Viðskipti innlent

Íslendingar komu að gerð norsku skýrslunnar

Þorbjörn Þórðarson skrifar
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Ársreikningar voru villandi og rangir og hagnaður falsaður, að mati Norðmanna hjá Lynx sem unnu skýrslu um bankann fyrir sérstakan saksóknara.
Höfuðstöðvar Landsbankans í Austurstræti. Ársreikningar voru villandi og rangir og hagnaður falsaður, að mati Norðmanna hjá Lynx sem unnu skýrslu um bankann fyrir sérstakan saksóknara.

Skýrsla fyrirtækisins LYNX Advokatfirma um starfsemi Landsbankans er mikill áfellisdómur yfir stjórnendum Landsbankans og endurskoðendum hans, PricewaterhouseCoopers. Fram kemur í skýrslunni að Íslendingar hafi komið að gerð hennar, en hún var unnin fyrir embætti sérstaks saksóknara.

Skýrsluhöfundar höfðu aðgang að öllum skjölum hjá Fjármálaeftirlitinu og þeim gögnum sem embætti sérstaks saksóknara hafði aðgang að hjá skilanefnd Landsbankans. Þá kemur fram að Norðmennirnir hjá LYNX hafi notið aðstoðar frá Ernst & Young á Íslandi og eru þau Hrólfur Þór Valdimarsson og Sigrún Pétursdóttir nefnd sérstaklega í því samhengi. Þau hafi fengið það hlutverk að yfirfara og veita aðstoð sem snertu skjöl á íslensku frá endurskoðendum.

Skýrsluhöfundar segja að helstu takmarkanir á störfum þeirra við gerð skýrslunnar hafi falist í skorti á beinum aðgangi að bankanum sjálfum, þ.e skilanefnd og slitastjórn. Þá hafi þeir heldur ekki haft stöðu til að taka skýrslur af fyrrverandi starfsmönnum bankans og fyrrverandi endurskoðendum. Skýrsluhöfundar telja að þess vegna sé nauðsynlegt fyrir embætti sérstaks saksóknara að fara sérstaklega yfir öll gögn Landsbankans til að sannreyna ályktanir og niðurstöður þeirra.


Tengdar fréttir

Norska skýrslan: Villandi ársreikningar og falskur hagnaður Landsbankans

Ársreikningur Landsbankans fyrir árið 2007 var rangur og villandi á margvíslegan hátt, hagnaður var falsaður og eigið fé var gróflega ofmetið, að því er fram kemur í skýrslu norska fyrirtækisins LYNX Advokatfirma, en fréttastofa hefur skýrsluna undir höndum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×