Fleiri fréttir Viðskiptavinur VBS vill að eigendur verði dregnir til ábyrgðar Viðskiptavinur í eignastýringu hjá VBS sem tapaði stórum hluta sparifjár síns segist ekki hafa verið látinn vita að peningar hans væru notaðir til að kaupa skuldabréf sem gefin voru út á fasteignir sem aldrei risu. Hann er afar ósáttur og vill að stjórnendur bankans verði dregnir til ábyrgðar. 12.12.2010 19:00 Bjóða 10 milljarða í leikfangarisann Hamleys Fjárfestingarsjóður frá Mið-austurlöndum hefur gert tilboð í breska leikfangarisann Hamleys upp á tæpa tíu milljarða króna. Hamleys er í meirihlutaeigu skilanefndar Landsbankans og er vonast til að hægt verði að ganga frá kaupunum í upphafi næsta árs. 12.12.2010 18:45 Bjóða 270 milljarða fyrir Iceland Fjárfestar eiga í samningaviðræðum við skilanefnd Landsbankans um að kaupa Iceland verslunarkeðjuna í Bretlandi samkvæmt frétt sem birtist í the Mail On Sunday í dag. 12.12.2010 15:41 Hraðbraut: Segist skulda ríkinu 120 milljónir en ekki 192 Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. 12.12.2010 12:13 Þurfum ekki að borga vegna tryggingasjóðs - annað með mismununina Þýski lögfræðingurinn í Evrópurétti, Tobias Fuchs frá Berlín, segir Hollendinga og Breta hafa óraunhæfar hugmyndir um innistæðutryggingasjóð varðandi Icesave og að Ísland myndi líklega vinna slíkt dómsmál ef svo bæri undir. Þetta kom fram í viðtali við hann í Silfri Egils. 12.12.2010 14:40 Seðlabankastjóri: Þjóðfélagið þarf að venjast nýjum veruleika „Hér ríkir innlend skuldakreppa,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í viðtali við Sigurjón M. Egilsson, í þættinum Sprengisandi, sem var á Bylgjunni í morgun. 12.12.2010 11:20 Velta kreditkorta jókst um 10,3% milli ára í nóvember Heildarvelta kreditkorta í nóvember s.l. var 25,5 milljarðar kr. og er þetta 10,3% aukning miðað við nóvember 2009 en 2,4% aukning miðað við október s.l. 12.12.2010 09:00 Saudi Arabar vilja halda olíuverðinu undir 80 dollurum Saudi Arabar vilja halda heimsmarkaðsverði á olíu undir 80 dollurum á tunnuna. Þetta kom fram á fundi OPEC ríkjanna um helgina. Ali al-Naimi olíumálaráðherra Saudi Arabíu segir að ..."70 til 80 dollarar eru gott verð." 12.12.2010 08:30 Slitastjórn VBS útilokar ekki skaðabótamál á hendur stjórnendum Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. 11.12.2010 19:00 Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008. 11.12.2010 13:05 Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11.12.2010 11:59 Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11.12.2010 08:45 Útlán ÍLS námu 2 milljörðum í nóvember Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu um 2 milljörðum króna í nóvember, en þar af voru tæpir 1,9 milljarðar króna vegna almennra lána. 11.12.2010 07:05 Hefur einlægan og brennandi áhuga á skuldamálum þjóðríkja Lee C. Buchheit, formaður Icesave-nefndar Íslands, hefur eytt 14 klukkutímum heima hjá sér síðasta mánuðinn. Hann segir betri samning í Icesave-deilunni ekki fást nema til þess kæmi að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi niðurgreiddu kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri ekki líkleg á niðurskurðartímum. Því myndi dómstólaleið blasa við, með hættunni á að málið myndi tapast þar. 11.12.2010 04:00 Útvarpsstjarna reyndist tugmilljarða virði Þegar það fréttist í morgun að útvarpsstjarnan Howard Stern hefði skrifað undir nýjan samning við útvarpsstöðina Sirius XM jókst markaðsverðmæti stöðvarinnar um 300 milljónir dollara eða tæplega 35 milljarða kr. 10.12.2010 15:37 Áætla 188 milljóna afgang hjá Vestmanneyjabæ Helstu niðurstöðutölur í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2011 eru þær að gert er ráð fyrir að sveitarsjóður skili hagnaði að upphæð 188 milljóna kr. í stað 132 milljóna í áætlun 2010. 10.12.2010 14:02 Fréttaskýring: Vísbendingar um að kreppu sé lokið Fleiri samningar og hærra verð á fasteignamarkaði, Kreditkortavelta heimila eykst um 7,3% milli ára, Nýskráningar bíla aukast um 25% milli ára, Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar um fjórðung. 10.12.2010 13:32 Velta í dagvöruverslun eykst um 3,3% milli ára Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3% á föstu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í nóvember um 3,7% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 0,2% á síðastliðnum 12 mánuðum. 10.12.2010 13:09 Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar um fjórðung Nýjar tölur frá Ferðamálastofu eru til marks um að stöðugt fleiri Íslendingar láta undan útþrá sinni og halda erlendis. Þannig héldu mun fleiri Íslendingar utan nú í nóvember en á sama tíma í fyrra, eða um 24,6 þúsund í nýliðnum mánuði á móti 19,5 þúsund í nóvember fyrra. Þetta jafngildir aukningu upp á ríflega fjórðung. 10.12.2010 12:07 Nýtt Icesave: Vextir lækka og höft afnumin fyrr Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. 10.12.2010 12:02 Fleiri samningar og hærra verð á fasteignamarkaði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 3. desember til og með 9. desember var 81. Þetta er nokkuð meiri fjöldi samninga en nemur meðaltali síðustu 12 vikna sem er 70 samningar á viku. 10.12.2010 11:56 Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár Ætli Íslendingar að halda í krónuna verða þeir að reikna með lítilli einkaneyslu í skugga hafta um árabil. Seðlabankinn brást of seint við. Núverandi vaxtastigi hefði átt að vera náð fyrir ári, segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur. 10.12.2010 11:00 Skattar hækka verðtryggð lán heimila um 15,6 milljarða Verðtryggð lán íslenskra heimila hafa hækkað um 15,6 milljarða kr. frá því í febrúar á síðasta ári vegna skattahækkana og annarra aukinna álagna af hálfu ríkisins sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. 10.12.2010 09:39 Nýskráningar bíla aukast um 25% mili ára Nýskráningar bíla í janúar-nóvember voru 3.376 sem er 25,2% aukning frá janúar- nóvember í fyrra. 10.12.2010 09:22 Kreditkortavelta heimila eykst um 7,3% milli ára Kreditkortavelta heimila jókst um 7,3% í janúar-október í ár miðað við janúar- október í fyrra. 10.12.2010 09:20 Eignir lífeyrissjóða halda áfram að aukast Hrein eign lífeyrissjóða í lok október sl. var 1.852,3 milljarðar kr. og hækkaði hún um 16,2 miljarða kr. í mánuðinum eða um 0,9%. 10.12.2010 08:58 Farþegum Icelandair fjölgaði um 21% í nóvember Farþegum með Icelandair fjölgaði um 21% í nóvember samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í flutningstölum um nóvember sem félagið hefur sent frá sér. 10.12.2010 08:35 Fjármálaráðherra Breta fagnar nýjum Icesavesamningi George Osborne fjármálaráðherra Breta fagnar því að nýr Icesave samningur liggi nú á borðinu. Breska fjármálráðuneytið sendi frá sér tilkynningu seint í gær þar sem segir að ásættanleg lok á málinu fyrir báða aðila muni marka nýjan kafla í samskiptum Breta og Íslendinga. 10.12.2010 08:19 Steingrímur: Risavaxið skref til endurreisnar Steingrímur J. Sigúfsson fjármálaráðherra segir að nýi Icesave samningurinn sé risvaxið skref í átt til endurreisnar Íslands. Steingrímur er mjög ánægður með hinn nýja samning. 10.12.2010 08:05 Erlendar kröfur hafa lækkað um 5.800 milljarða Alls hafa kröfur erlendra lánastofnana á íslenska banka og önnur fyrirtæki lækkað um 5.800 milljarða króna frá því fyrir bankahrun. Því er ljóst að þær tapa langmest allra á íslenska bankahruninu í krónum talið. 10.12.2010 07:52 Aftur á byrjunarreit nú með Kú Ljúflingur og Öðlingur heita tveir nýir ostar sem koma eiga í verslanir núna um helgina. Ljúflingur er hvítmygluostur í ætt við Camembert og Öðlingur er blá- og hvítmygluostur. 10.12.2010 03:15 Norska skýrslan: Villandi ársreikningar og falskur hagnaður Landsbankans Ársreikningur Landsbankans fyrir árið 2007 var rangur og villandi á margvíslegan hátt, hagnaður var falsaður og eigið fé var gróflega ofmetið, að því er fram kemur í skýrslu norska fyrirtækisins LYNX Advokatfirma, en fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum. 9.12.2010 21:00 Sigurjón sagðist vera undir þrýstingi frá eigendum Sigurjón Þ. Árnason var undir þrýstingi frá eigendum Landsbankans og kom það niður á starfsháttum og vinnubrögðum í starfi forstjóra, að því er fram kemur í skýrslu norska fyrirtækisins Lynx Advokatfirma, en fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum. 9.12.2010 21:33 Íslendingar komu að gerð norsku skýrslunnar Skýrsla fyrirtækisins LYNX Advokatfirma um starfsemi Landsbankans er mikill áfellisdómur yfir stjórnendum Landsbankans og endurskoðendum hans, PricewaterhouseCoopers. Fram kemur í skýrslunni að Íslendingar hafi komið að gerð hennar, en hún var unnin fyrir embætti sérstaks saksóknara. 9.12.2010 21:00 Viðsnúningur í rekstri ríkissjóðs milli ára Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 54,7 milljarðar kr. á fyrstu 10 mánuðum ársins en var neikvætt um 107,6 milljarða kr. á sama tímabili 2009. 9.12.2010 15:33 Krónan er ávísun á gjaldeyrishöft í áratug Ætli Íslendingar að halda í krónuna er ólíklegt að gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga þeirra verður að endurbyggja íslenska myntsvæðið með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu, að sögn Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningar Arion Banka. 9.12.2010 15:15 Rekstrarniðurstaða Reykjavíkur jákvæð um 16,5 milljarða Samkvæmt ársreikningi er niðurstaða A og B hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, fyrir fjármagnsliði ,jákvæð um tæpa 4,7 milljarða króna og rekstrarniðurstaða er jákvæð um 16,5 milljarða króna. 9.12.2010 14:11 Formaður löggiltra endurskoðenda stjórnarmaður PwC „Ég á erfitt með að tjá mig um málið,“ segir Þórir H. Ólafsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, en það vill svo til að hann er einnig stjórnarmaður í PricewaterhouseCoopers (PwC) sem hefur legið undir harðri gagnrýni í tveimur erlendum skýrslum sem voru unnar fyrir embætti sérstaks saksóknara. 9.12.2010 14:04 Danskur hraðbanki spýtti úr sér 1.000 króna seðlum Það varð uppi fótur og fit fyrir utan útibú Danske Bank í bænum Birkeröd í Danmörku í vikunni þegar hraðbanki fyrir utan útibúið fór skyndilega að spýta úr sér 1.000 kr. seðlum í gríð og erg. 9.12.2010 13:32 Fitch lækkar lánshæfi Írlands um þrjú stig Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands um þrjú stig. Einkunnin var A+ en hefur verið lækkuð í BBB+. Horfur eru sagðar stöðugar. 9.12.2010 12:59 Landsbankinn var tæknilega fallinn 2007 - aftur brást PwC Ef ársreikningur Landsbankans hefði verið réttur árið 2007 þá hefði komið í ljós að eigið fé bankans var undir leyfilegu lágmarki og var því tæknilega fallinn ári áður en hann fór í þrot. Þetta kemur meðal annars fram í norskri skýrslu sem var unnin fyrir embætti sérstaks saksóknara og Viðskiptablaðið greinir frá í dag. 9.12.2010 11:59 Fjármagnskostnaður ríkisins snarminnkar Fjármagnskostnaður af hverjum milljarði sem ríkissjóður seldi í ríkisbréfaútboði gær var einungis þriðjungur af því sem ríkið þurfti að reiða af hendi fyrir fjármögnun af svipuðu tagi í upphafi árs. 9.12.2010 11:56 PwC segja endurskoðunarvinnu í samræmi við starfsskyldur „PricewaterhouseCoopers (PwC) gerir alvarlega athugasemd við þau vinnubrögð að rannsóknarskýrslum opinbers aðila um Glitni banka og Landsbankann, er m.a. varða starfsheiður PwC, sé komið í hendur fjölmiðla til umfjöllunar án þess að PwC hafi verið kynnt efni skýrslnanna.“ 9.12.2010 11:42 Raungengi krónunnar hækkar hægt og sígandi Raungengi íslensku krónunnar heldur áfram að hækka hægt og sígandi. Í nóvember hækkaði það um 0,4% í nóvember síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Þessi þróun er í samræmi þróunina á nafngengi krónunnar á sama tímabili, sem og verðlags. 9.12.2010 11:27 Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9.12.2010 11:17 Sjá næstu 50 fréttir
Viðskiptavinur VBS vill að eigendur verði dregnir til ábyrgðar Viðskiptavinur í eignastýringu hjá VBS sem tapaði stórum hluta sparifjár síns segist ekki hafa verið látinn vita að peningar hans væru notaðir til að kaupa skuldabréf sem gefin voru út á fasteignir sem aldrei risu. Hann er afar ósáttur og vill að stjórnendur bankans verði dregnir til ábyrgðar. 12.12.2010 19:00
Bjóða 10 milljarða í leikfangarisann Hamleys Fjárfestingarsjóður frá Mið-austurlöndum hefur gert tilboð í breska leikfangarisann Hamleys upp á tæpa tíu milljarða króna. Hamleys er í meirihlutaeigu skilanefndar Landsbankans og er vonast til að hægt verði að ganga frá kaupunum í upphafi næsta árs. 12.12.2010 18:45
Bjóða 270 milljarða fyrir Iceland Fjárfestar eiga í samningaviðræðum við skilanefnd Landsbankans um að kaupa Iceland verslunarkeðjuna í Bretlandi samkvæmt frétt sem birtist í the Mail On Sunday í dag. 12.12.2010 15:41
Hraðbraut: Segist skulda ríkinu 120 milljónir en ekki 192 Ólafur Johnson, skólastjóri Hraðbrautar, hefur dregið þá upphæð sem Ríkisendurskoðun segir að skólin hefi fengið ofgreitt, í efa. Ríkisendurskoðun segir upphæðina 192 milljónir en Ólafur segir að hún sé nær 120 milljónum. 12.12.2010 12:13
Þurfum ekki að borga vegna tryggingasjóðs - annað með mismununina Þýski lögfræðingurinn í Evrópurétti, Tobias Fuchs frá Berlín, segir Hollendinga og Breta hafa óraunhæfar hugmyndir um innistæðutryggingasjóð varðandi Icesave og að Ísland myndi líklega vinna slíkt dómsmál ef svo bæri undir. Þetta kom fram í viðtali við hann í Silfri Egils. 12.12.2010 14:40
Seðlabankastjóri: Þjóðfélagið þarf að venjast nýjum veruleika „Hér ríkir innlend skuldakreppa,“ sagði Már Guðmundsson seðlabankastjóri í viðtali við Sigurjón M. Egilsson, í þættinum Sprengisandi, sem var á Bylgjunni í morgun. 12.12.2010 11:20
Velta kreditkorta jókst um 10,3% milli ára í nóvember Heildarvelta kreditkorta í nóvember s.l. var 25,5 milljarðar kr. og er þetta 10,3% aukning miðað við nóvember 2009 en 2,4% aukning miðað við október s.l. 12.12.2010 09:00
Saudi Arabar vilja halda olíuverðinu undir 80 dollurum Saudi Arabar vilja halda heimsmarkaðsverði á olíu undir 80 dollurum á tunnuna. Þetta kom fram á fundi OPEC ríkjanna um helgina. Ali al-Naimi olíumálaráðherra Saudi Arabíu segir að ..."70 til 80 dollarar eru gott verð." 12.12.2010 08:30
Slitastjórn VBS útilokar ekki skaðabótamál á hendur stjórnendum Slitastjórn VBS Fjárfestingarbanka hefur ekki útilokað skaðabótamál á hendur stjórnendum bankans en bankinn lánaði til verkefna með veðum í húseignum sem aldrei risu. Viðskiptavinir í eignastýringu bankans voru síðan látnir kaupa þessi skuldabréf sem í dag eru verðlaus. 11.12.2010 19:00
Hvetur saksóknara til þess að rannsaka endurskoðendur Formaður viðskiptanefndar Alþingis, Lilja Mósesdóttir, hvetur sérstakan saksóknara til þess að kanna hvort það sé grundvöllur til sakamálarannsóknar á endurskoðendafyrirtækisins PricewaterhouseCoopers (PwC), vegna starfa þeirra fyrir Glitni og Landsbankans fyrir hrun 2008. 11.12.2010 13:05
Lánaði út á byggingar sem aldrei risu og viðskiptavinir töpuðu öllu VBS Fjárfestingarbanki gaf út skuldabréf út á byggingar sem aldrei risu og voru skuldabréfin síðan framseld til einstaklinga í eignastýringu sem töpuðu öllu sínu. Stærsti vandi VBS, sem á aðeins einn milljarð króna upp í 48 milljarða króna kröfur, er til kominn vegna áhættusamra fasteignaverkefna. 11.12.2010 11:59
Þrotabú VBS á einn milljarð upp í kröfur Stjórnendur VBS Fjárfestingarbanka lánuðu háar fjárhæðir til áhættusamra fasteignaverkefna fyrir hrun sem ekki stóðu undir lánveitingum. Í einhverjum tilvikum lánaði bankinn gegn veði í lóðum sem til stóð að byggja á. 11.12.2010 08:45
Útlán ÍLS námu 2 milljörðum í nóvember Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu um 2 milljörðum króna í nóvember, en þar af voru tæpir 1,9 milljarðar króna vegna almennra lána. 11.12.2010 07:05
Hefur einlægan og brennandi áhuga á skuldamálum þjóðríkja Lee C. Buchheit, formaður Icesave-nefndar Íslands, hefur eytt 14 klukkutímum heima hjá sér síðasta mánuðinn. Hann segir betri samning í Icesave-deilunni ekki fást nema til þess kæmi að skattgreiðendur í Bretlandi og Hollandi niðurgreiddu kostnað Íslendinga. Sú niðurstaða væri ekki líkleg á niðurskurðartímum. Því myndi dómstólaleið blasa við, með hættunni á að málið myndi tapast þar. 11.12.2010 04:00
Útvarpsstjarna reyndist tugmilljarða virði Þegar það fréttist í morgun að útvarpsstjarnan Howard Stern hefði skrifað undir nýjan samning við útvarpsstöðina Sirius XM jókst markaðsverðmæti stöðvarinnar um 300 milljónir dollara eða tæplega 35 milljarða kr. 10.12.2010 15:37
Áætla 188 milljóna afgang hjá Vestmanneyjabæ Helstu niðurstöðutölur í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2011 eru þær að gert er ráð fyrir að sveitarsjóður skili hagnaði að upphæð 188 milljóna kr. í stað 132 milljóna í áætlun 2010. 10.12.2010 14:02
Fréttaskýring: Vísbendingar um að kreppu sé lokið Fleiri samningar og hærra verð á fasteignamarkaði, Kreditkortavelta heimila eykst um 7,3% milli ára, Nýskráningar bíla aukast um 25% milli ára, Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar um fjórðung. 10.12.2010 13:32
Velta í dagvöruverslun eykst um 3,3% milli ára Velta í dagvöruverslun jókst um 3,3% á föstu verðlagi í nóvember miðað við sama mánuð í fyrra og um 3,5% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum jókst velta dagvöruverslana í nóvember um 3,7% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 0,2% á síðastliðnum 12 mánuðum. 10.12.2010 13:09
Utanlandsferðum Íslendinga fjölgar um fjórðung Nýjar tölur frá Ferðamálastofu eru til marks um að stöðugt fleiri Íslendingar láta undan útþrá sinni og halda erlendis. Þannig héldu mun fleiri Íslendingar utan nú í nóvember en á sama tíma í fyrra, eða um 24,6 þúsund í nýliðnum mánuði á móti 19,5 þúsund í nóvember fyrra. Þetta jafngildir aukningu upp á ríflega fjórðung. 10.12.2010 12:07
Nýtt Icesave: Vextir lækka og höft afnumin fyrr Nýtt og hagstæðara Icesave-samkomulag eykur líkur á því að Seðlabankinn muni lækka vexti frekar og færir afnám gjaldeyrishafta framar í tímann. 10.12.2010 12:02
Fleiri samningar og hærra verð á fasteignamarkaði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 3. desember til og með 9. desember var 81. Þetta er nokkuð meiri fjöldi samninga en nemur meðaltali síðustu 12 vikna sem er 70 samningar á viku. 10.12.2010 11:56
Krónan er ávísun á haftastefnu í tíu ár Ætli Íslendingar að halda í krónuna verða þeir að reikna með lítilli einkaneyslu í skugga hafta um árabil. Seðlabankinn brást of seint við. Núverandi vaxtastigi hefði átt að vera náð fyrir ári, segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur. 10.12.2010 11:00
Skattar hækka verðtryggð lán heimila um 15,6 milljarða Verðtryggð lán íslenskra heimila hafa hækkað um 15,6 milljarða kr. frá því í febrúar á síðasta ári vegna skattahækkana og annarra aukinna álagna af hálfu ríkisins sem hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. 10.12.2010 09:39
Nýskráningar bíla aukast um 25% mili ára Nýskráningar bíla í janúar-nóvember voru 3.376 sem er 25,2% aukning frá janúar- nóvember í fyrra. 10.12.2010 09:22
Kreditkortavelta heimila eykst um 7,3% milli ára Kreditkortavelta heimila jókst um 7,3% í janúar-október í ár miðað við janúar- október í fyrra. 10.12.2010 09:20
Eignir lífeyrissjóða halda áfram að aukast Hrein eign lífeyrissjóða í lok október sl. var 1.852,3 milljarðar kr. og hækkaði hún um 16,2 miljarða kr. í mánuðinum eða um 0,9%. 10.12.2010 08:58
Farþegum Icelandair fjölgaði um 21% í nóvember Farþegum með Icelandair fjölgaði um 21% í nóvember samanborið við sama mánuð í fyrra. Þetta kemur fram í flutningstölum um nóvember sem félagið hefur sent frá sér. 10.12.2010 08:35
Fjármálaráðherra Breta fagnar nýjum Icesavesamningi George Osborne fjármálaráðherra Breta fagnar því að nýr Icesave samningur liggi nú á borðinu. Breska fjármálráðuneytið sendi frá sér tilkynningu seint í gær þar sem segir að ásættanleg lok á málinu fyrir báða aðila muni marka nýjan kafla í samskiptum Breta og Íslendinga. 10.12.2010 08:19
Steingrímur: Risavaxið skref til endurreisnar Steingrímur J. Sigúfsson fjármálaráðherra segir að nýi Icesave samningurinn sé risvaxið skref í átt til endurreisnar Íslands. Steingrímur er mjög ánægður með hinn nýja samning. 10.12.2010 08:05
Erlendar kröfur hafa lækkað um 5.800 milljarða Alls hafa kröfur erlendra lánastofnana á íslenska banka og önnur fyrirtæki lækkað um 5.800 milljarða króna frá því fyrir bankahrun. Því er ljóst að þær tapa langmest allra á íslenska bankahruninu í krónum talið. 10.12.2010 07:52
Aftur á byrjunarreit nú með Kú Ljúflingur og Öðlingur heita tveir nýir ostar sem koma eiga í verslanir núna um helgina. Ljúflingur er hvítmygluostur í ætt við Camembert og Öðlingur er blá- og hvítmygluostur. 10.12.2010 03:15
Norska skýrslan: Villandi ársreikningar og falskur hagnaður Landsbankans Ársreikningur Landsbankans fyrir árið 2007 var rangur og villandi á margvíslegan hátt, hagnaður var falsaður og eigið fé var gróflega ofmetið, að því er fram kemur í skýrslu norska fyrirtækisins LYNX Advokatfirma, en fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum. 9.12.2010 21:00
Sigurjón sagðist vera undir þrýstingi frá eigendum Sigurjón Þ. Árnason var undir þrýstingi frá eigendum Landsbankans og kom það niður á starfsháttum og vinnubrögðum í starfi forstjóra, að því er fram kemur í skýrslu norska fyrirtækisins Lynx Advokatfirma, en fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum. 9.12.2010 21:33
Íslendingar komu að gerð norsku skýrslunnar Skýrsla fyrirtækisins LYNX Advokatfirma um starfsemi Landsbankans er mikill áfellisdómur yfir stjórnendum Landsbankans og endurskoðendum hans, PricewaterhouseCoopers. Fram kemur í skýrslunni að Íslendingar hafi komið að gerð hennar, en hún var unnin fyrir embætti sérstaks saksóknara. 9.12.2010 21:00
Viðsnúningur í rekstri ríkissjóðs milli ára Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um 54,7 milljarðar kr. á fyrstu 10 mánuðum ársins en var neikvætt um 107,6 milljarða kr. á sama tímabili 2009. 9.12.2010 15:33
Krónan er ávísun á gjaldeyrishöft í áratug Ætli Íslendingar að halda í krónuna er ólíklegt að gjaldeyrishöft verði afnumin á næstu fimm til tíu árum. Í skugga þeirra verður að endurbyggja íslenska myntsvæðið með lágu raungengi og lítilli einkaneyslu, að sögn Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningar Arion Banka. 9.12.2010 15:15
Rekstrarniðurstaða Reykjavíkur jákvæð um 16,5 milljarða Samkvæmt ársreikningi er niðurstaða A og B hluta Reykjavíkurborgar á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins, fyrir fjármagnsliði ,jákvæð um tæpa 4,7 milljarða króna og rekstrarniðurstaða er jákvæð um 16,5 milljarða króna. 9.12.2010 14:11
Formaður löggiltra endurskoðenda stjórnarmaður PwC „Ég á erfitt með að tjá mig um málið,“ segir Þórir H. Ólafsson, formaður Félags löggiltra endurskoðenda, en það vill svo til að hann er einnig stjórnarmaður í PricewaterhouseCoopers (PwC) sem hefur legið undir harðri gagnrýni í tveimur erlendum skýrslum sem voru unnar fyrir embætti sérstaks saksóknara. 9.12.2010 14:04
Danskur hraðbanki spýtti úr sér 1.000 króna seðlum Það varð uppi fótur og fit fyrir utan útibú Danske Bank í bænum Birkeröd í Danmörku í vikunni þegar hraðbanki fyrir utan útibúið fór skyndilega að spýta úr sér 1.000 kr. seðlum í gríð og erg. 9.12.2010 13:32
Fitch lækkar lánshæfi Írlands um þrjú stig Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Írlands um þrjú stig. Einkunnin var A+ en hefur verið lækkuð í BBB+. Horfur eru sagðar stöðugar. 9.12.2010 12:59
Landsbankinn var tæknilega fallinn 2007 - aftur brást PwC Ef ársreikningur Landsbankans hefði verið réttur árið 2007 þá hefði komið í ljós að eigið fé bankans var undir leyfilegu lágmarki og var því tæknilega fallinn ári áður en hann fór í þrot. Þetta kemur meðal annars fram í norskri skýrslu sem var unnin fyrir embætti sérstaks saksóknara og Viðskiptablaðið greinir frá í dag. 9.12.2010 11:59
Fjármagnskostnaður ríkisins snarminnkar Fjármagnskostnaður af hverjum milljarði sem ríkissjóður seldi í ríkisbréfaútboði gær var einungis þriðjungur af því sem ríkið þurfti að reiða af hendi fyrir fjármögnun af svipuðu tagi í upphafi árs. 9.12.2010 11:56
PwC segja endurskoðunarvinnu í samræmi við starfsskyldur „PricewaterhouseCoopers (PwC) gerir alvarlega athugasemd við þau vinnubrögð að rannsóknarskýrslum opinbers aðila um Glitni banka og Landsbankann, er m.a. varða starfsheiður PwC, sé komið í hendur fjölmiðla til umfjöllunar án þess að PwC hafi verið kynnt efni skýrslnanna.“ 9.12.2010 11:42
Raungengi krónunnar hækkar hægt og sígandi Raungengi íslensku krónunnar heldur áfram að hækka hægt og sígandi. Í nóvember hækkaði það um 0,4% í nóvember síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Þessi þróun er í samræmi þróunina á nafngengi krónunnar á sama tímabili, sem og verðlags. 9.12.2010 11:27
Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni. 9.12.2010 11:17