Gátu ekki sýnt fram á tilvist samningsins Stígur Helgason skrifar 2. nóvember 2011 11:00 Ekki laus allra mála Iceland Express ætlar með málið fyrir dómstóla. Endanleg niðurstaða þeirra liggur kannski ekki fyrir fyrr en eftir jól. Fréttablaðið/Anton Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær beiðni Iceland Express um lögbann við því að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri félagsins, nýtti sér upplýsingar sem hann hefði öðlast í starfi sínu við stofnun nýs flugfélags, WOW Air. Forsvarsmenn Iceland Express fullyrtu að Matthías hefði undirritað ráðningarsamning sem hefði kveðið á um að yrði honum slitið af öðrum samningsaðila væri Matthíasi óheimilt á næstu tveimur árum eftir lok uppsagnarfrests að ráða sig til starfa hjá, sitja í stjórn eða eiga hlut í fyrirtæki sem keppti á sama markaði og Express. Matthías á innan við tíu prósent í félaginu, að því er lögmaður hans sagði hjá sýslumanni. Lögmaður Matthíasar sagði við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni að slíkur samningur hefði aldrei verið í gildi og Matthías ræki raunar ekki minni til þess að hafa nokkurn tíma skrifað undir ráðningarsamning. Samningurinn var lagður fram sem gagn í málinu, óundirritaður, en sýslumaður taldi að þannig hefði hann ekkert sönnunargildi, að því er fram kemur í úrskurðinum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Iceland Express, kvaðst hins vegar í samtali við Fréttablaðið í gær vera í sjöunda himni, enda samningurinn kominn í leitirnar. „Ég er búinn að eyða klukkutíma í að kemba allt sem ég gat kembt hjá Iceland Express og heldurðu að ég hafi ekki fundið samninginn, undirritaðan af Matthíasi Imsland.“ Sigurður segir samninginn verða lagðan fram þegar málið komi til kasta dómstóla, enda hafi Express ákveðið að kæra niðurstöðuna til héraðsdóms. Sigurður var spurður um það hjá sýslumanni hvaða leyndarmál það væru sem Matthías byggi yfir og hann sagði það vera vitneskju um samninga við ferðaheildsala og allan „kostnaðarstrúktúr“ Express. Lögmaður Matthíasar benti á móti á að auðvelt væri að nálgast upplýsingar um hvaða ferðaheildsalar skipta við hvaða flugfélög. Þær lægju öllum opnar á vef Ferðamálaráðs. Þá komu til tals ásakanir Express-manna þess efnis að Matthías hefði reynt að lokka starfsmenn Express til WOW Air. Sigurður tilgreindi starfsheiti þeirra sem þetta ætti við um, en kvaðst þó ekki geta sýnt fram á það gegn mótmælum lögmanns Matthíasar. Express-menn fóru fram á að sýslumaður svipti Matthías síma og tölvu í eigu félagsins sem hann hefur enn til umráða. Lagt var fram yfirlit yfir símnotkun hans frá því að honum var sagt upp. „Engin rök eru sett fram hvers vegna gerðarþoli megi ekki tala við umrædda aðila í síma,“ segir hins vegar í úrskurði sýslumanns. Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær beiðni Iceland Express um lögbann við því að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri félagsins, nýtti sér upplýsingar sem hann hefði öðlast í starfi sínu við stofnun nýs flugfélags, WOW Air. Forsvarsmenn Iceland Express fullyrtu að Matthías hefði undirritað ráðningarsamning sem hefði kveðið á um að yrði honum slitið af öðrum samningsaðila væri Matthíasi óheimilt á næstu tveimur árum eftir lok uppsagnarfrests að ráða sig til starfa hjá, sitja í stjórn eða eiga hlut í fyrirtæki sem keppti á sama markaði og Express. Matthías á innan við tíu prósent í félaginu, að því er lögmaður hans sagði hjá sýslumanni. Lögmaður Matthíasar sagði við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni að slíkur samningur hefði aldrei verið í gildi og Matthías ræki raunar ekki minni til þess að hafa nokkurn tíma skrifað undir ráðningarsamning. Samningurinn var lagður fram sem gagn í málinu, óundirritaður, en sýslumaður taldi að þannig hefði hann ekkert sönnunargildi, að því er fram kemur í úrskurðinum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Iceland Express, kvaðst hins vegar í samtali við Fréttablaðið í gær vera í sjöunda himni, enda samningurinn kominn í leitirnar. „Ég er búinn að eyða klukkutíma í að kemba allt sem ég gat kembt hjá Iceland Express og heldurðu að ég hafi ekki fundið samninginn, undirritaðan af Matthíasi Imsland.“ Sigurður segir samninginn verða lagðan fram þegar málið komi til kasta dómstóla, enda hafi Express ákveðið að kæra niðurstöðuna til héraðsdóms. Sigurður var spurður um það hjá sýslumanni hvaða leyndarmál það væru sem Matthías byggi yfir og hann sagði það vera vitneskju um samninga við ferðaheildsala og allan „kostnaðarstrúktúr“ Express. Lögmaður Matthíasar benti á móti á að auðvelt væri að nálgast upplýsingar um hvaða ferðaheildsalar skipta við hvaða flugfélög. Þær lægju öllum opnar á vef Ferðamálaráðs. Þá komu til tals ásakanir Express-manna þess efnis að Matthías hefði reynt að lokka starfsmenn Express til WOW Air. Sigurður tilgreindi starfsheiti þeirra sem þetta ætti við um, en kvaðst þó ekki geta sýnt fram á það gegn mótmælum lögmanns Matthíasar. Express-menn fóru fram á að sýslumaður svipti Matthías síma og tölvu í eigu félagsins sem hann hefur enn til umráða. Lagt var fram yfirlit yfir símnotkun hans frá því að honum var sagt upp. „Engin rök eru sett fram hvers vegna gerðarþoli megi ekki tala við umrædda aðila í síma,“ segir hins vegar í úrskurði sýslumanns.
Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira