Viðskipti innlent

Veruleg auking á hlutabréfaviðskiptum í Kauphöllinni

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 9,7 milljörðum kr. eða 462 milljónum kr. á dag í október. Þessu til samanburðar nam veltan með hlutabréf í september 1.532 milljónum eða 70 milljónum á dag.

Þetta kemur fram í mánaðaryfirliti Kauphallarinnar fyrir október. Þar segir að mest voru viðskipti með bréf Granda eða tæplega 7,6 milljarðar kr., bréf Marels eða tæplega 1,5 milljarðar kr. og bréf Össurar 85 milljónir kr.

Úrvalsvísitalan (OMXI6) hækkaði um 2% milli mánaða og stendur nú í 912 stigum.

Arion Banki var með mestu hlutdeildina á hlutabréfamarkaði eða 80,2%,  Landsbankinn með 12,8% og MP Banki með 3,4%.

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 220 milljörðum kr. í október sem samsvarar til 10,4 milljarða kr. veltu á dag (sama velta á dag í september). Mest voru viðskipti með ríkisbréf, 155 milljarðar kr. , en viðskipti með íbúðabréf námu 61 milljarði kr.

MP banki var umsvifamestur á skuldabréfamarkaði með 31,3% hlutdeild, Landsbankinn 21,4% og Íslandsbanki 21,3%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×