Gátu ekki sýnt fram á tilvist samningsins Stígur Helgason skrifar 2. nóvember 2011 11:00 Ekki laus allra mála Iceland Express ætlar með málið fyrir dómstóla. Endanleg niðurstaða þeirra liggur kannski ekki fyrir fyrr en eftir jól. Fréttablaðið/Anton Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær beiðni Iceland Express um lögbann við því að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri félagsins, nýtti sér upplýsingar sem hann hefði öðlast í starfi sínu við stofnun nýs flugfélags, WOW Air. Forsvarsmenn Iceland Express fullyrtu að Matthías hefði undirritað ráðningarsamning sem hefði kveðið á um að yrði honum slitið af öðrum samningsaðila væri Matthíasi óheimilt á næstu tveimur árum eftir lok uppsagnarfrests að ráða sig til starfa hjá, sitja í stjórn eða eiga hlut í fyrirtæki sem keppti á sama markaði og Express. Matthías á innan við tíu prósent í félaginu, að því er lögmaður hans sagði hjá sýslumanni. Lögmaður Matthíasar sagði við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni að slíkur samningur hefði aldrei verið í gildi og Matthías ræki raunar ekki minni til þess að hafa nokkurn tíma skrifað undir ráðningarsamning. Samningurinn var lagður fram sem gagn í málinu, óundirritaður, en sýslumaður taldi að þannig hefði hann ekkert sönnunargildi, að því er fram kemur í úrskurðinum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Iceland Express, kvaðst hins vegar í samtali við Fréttablaðið í gær vera í sjöunda himni, enda samningurinn kominn í leitirnar. „Ég er búinn að eyða klukkutíma í að kemba allt sem ég gat kembt hjá Iceland Express og heldurðu að ég hafi ekki fundið samninginn, undirritaðan af Matthíasi Imsland.“ Sigurður segir samninginn verða lagðan fram þegar málið komi til kasta dómstóla, enda hafi Express ákveðið að kæra niðurstöðuna til héraðsdóms. Sigurður var spurður um það hjá sýslumanni hvaða leyndarmál það væru sem Matthías byggi yfir og hann sagði það vera vitneskju um samninga við ferðaheildsala og allan „kostnaðarstrúktúr“ Express. Lögmaður Matthíasar benti á móti á að auðvelt væri að nálgast upplýsingar um hvaða ferðaheildsalar skipta við hvaða flugfélög. Þær lægju öllum opnar á vef Ferðamálaráðs. Þá komu til tals ásakanir Express-manna þess efnis að Matthías hefði reynt að lokka starfsmenn Express til WOW Air. Sigurður tilgreindi starfsheiti þeirra sem þetta ætti við um, en kvaðst þó ekki geta sýnt fram á það gegn mótmælum lögmanns Matthíasar. Express-menn fóru fram á að sýslumaður svipti Matthías síma og tölvu í eigu félagsins sem hann hefur enn til umráða. Lagt var fram yfirlit yfir símnotkun hans frá því að honum var sagt upp. „Engin rök eru sett fram hvers vegna gerðarþoli megi ekki tala við umrædda aðila í síma,“ segir hins vegar í úrskurði sýslumanns. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær beiðni Iceland Express um lögbann við því að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri félagsins, nýtti sér upplýsingar sem hann hefði öðlast í starfi sínu við stofnun nýs flugfélags, WOW Air. Forsvarsmenn Iceland Express fullyrtu að Matthías hefði undirritað ráðningarsamning sem hefði kveðið á um að yrði honum slitið af öðrum samningsaðila væri Matthíasi óheimilt á næstu tveimur árum eftir lok uppsagnarfrests að ráða sig til starfa hjá, sitja í stjórn eða eiga hlut í fyrirtæki sem keppti á sama markaði og Express. Matthías á innan við tíu prósent í félaginu, að því er lögmaður hans sagði hjá sýslumanni. Lögmaður Matthíasar sagði við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni að slíkur samningur hefði aldrei verið í gildi og Matthías ræki raunar ekki minni til þess að hafa nokkurn tíma skrifað undir ráðningarsamning. Samningurinn var lagður fram sem gagn í málinu, óundirritaður, en sýslumaður taldi að þannig hefði hann ekkert sönnunargildi, að því er fram kemur í úrskurðinum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Iceland Express, kvaðst hins vegar í samtali við Fréttablaðið í gær vera í sjöunda himni, enda samningurinn kominn í leitirnar. „Ég er búinn að eyða klukkutíma í að kemba allt sem ég gat kembt hjá Iceland Express og heldurðu að ég hafi ekki fundið samninginn, undirritaðan af Matthíasi Imsland.“ Sigurður segir samninginn verða lagðan fram þegar málið komi til kasta dómstóla, enda hafi Express ákveðið að kæra niðurstöðuna til héraðsdóms. Sigurður var spurður um það hjá sýslumanni hvaða leyndarmál það væru sem Matthías byggi yfir og hann sagði það vera vitneskju um samninga við ferðaheildsala og allan „kostnaðarstrúktúr“ Express. Lögmaður Matthíasar benti á móti á að auðvelt væri að nálgast upplýsingar um hvaða ferðaheildsalar skipta við hvaða flugfélög. Þær lægju öllum opnar á vef Ferðamálaráðs. Þá komu til tals ásakanir Express-manna þess efnis að Matthías hefði reynt að lokka starfsmenn Express til WOW Air. Sigurður tilgreindi starfsheiti þeirra sem þetta ætti við um, en kvaðst þó ekki geta sýnt fram á það gegn mótmælum lögmanns Matthíasar. Express-menn fóru fram á að sýslumaður svipti Matthías síma og tölvu í eigu félagsins sem hann hefur enn til umráða. Lagt var fram yfirlit yfir símnotkun hans frá því að honum var sagt upp. „Engin rök eru sett fram hvers vegna gerðarþoli megi ekki tala við umrædda aðila í síma,“ segir hins vegar í úrskurði sýslumanns.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira