf. og Samkaup hf. Samanlagt eru þessir þrír aðilar með um 85% markaðshlutdeild þegar miðað er við veltu þeirra á árinu 2010. Langstærsta keðjan, Hagar, er í 62% eigu Arion banka. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir bankahrun.

Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi í heimi

Samkvæmt ársfjórðungstölum Samsung jukust vörusendingar um 44% og talið er að sala á fjórða ársfjórðungi verði mikil. Þetta þýðir að Samsung er nú stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og skákar jafnvel tölvurisanum Apple.

Vandamál með rafhlöðu iPhone 4S

Þrátt fyrir að nýjasti snjallsími Apple sé afar vinsæll, bæði hjá gagnrýnendum og kaupendum, þá hafa margir lýst yfir vonbrigðum sínum með rafhlöðu símans.

Frestur til að bjóða í Húsasmiðjuna framlengdur

Tilboðsfrestur í Húsasmiðjuna var framlengdur fram að miðvikudegi klukkan tólf að hádegi. Upphaflega var frestur til þess að skila inn skuldbindandi tilboðum veittur fram að miðnætti í gær.

MP banki og i8 gallerí semja um listaverkalán

MP banki og i8 gallerí hafa gert samkomulag um ný vaxtalaus lán til kaupa á samtímalistaverkum. Markmið samstarfsins er að auka vitund og þekkingu á samtímalist og kynna sem fjárfestingarkost. Einungis er um að ræða frumsölu listaverka, að því er segir í tilkynningu.

Rússar vilja lána evruríkjum 10 milljarða dollara

Rússnesk stjórnvöld eru reiðubúinn til að lána evruríkjunum allt að 10 milljarða dollara eða um 1.140 milljarða króna til að berjast gegn skuldakreppunni. Lánið myndi fara í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Ekkert að því að leita til Kínverja

Fráfarandi bankastjóri Seðlabanka Evrópu, Jean-Claude Trichet, segir það vera eðlilegt að leita til Kínverja um hjálp þegar kemur að fjármögnun björgunarsjóðs Evrópusambandsins.

Skipað að hefja flugferðir á ný

Óháður dómstóll í Ástralíu kvað í gær upp þann úrskurð að ástralska flugfélagið Qantas verði að hefja flug að nýju. Stjórn flugfélagsins ákvað á laugardag að hætta öllu flugi vegna deilna við verkalýðsfélög, sem höfðu ekki viljað semja við félagið eftir að starfsemin var skorin niður í sparnaðarskyni. Úrskurðurinn felur í sér að deiluaðilum er skipað að hefja viðræður, sem í sjálfu sér er sigur fyrir flugfélagið.Alls urðu 70 þúsund manns í 22 löndum fyrir óþægindum vegna flugstöðvunarinnar.

Kínverjar ekki tilbúnir að samþykkja þátttöku

Kínverjar voru ekki tilbúnir til þess að taka þátt í fjármögnun á sérstökum björgunarsjóði Evrópusambandsins (ESB) að sinni, a.m.k. ekki fyrr en nákvæmari upplýsingar liggja fyrir um hvernig hann verður byggður og síðan notaður.

Seðlabankastjóri Evrópu hættir á morgun

Jean-Claude Trichet, fráfarandi seðlabankastjóri Seðlabanka Evrópu, segir að efnahagskreppan á evrusvæðinu sé ekki á enda. Í dag hvatti hann leiðtoga ríkja innan Evrópusambandsins til þess að hrinda strax í framkvæmd þær aðgerðir sem samþykktar voru síðastliðinn miðvikudag.

Mögulegt að semja við einkaaðila um nýja ferju

Til greina kæmi að einkaaðili myndi kaupa nýja ferju til að sigla á milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja og gera samning við ríkið um siglingarnar. Þetta segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri. Þá yrði hugsanlega hægt að fá nýja ferju fyrr en ef ríkið þyrfti að fjármagna hana.

Segja tilboðið í Iceland of hátt

Talið er að hluthafar í matvöurverslunarkeðjunni Morrison muni leggjast gegn tilboði fyrirtækisins í hlut gamla Landsbankans og Glitnis í Iceland matvörukeðjuna. Þrotabú bankanna eiga um 77% hlut í bankanum og er sá hlutur farinn í opið söluferli. Nokkur tilboð hafa borist, en breska blaðið Independent segir að Morrison hafi boðið 77 sent á hlut. Það muni þykja of hátt tilboð og því muni hluthafarnir leggjast gegn því. Malcolm Walker, stofnandi fyrirtækisins, sem á nú um 23% hlut í því, á forkaupsrétt og hefur því rétt til að jafna hvaða tilboð sem er.

Krugman segir mögulegt að læra af Íslandi

Þau vandræði sem Ísland komst í við efnahagshrunið gerði stjórnvöldum ókleyft að grípa til hefðbundinna meðala, segir Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði á bloggsíðu sinni. Öll önnur ríki ábyrgðust skuldir bankanna og létu almenning borga brúsann.

Minnst afskrifað í sjávarútvegi

Landsbankinn hafði afskrifað skuldir fyrirtækja um 390 milljarða króna í lok septembers síðastliðinn, sagði Steinþór Pálsson, forstjóri Landsbankans á aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna á fimmtudaginn. Hann sagði að bankinn hafi fært einna minnst niður af lánum hjá sjávarútvegi.

Kínverjar taka yfir Saab

Forsvarsmenn sænska bíla- og vélaframleiðandans Saab samþykktu í dag að selja fyrirtækið til tveggja kínverskra fyrirtækja fyrir 100 milljónir evra. Fyrirtækin heita Pang Da og Youngman.

Veltan hefur dregist saman um þriðjung

Viðskipti byggingavöruverslana skiptast gróflega í tvennt: sölu til einstaklinga og sölu á þungavöru til fyrirtækja. Á fyrri markaðnum starfa margir aðilar í samkeppni hver við annan. Á hinum, svokölluðum þungavörumarkaði, eru tvö fyrirtæki með yfir 90% markaðshlutdeild. Þau heita Húsasmiðjan og Byko. Fréttablaðið heldur áfram umfjöllun sinni um samkeppnismarkaði eftir bankahrun.

Sjávarútvegsfyrirtækin fengu ellefu milljarða afskrifaða

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki fengu afskrifaðar kröfur að andvirði samtals tæplega ellefu milljarðar króna í fyrra og hitteðfyrra frá íslenskum fjármálafyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Tryggvadóttur, þingmanns Hreyfingarinnar. Árið 2008 var tæplega 171 milljón afskrifuð.

Fimmtíu ný störf gætu skapast á Vestfjörðum

Ráðgert er að tilraunir við laxeldi í Arnarfirði hefjist næsta vor ásamt uppbyggingu á vinnsluhúsnæði og seiðaeldi. Arnarlax ehf. á Bíldudal mun standa fyrir þessum tilraunum en fyrirtækið hefur verið að kanna möguleikana á laxeldi og fullvinnslu afurða í landi síðustu þrjú ár.

Þjóðverjar 55 milljörðum evrum ríkari

Þýski ríkissjóðurinn er 55 milljörðum evrum ríkari en talið var. Þetta uppgötvaðist þegar að í ljós kom að villa var gerð í bókhaldi Hypo Real Estate bankans sem var þjóðnýttur árið 2009. Þjóðverjar búast nú við því að skuldir ríkissjóðs verði 81,1% af landsframleiðslu í ár, sem er um 2,6% minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Bókhaldsmistökin voru uppgötvuð fyrr í þessum mánuði en tilkynnt á föstudaginn.

Afkoma Nýherja undir áætlunum

Heildarhagnaður Nýherja var 18 milljónir króna fyrstu 9 mánuði ársins, samkvæmt árshlutauppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung. EBITDA var 77 milljónir króna á þriðja ársfjórðungi, en var 169 milljónir króna á sama tímabili árið á undan. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, segir að afkoman sé undir áætlunum.

Sveitastjórnir fá peninginn sinn til baka

Margir af helstu fréttamiðlum í heiminum gerðu í gær grein fyrir dómi Hæstaréttar Íslands, þar sem dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Icesaveinnlánin og heildsöluinnlán væru forgangskröfur í þrotabú Landsbankans.

Hreyfing á söluferli Icelandic

Icelandic Group hefur hafið einkaviðræður við kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods um sölu á starfsemi sinni í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Kína. Þetta fékkst staðfest frá Icelandic Group í gærkvöldi.

Fjármálakerfið er byggt á blekkingu

Simon Johnson, prófessor við MIT í Boston og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í erindi sínu að á ráðstefnu í Hörpu í gær að að fjármálakerfi heimsins var byggt á "blekkingu“.

Ísland slapp merkilega vel

Staða íslenska hagkerfisins nú þremur árum eftir hrun bankanna er betri en nokkur þorði að vona. Mörg önnur ríki hafa orðið verr úti en Ísland.

Vilja auðvelda Íslendingum gjafakaupin

Ný íslensk vefsíða, gjafatorg.is, býður til sölu ríflega fjörutíu gjafakort frá mörgum af þekktustu fyrirtækjum og vörumerkjum landsins. Forsvarsmenn vefsíðunnar segja tilgang hennar að auðvelda Íslendingum að gefa vinum og vandamönnum gjafir við sérstök tilefni og að þetta sé fyrsta fyrirtækið af slíkri tegund hér á landi.

Síminn annast öll fjarskipti Icelandair Group og dótturfélaga

Síminn og Icelandair Group hafa undirritað samning þess efnis að Síminn sjái um öll fjarskipti Icelandair Group, Icelandair og dótturfélaga. Samningurinn er gerður til þriggja ára. Í samningnum felst að Síminn veiti félögunum farsíma- og talsímaþjónustu en auk þess þjónustu í gagnatengingum.

Sjá næstu 50 fréttir