Fjórir milljarðar afskrifaðir hjá Brimborg Þorbjörn Þórðarson skrifar 2. nóvember 2011 18:30 Bílaumboðið Brimborg fékk tæpa fjóra milljarða króna afskrifaða á síðasta ári án þess að gengið væri á hlutafé. Þar af var ríkisbankinn Landsbankinn með sjö hundruð milljónir. Samningar við birgja voru við núverandi hluthafa og því hefðu bankarnir séð fram á að missa umboð tækju þeir fyrirtækið yfir. Upplýsingar um skuldaniðurfellinguna koma fram í ársreikningi Brimborgar fyrir árið 2010, en fjárhæðin nemur 3,9 milljörðum króna. Skuldirnar sem afskrifaðar voru hjá nema 58 prósentum af heildarskuldum fyrirtækisins, en forstjóri Brimborgar segir að þetta hlutfall sé lægra en hlutfall skuldaniðurfellingar hjá þeim fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Við erum að semja við sjö kröfuhafa sem telja þetta bestu leiðina. Samhliða þessu er 200 milljóna króna eigið fé frá eigendum, sem eru í raun með alla samninga við erlenda birgja sem eru tólf talsins," segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Hann segir að í samningum við kröfuhafa fyrirtækisins, sem eru ýmist bankar og eignaleigufyrirtæki, sé gert ráð fyrir að ef vel gangi í rekstri Brimborgar muni þetta hlutfall lækka. „Og ég yrði ekkert hissa ef við myndum enda í kringum fimmtíu prósent," segir Egill. Egill vísar einnig í skýrslu eftirlitsnefndar um endurskipulagningu fyrirtækja, en þar hafi komið fram að meðalafskrift niðurfellinga hafi numið 73 prósentum, eða 15 prósentum hærra en hjá Brimborg. En þegar fjórir milljarðar króna eru afskrifaðir án þess að kröfuhafar gangi á hlutafé, þýðir það ekki á mannamáli að það sé verið að gefa peninga? „Nei." Hvernig rökstyðurðu það, ef það kemur engin eign á móti til kröfuhafa. Það er bara afskrifað? „Það kemur eigið fé (frá eigendum Brimborgar innsk.blm) upp á 200 milljónir. Það er líka búið að staðfesta að lánin eru ekki eins mikils virði og þau voru í upphafi. Það er búið að afskrifa þau. Fyrir kröfuhafana er þetta einmitt besta leiðin í þessu tilviki því meiri líkur en minni eru á að það sem eftir situr verði borgað." Samningar Brimborgar við birgja, eins og Volvo, Ford og fleiri, voru þess eðlis að það var bönkunum óhagstætt að taka fyrirtækið yfir. „Samningarnir byggja á þáverandi hluthöfum og lykilstjórnendum," segir Egill. Þannig að bankarnir hefðu þá setið uppi með vörubirgðir en enga samninga við birgja hefðu þeir tekið fyrirtækið yfir? „Já, til dæmis." Á mannamáli þýðir þetta að eigendur Brimborgar hefðu getað gengið út og stofnað nýtt fyrirtæki, með sömu birgjum, hefðu kröfuhafar tekið Brimborg yfir. Um svipað fyrirkomulag er að ræða og er við lýði hjá öðrum bílaumboðum, eins og Heklu og Toyota. Egill segist nýlega hafa endurnýjað samninga við tvo birgja og þar sé enn skýrar tekið fram að samningarnir séu við núverandi hluthafa Brimborgar og lykilstjórnendur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira
Bílaumboðið Brimborg fékk tæpa fjóra milljarða króna afskrifaða á síðasta ári án þess að gengið væri á hlutafé. Þar af var ríkisbankinn Landsbankinn með sjö hundruð milljónir. Samningar við birgja voru við núverandi hluthafa og því hefðu bankarnir séð fram á að missa umboð tækju þeir fyrirtækið yfir. Upplýsingar um skuldaniðurfellinguna koma fram í ársreikningi Brimborgar fyrir árið 2010, en fjárhæðin nemur 3,9 milljörðum króna. Skuldirnar sem afskrifaðar voru hjá nema 58 prósentum af heildarskuldum fyrirtækisins, en forstjóri Brimborgar segir að þetta hlutfall sé lægra en hlutfall skuldaniðurfellingar hjá þeim fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. „Við erum að semja við sjö kröfuhafa sem telja þetta bestu leiðina. Samhliða þessu er 200 milljóna króna eigið fé frá eigendum, sem eru í raun með alla samninga við erlenda birgja sem eru tólf talsins," segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Hann segir að í samningum við kröfuhafa fyrirtækisins, sem eru ýmist bankar og eignaleigufyrirtæki, sé gert ráð fyrir að ef vel gangi í rekstri Brimborgar muni þetta hlutfall lækka. „Og ég yrði ekkert hissa ef við myndum enda í kringum fimmtíu prósent," segir Egill. Egill vísar einnig í skýrslu eftirlitsnefndar um endurskipulagningu fyrirtækja, en þar hafi komið fram að meðalafskrift niðurfellinga hafi numið 73 prósentum, eða 15 prósentum hærra en hjá Brimborg. En þegar fjórir milljarðar króna eru afskrifaðir án þess að kröfuhafar gangi á hlutafé, þýðir það ekki á mannamáli að það sé verið að gefa peninga? „Nei." Hvernig rökstyðurðu það, ef það kemur engin eign á móti til kröfuhafa. Það er bara afskrifað? „Það kemur eigið fé (frá eigendum Brimborgar innsk.blm) upp á 200 milljónir. Það er líka búið að staðfesta að lánin eru ekki eins mikils virði og þau voru í upphafi. Það er búið að afskrifa þau. Fyrir kröfuhafana er þetta einmitt besta leiðin í þessu tilviki því meiri líkur en minni eru á að það sem eftir situr verði borgað." Samningar Brimborgar við birgja, eins og Volvo, Ford og fleiri, voru þess eðlis að það var bönkunum óhagstætt að taka fyrirtækið yfir. „Samningarnir byggja á þáverandi hluthöfum og lykilstjórnendum," segir Egill. Þannig að bankarnir hefðu þá setið uppi með vörubirgðir en enga samninga við birgja hefðu þeir tekið fyrirtækið yfir? „Já, til dæmis." Á mannamáli þýðir þetta að eigendur Brimborgar hefðu getað gengið út og stofnað nýtt fyrirtæki, með sömu birgjum, hefðu kröfuhafar tekið Brimborg yfir. Um svipað fyrirkomulag er að ræða og er við lýði hjá öðrum bílaumboðum, eins og Heklu og Toyota. Egill segist nýlega hafa endurnýjað samninga við tvo birgja og þar sé enn skýrar tekið fram að samningarnir séu við núverandi hluthafa Brimborgar og lykilstjórnendur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Samstarf Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Viðskipti innlent Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Neytendur Þriðja barnið er æðislegur íshellir Atvinnulíf Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Viðskipti innlent Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Samstarf Fleiri fréttir Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Sjá meira