Viðskipti innlent

Greinargerðum skilað í janúar í Landsdómsmáli

Magnús Halldórsson skrifar
Geir H. Haarde hefur sagt að Landsdómsmálið sé fyrst og fremst pólitískt. Hann segist viss um að verða sýknaður af þeim ásökunum sem fram koma í ákæru Alþingis.
Geir H. Haarde hefur sagt að Landsdómsmálið sé fyrst og fremst pólitískt. Hann segist viss um að verða sýknaður af þeim ásökunum sem fram koma í ákæru Alþingis.
Geir H. Haarde hefur frest til 9. janúar á næsta ári til þess að skila greinargerð til Landsdóms, vegna ákæru Alþingis á hendur honum.

Efnismeðferð í málinu hefst 5. mars. Saksóknari Alþingis, Sigríður Friðjónsdóttir, hefur frest til 23. janúar til þess að skila greinargerð fyrir hönd ákæruvaldsins, samkvæmt upplýsingum frá embætti Saksóknara Alþingis. Fyrrnefndar dagsetningar voru ákveðnar á fundi málsaðila á fimmtudaginn í síðustu viku.

Tveimur ákæruliðum í Landsdómsmálinu hefur þegar verið vísað frá, en fjórir ákæruliðir bíða efnismeðferðar. Hún hefst 5. mars eins og fyrr segir.

Geir hefur staðfastlega neitað sök í málinu og sagt það eiga sér pólitískar rætur.

Úrskurð Landsdóms vegna frávísunarkröfu Geirs þar sem meðal annars er fjallað um hvers vegna tveimur ákæruliðum var vísað frá, má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×