Viðskipti innlent

Eiríkur Guðnason látinn

Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, er látinn.
Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri, er látinn.
Eiríkur Guðnason, fyrrverandi seðlabankastjóri er látinn, 66 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein en hann lést á Landspítalanum í gær. Morgunblaðið greindi frá andláti hans í morgun.

Eftirlifandi eiginkona Eiríks er Þorgerður Lára Guðfinnsdóttir frá Stokkseyri, f. 1946, dóttir hjónanna Guðfinns Guðna Ottóssonar, f. 1920, d. 2002, og Guðrúnar Ingibjargar Kristmannsdóttur, f. 1926.

Börn Eiríks og Þorgerðar eru: Guðfinnur, f. 1964, Guðni Magnús, f. 1970, Hanna Rún, f. 1971, og Oddný Lára, f. 1979.

Eiríkur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni 1965 og prófi í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 1970. Hann hóf störf við hagfræðideild Seðlabankans 1969, varð forstöðumaður peningamáladeildar 1977 og aðalhagfræðingur bankans 1984. Árið 1987 varð Eiríkur aðstoðarseðlabankastjóri en 1994 tók hann við starfi seðlabankastjóra sem hann gegndi til ársins 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×