Fleiri fréttir Fimmtíu starfsmönnum Ístaks sagt upp Verktakafyrirtækið Ístak sagði 50 starfsmönnum upp um mánaðamótin. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins gagnrýndi Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, framkvæmdaleysi stjórnvalda. Hann sagði starfsumhverfi verktakafyrirtækja skelfilegt og að enginn hafi slegið sjaldborg um iðnaðarmenn. Sumir þeirra starfsmanna Ístaks sem fengu uppsagnarbréf um mánaðamótin hafa starfið hjá fyrirtækinu í allt að 30 ár. 3.7.2010 18:06 Engar breytingar á samningi Kaupum Magma Energy á nær öllu hlutafé HS Orku lýkur í enda mánaðar. Engar breytingar hafa orðið á samningum frá því tilkynnt var um kaupin um miðjan maí, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra Magma Energy á Íslandi. „Málið er eins og lagt var upp með. Við erum að vinna í að klára viðskiptin," segir hann. 3.7.2010 14:27 Lífeyrisaldur hækki í 68 ár Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að eftirlaunaaldur hjá lífeyrissjóðum verði hækkaður úr 65 og 67 árum í 68 ár. SA vilja með þessu bregðast við lengri meðalævi Íslendinga sem hafi haft í för með sér lægri lífeyri og hærri iðgjöld. 3.7.2010 09:56 Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. 3.7.2010 04:00 Gamma: GBI hækkaði um 0,1 % í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 6,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 2,9 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,5 ma. viðskiptum. 2.7.2010 15:55 Atvinnuleysi hér á landi undir EES meðallagi Atvinnuleysi hér á landi er enn undir meðallagi EES ríkjanna þrátt fyrir umtalsverða aukningu hér á landi frá hruni. Í morgunkorni Íslandsbanka er bent á þetta en hér á landi var atvinnuleysi 6,7% hér á landi á fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 9,3% atvinnuleysi í ríkjum ESB að meðaltali samkvæmt vinnumarkaðaskönnun Hagstofunnar en sú könnun er gerð með sambærilegum hætti í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. 2.7.2010 13:44 Iceland Express flýgur til Orlando Iceland Express ætlar að fljúga vikulega til Orlando á Flórída í október í haust. Flogið verður á laugardögum og verður fyrsta flugið því 2. október. Sala á ferðum er þegar hafin og kostar önnur leið frá 29 þúsund krónum með sköttum. Um tilraun er að ræða og því aðeins áætlað að fljúga í mánuð en verði viðtökur góðar verður það endurskoðað. 1.7.2010 15:43 SP-Fjármögnun fer að tilmælunum Bíla- og kaupleigusamningar hjá SP-Fjármögnun verða endurreiknaðir samkvæmt tilmælum FME og Seðlabanka Íslands. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að starfsfólk muni hraða þeirri vinnu eins og kostur er svo unnt verði að senda út greiðsluseðla að nýju. 1.7.2010 15:33 Vinnslustöðin greiðir út arð í evrum Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar samþykkti á aðalfundi að skrá hlutafé félagsins í evrum og að í kjölfarið yrði greiddur út 18% arður í evrum samkvæmt eyjafréttum.is. 1.7.2010 14:43 Íslandsbanki ríður á vaðið - Fer að tilmælum FME og SÍ Íslandsbanki hyggst fara eftir tilmælum FME og Seðlabankans varðandi vexti sem skal miða við þegar gengislánin eru reiknuð út. Bankinn ríður því á vaðið en enginn annar banki hefur gefið út hvað hann hyggist gera í málinu. Tilmælin eru afar umdeild og vildu bæði talsmaður neytenda og Hagsmunasamtök heimilanna meina að tilmælin væru í raun hvatning til lögbrota og vitnuðu sér til stuðnings í samningslögin. 1.7.2010 12:39 Fá ekki 260 milljónir vegna vanlýsingar Sex erlendum bönkum var synjað um kröfu í reikning í eigu þrotabús Samsonar eignarhaldsfélags ehf, sem var í eigu Björgólfsfeðganna. Ástæðan var vanlýsing bankanna en alls var að finna 1,6 milljón evrur á reikningnum eða um 260 milljónir króna. 1.7.2010 12:01 Verktakafyrirtæki segja 76 upp Verktakafyrirtækin Ístak og Eykt segja upp samtals 76 starfsmönnum sínum nú um mánaðamótin. 50 starfsmenn missa vinnuna hjá Ístaki og 26 hjá Eykt. 1.7.2010 12:00 Krugman: Kreppukraftaverk Íslands Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. 1.7.2010 11:42 Landsnet neitar hækkunum á raforkuverði Vegna frétta á fjölmiðlum um miklar hækkanir á flutningi og dreifingu raforku vill Landsnet, sem sér um flutning raforkunnar frá virkjunum til dreifiveitna, koma eftirfarandi á framfæri: 1.7.2010 10:03 Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum í framhaldi af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 1.7.2010 09:51 Rekstur innan fjárheimilda Ríkisendurskoðun segir heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 hafa verið 23 milljarða umfram fjárlög ársins, eða samtals 579 milljarða króna. Þrátt fyrir það hafi heildarútgjöldin verið tólf milljarða innan fjárheimilda ársins, sem námu 591 milljarði, en það skýrist af því að með fjáraukalögum bættust þrettán milljarðar við heimildir ársins auk þess sem 22 milljarðar voru fluttir frá fyrra ári. 1.7.2010 02:00 Matís leiðir verkefni sem ESB styrkir um 860 milljónir Matís gegnir forystuhlutverki í tveimur nýjum og umfangsmiklum fjölþjóðaverkefnum sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan og AMYLOMICS. Styrkir ESB hljóða upp á alls 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 860 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 950.000 evrur til beggja verkefna, jafnvirði um 150 milljóna króna. Matís stjórnar báðum verkefnum. Í því felst að ESB lætur allt styrktarféð renna til Matís sem síðan greiðir innlendum og erlendum samstarfsaðilum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matís. 30.6.2010 15:20 Jón Steindór hættir hjá Samtökum iðnaðarins Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með morgundeginum. Jón Steindór hefur starfað fyrir Samtök iðnaðarins, og áður Félag íslenskra iðnrekenda, í samtals 22 ár, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri en síðustu árin sem framkvæmdastjóri. Tilkynnt verður um ráðningu eftirmann hans áður en langt um líður. 30.6.2010 13:27 Tæplega hundrað fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí Alls voru 95 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí síðastliðnum samanborið við 67 fyrirtæki á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir fjölgun upp á tæp 42% milli ára. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Frá áramótum talið hafa nú alls 453 fyrirtæki verið úrskurðuð gjaldþrota sem er um 10% fleiri en á sama tímabili fyrir ári en um 50% fleiri þegar borið er saman við árið 2008. 30.6.2010 13:19 Auður kaupir Yggdrasil AUÐUR I fagfjárfestasjóður slf. og einkafjármagnssjóðurinn Arev NI slhf. hafa náð samkomulagi um kaup AUÐAR I á 100% hlut í félögunum Yggdrasil ehf. og Veru líf ehf. Félögin voru áður í eigu Arev NI einkafjármagnssjóðsins 30.6.2010 12:17 Tilmælin eiga að skapa festu í viðskiptum og traustu fjármálakerfi Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til fjármálafyrirtækja vegna óskuldbindandi gengistryggingarákvæða sé ætlað að skapa festu í viðskiptum og stuðla að öruggu fjármálakerfi. Með tilmælunum séu FME og Seðlabankinn að sinna þeirri lagaskyldu sem á þeim hvílir. Hann segir brýna almannahagsmuni krefjast þess að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið setji fram almennar leikreglur sem varðveiti stöðugleika á meðan greitt sé úr réttaróvissu. 30.6.2010 10:22 Samningar verði endurreiknaðir miðað við vexti Seðlabankans Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa sent fjármálafyrirtækjum þau tilmæli að þeim beri að endurreikna þau lán sem innihalda gengistryggingarákvæði sem eru óskuldbindandi samanber dóma Hæstaréttar. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna sem í mörgum tilvikum voru í kringum þrjú prósent, heldur vexti sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að lægstu vextir á almennum óverðtryggðum útlánum er um 8,25% en á verðtryggðum lánum eru vextirnir 4,80%. 30.6.2010 09:07 Ríkið tók of háar skuldir banka yfir Formaður viðskiptanefndar segir fullyrðingu AGS um of marga banka sýna að ríkið hafi tekið of háar skuldir yfir með bönkunum. Eignasafnið hafi verið á allt of háu verði. Hagfræðiprófessor segir að bönkunum muni fækka. 30.6.2010 05:00 Rekstur ríkisins innan fjárheimilda 29.6.2010 15:27 Úrvalsvísitalan lækkaði Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,66 prósent og endaði í 815 stigum. Mest viðskipti í Kauphöllinni í dag voru með bréf í Marel eða fyrir tæpar sex milljónir. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði um 0,5 prósent og þá lækkuðu hlutbréf í BankNordic um 2 prósent, í Atlantic Airways 4,1 prósent og í Icelandair Group um 6,7 prósent. Gengi hlutabréfa í Össuri hf. stóðu í stað. 29.6.2010 16:30 GAMMA: Líflegt á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,6% í dag í miklum viðskiptum. Viðskipti með skuldabréf voru 17,5 ma. kr. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,9% í 8,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 9,4 ma. viðskiptum. 29.6.2010 16:03 Raungreiðslur myntkörfulána stökkbreyttust Í umfjöllun um reiknivél ráðgjafarfyrirtækisins Sparnaðar um mismunandi þróun á bílalánum í Fréttablaðinu í dag urðu þau mistök í skýringartexta að raungreiðslur erlends bílaláns voru sagðar gengistryggðar með óbreyttum vöxtum. 29.6.2010 12:25 Gæti hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti Verðhjöðnunar gætti á milli maímánuðar og júní. Ársverðbólga mælist nú 5,7 prósent, og hefur ekki verið lægri síðan í árslok 2007. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir þessa þróun verðlags geta hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti. 29.6.2010 11:55 Embætti umboðsmanns skuldara auglýst til umsóknar Alþingi samþykkti fyrir helgi frumvarp til laga um nýtt embætti umboðsmanns skuldara. Umboðsmaður skuldara er ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna og réttinda skuldara eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Embættið mun einnig annast fjármálaráðgjöf við einstaklinga sem til þessa hefur verið sinnt af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en starfsemi hennar rennur inn í embætti umboðsmanns. 29.6.2010 11:34 Fjölga ferðum til New York Iceland Express hefur ákveðið að fjölga ferðum til og frá New York frá tveimur í viku uppí fjórar ferðir á viku í september. Um er að ræða um 4000 viðbótarsæti. 29.6.2010 11:01 Fasteignamat lækkar um 8,6% Heildarmat fasteigna á landinu lækkar um 8,6%. Fasteignaeigendur um allt land fá í dag og á morgun tilkynningar um niðurstöður fasteignamats fyrir árið 2011. Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar. 29.6.2010 10:43 Verðbólga 5,7 prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 364,1 stig og lækkaði um 0,33% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46% frá maí. 29.6.2010 09:07 Skiptakostnaður Baugs orðinn um áttatíu milljónir Skiptakostnaður vegna þrotabús Baugs Group stefnir nú hraðbyri á hundrað milljónir króna, en gæti orðið á þriðja hundrað milljónir ef búskiptin taka þrjú ár eða lengur eins og allt bendir til. 28.6.2010 18:30 Mest verslað með Össur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Össuri hækkaði um 0,8 prósent í Kauphöllinni í dag. Mestu viðskiptin voru með bréf í fyrirtækinu eða fyrir tæpar 18 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í BankNordik hækkaði um 2,72 prósent og 0,6 í Marel. 28.6.2010 17:08 GAMMA: GBI hækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 2,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 2,5 ma. viðskiptum. 28.6.2010 15:57 AGS: Dómurinn tefur fyrir afnámi gjaldeyrishafta Nýlegur dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán tefur fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þetta kom fram á kynningarfundi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar sjóðsins ætla að taka sér tíma til að meta önnur hugsanleg áhrif dómsins. 28.6.2010 14:00 Spá óbreyttu neysluverði Á morgun mun Hagstofan birta vísitölu neysluverðs fyrir júní og spáir greiningardeild Íslandsbanka því að hún verði óbreytt frá fyrri mánuði. 28.6.2010 13:12 Fákeppni einkennandi á mörgum sviðum Neytendasamtökin ítreka fyrri kröfur sínar um að samkeppnissjónarmið verði höfð í fyrirrúmi þegar fyrirtæki eru seld eða endurskipulögð í kjölfar hrunsins. Einnig minna samtökin á mat samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndum um að virk samkeppni flýti fyrir efnahagsbata. 28.6.2010 11:13 Sendinefnd AGS með blaðamannafund Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa boðað til kynningarfundar með blaðamönnum eftir hádegi vegna veru sendinefndar sjóðsins hér á landi. 28.6.2010 09:37 Íslenskum verktökum verður ekki gert erfitt fyrir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir engar viðræður hafa átt sér stað við kínversk fyrirtæki um aðkomu að byggingu Búðarhálsvirkjunar. Undirrituð hafi verið viljayfirlýsing við kínverska fyrirtækið CWE og EXIM Bank en hún feli ekki í sér neinar skuldbindingar heldur það að fyrirtækinu sé velkomið að bjóða í verkhluta Búðarhálsvirkjunar. 28.6.2010 06:00 Hu Jintao: Flökt á gjaldmiðlum ógnar stöðugleika Hu Jintao forseti Kína segir að óstöðugir gjaldmiðlar ógni fjármálastöðugleika heimsins. Jintao lét þessi orð falla í ræðu á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Toronto í Kanada. Ummælin eru greinilega ætluð gagnrýnendum Kínverja sem segja að kínverska Yuanið sé of lágt metið gagnvart dollarnum sem gefi kínverskum útflytjendum óverðskuldað forskot. 27.6.2010 16:30 Tugþúsundir mótmæltu á Tævan Tugþúsundir íbúa á Tævan hafa mótmælt fyrirhuguðu samkomulagi stjórnvalda við Kínverja í dag. Samninginn á að undirrita á þriðjudaginn kemur og lækkar hann tollamúra á milli landanna auk þess sem liðkað verður fyrir fjárfestingum Kínverja á Tævan. Talsmenn samkomulagsins segja að það muni gagnast efnahagslífinu á eyjunni en gagnrýnendur óttast að það sé fyrsta skrefið að yfirráðum Kína á eyjunni. 26.6.2010 20:01 Sátt á G8 fundinum Angela Merkel kanslari Þýskalands staðhæfir að leiðtogar Evrópuríkjanna hafi náð góðum árangri í viðræðum við Bandaríkjamenn um hvernig best sé að örva efnahagslíf heimsins. Leiðtogar G8 ríkjanna svokölluðu sitja nú á fundi í Toronto en ágreiningur hefur verið uppi á milli ríkjanna um hvaða leið sé best að fara. 26.6.2010 11:53 H&M opnar 240 búðir á þessu ári Verslanakeðjan H&M ætlar að opna 240 nýjar verslanir yrðu opnaðar á þessu ári. Þegar hafa 86 verslanir verið opnaðar á árinu en 12 verslunum hefur á sama tíma verið lokað. Heildarfjöldi verslana er nú 2.062. 26.6.2010 11:00 Heimaslóðirnar heilla Jón Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software býst við því að auka gagnaflutninga um þrjátíu prósent á sama tíma og orkunotkun dregst saman um rúm 35 prósent. Þetta þakkar fyrirtækið flutningi á stórum hluta af gagnavinnslu sinni til gagnavers Thor Data Center, sem vígt var í Hafnarfirði fyrir rétt rúmum mánuði. Gagnaflutningurinn á að fara um sæstrengina Danice og Farice. 26.6.2010 10:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fimmtíu starfsmönnum Ístaks sagt upp Verktakafyrirtækið Ístak sagði 50 starfsmönnum upp um mánaðamótin. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins gagnrýndi Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, framkvæmdaleysi stjórnvalda. Hann sagði starfsumhverfi verktakafyrirtækja skelfilegt og að enginn hafi slegið sjaldborg um iðnaðarmenn. Sumir þeirra starfsmanna Ístaks sem fengu uppsagnarbréf um mánaðamótin hafa starfið hjá fyrirtækinu í allt að 30 ár. 3.7.2010 18:06
Engar breytingar á samningi Kaupum Magma Energy á nær öllu hlutafé HS Orku lýkur í enda mánaðar. Engar breytingar hafa orðið á samningum frá því tilkynnt var um kaupin um miðjan maí, að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra Magma Energy á Íslandi. „Málið er eins og lagt var upp með. Við erum að vinna í að klára viðskiptin," segir hann. 3.7.2010 14:27
Lífeyrisaldur hækki í 68 ár Samtök atvinnulífsins (SA) vilja að eftirlaunaaldur hjá lífeyrissjóðum verði hækkaður úr 65 og 67 árum í 68 ár. SA vilja með þessu bregðast við lengri meðalævi Íslendinga sem hafi haft í för með sér lægri lífeyri og hærri iðgjöld. 3.7.2010 09:56
Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. 3.7.2010 04:00
Gamma: GBI hækkaði um 0,1 % í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 6,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 2,9 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 3,5 ma. viðskiptum. 2.7.2010 15:55
Atvinnuleysi hér á landi undir EES meðallagi Atvinnuleysi hér á landi er enn undir meðallagi EES ríkjanna þrátt fyrir umtalsverða aukningu hér á landi frá hruni. Í morgunkorni Íslandsbanka er bent á þetta en hér á landi var atvinnuleysi 6,7% hér á landi á fjórða ársfjórðungi í fyrra samanborið við 9,3% atvinnuleysi í ríkjum ESB að meðaltali samkvæmt vinnumarkaðaskönnun Hagstofunnar en sú könnun er gerð með sambærilegum hætti í öllum ríkjum Evrópska efnahagssvæðisins. 2.7.2010 13:44
Iceland Express flýgur til Orlando Iceland Express ætlar að fljúga vikulega til Orlando á Flórída í október í haust. Flogið verður á laugardögum og verður fyrsta flugið því 2. október. Sala á ferðum er þegar hafin og kostar önnur leið frá 29 þúsund krónum með sköttum. Um tilraun er að ræða og því aðeins áætlað að fljúga í mánuð en verði viðtökur góðar verður það endurskoðað. 1.7.2010 15:43
SP-Fjármögnun fer að tilmælunum Bíla- og kaupleigusamningar hjá SP-Fjármögnun verða endurreiknaðir samkvæmt tilmælum FME og Seðlabanka Íslands. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að starfsfólk muni hraða þeirri vinnu eins og kostur er svo unnt verði að senda út greiðsluseðla að nýju. 1.7.2010 15:33
Vinnslustöðin greiðir út arð í evrum Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar samþykkti á aðalfundi að skrá hlutafé félagsins í evrum og að í kjölfarið yrði greiddur út 18% arður í evrum samkvæmt eyjafréttum.is. 1.7.2010 14:43
Íslandsbanki ríður á vaðið - Fer að tilmælum FME og SÍ Íslandsbanki hyggst fara eftir tilmælum FME og Seðlabankans varðandi vexti sem skal miða við þegar gengislánin eru reiknuð út. Bankinn ríður því á vaðið en enginn annar banki hefur gefið út hvað hann hyggist gera í málinu. Tilmælin eru afar umdeild og vildu bæði talsmaður neytenda og Hagsmunasamtök heimilanna meina að tilmælin væru í raun hvatning til lögbrota og vitnuðu sér til stuðnings í samningslögin. 1.7.2010 12:39
Fá ekki 260 milljónir vegna vanlýsingar Sex erlendum bönkum var synjað um kröfu í reikning í eigu þrotabús Samsonar eignarhaldsfélags ehf, sem var í eigu Björgólfsfeðganna. Ástæðan var vanlýsing bankanna en alls var að finna 1,6 milljón evrur á reikningnum eða um 260 milljónir króna. 1.7.2010 12:01
Verktakafyrirtæki segja 76 upp Verktakafyrirtækin Ístak og Eykt segja upp samtals 76 starfsmönnum sínum nú um mánaðamótin. 50 starfsmenn missa vinnuna hjá Ístaki og 26 hjá Eykt. 1.7.2010 12:00
Krugman: Kreppukraftaverk Íslands Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði segir Ísland hafa tekið út mikið vægari refsingu vegna kreppunnar en aðrar þjóðir, meðal annars vegna hruns krónunnar og gjaldeyrishafta. 1.7.2010 11:42
Landsnet neitar hækkunum á raforkuverði Vegna frétta á fjölmiðlum um miklar hækkanir á flutningi og dreifingu raforku vill Landsnet, sem sér um flutning raforkunnar frá virkjunum til dreifiveitna, koma eftirfarandi á framfæri: 1.7.2010 10:03
Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum Sparisjóðirnir lækka vexti á inn- og útlánum í framhaldi af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans. 1.7.2010 09:51
Rekstur innan fjárheimilda Ríkisendurskoðun segir heildarútgjöld A-hluta ríkissjóðs árið 2009 hafa verið 23 milljarða umfram fjárlög ársins, eða samtals 579 milljarða króna. Þrátt fyrir það hafi heildarútgjöldin verið tólf milljarða innan fjárheimilda ársins, sem námu 591 milljarði, en það skýrist af því að með fjáraukalögum bættust þrettán milljarðar við heimildir ársins auk þess sem 22 milljarðar voru fluttir frá fyrra ári. 1.7.2010 02:00
Matís leiðir verkefni sem ESB styrkir um 860 milljónir Matís gegnir forystuhlutverki í tveimur nýjum og umfangsmiklum fjölþjóðaverkefnum sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan og AMYLOMICS. Styrkir ESB hljóða upp á alls 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 860 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 950.000 evrur til beggja verkefna, jafnvirði um 150 milljóna króna. Matís stjórnar báðum verkefnum. Í því felst að ESB lætur allt styrktarféð renna til Matís sem síðan greiðir innlendum og erlendum samstarfsaðilum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matís. 30.6.2010 15:20
Jón Steindór hættir hjá Samtökum iðnaðarins Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með morgundeginum. Jón Steindór hefur starfað fyrir Samtök iðnaðarins, og áður Félag íslenskra iðnrekenda, í samtals 22 ár, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri en síðustu árin sem framkvæmdastjóri. Tilkynnt verður um ráðningu eftirmann hans áður en langt um líður. 30.6.2010 13:27
Tæplega hundrað fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí Alls voru 95 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí síðastliðnum samanborið við 67 fyrirtæki á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir fjölgun upp á tæp 42% milli ára. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Frá áramótum talið hafa nú alls 453 fyrirtæki verið úrskurðuð gjaldþrota sem er um 10% fleiri en á sama tímabili fyrir ári en um 50% fleiri þegar borið er saman við árið 2008. 30.6.2010 13:19
Auður kaupir Yggdrasil AUÐUR I fagfjárfestasjóður slf. og einkafjármagnssjóðurinn Arev NI slhf. hafa náð samkomulagi um kaup AUÐAR I á 100% hlut í félögunum Yggdrasil ehf. og Veru líf ehf. Félögin voru áður í eigu Arev NI einkafjármagnssjóðsins 30.6.2010 12:17
Tilmælin eiga að skapa festu í viðskiptum og traustu fjármálakerfi Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til fjármálafyrirtækja vegna óskuldbindandi gengistryggingarákvæða sé ætlað að skapa festu í viðskiptum og stuðla að öruggu fjármálakerfi. Með tilmælunum séu FME og Seðlabankinn að sinna þeirri lagaskyldu sem á þeim hvílir. Hann segir brýna almannahagsmuni krefjast þess að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið setji fram almennar leikreglur sem varðveiti stöðugleika á meðan greitt sé úr réttaróvissu. 30.6.2010 10:22
Samningar verði endurreiknaðir miðað við vexti Seðlabankans Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa sent fjármálafyrirtækjum þau tilmæli að þeim beri að endurreikna þau lán sem innihalda gengistryggingarákvæði sem eru óskuldbindandi samanber dóma Hæstaréttar. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna sem í mörgum tilvikum voru í kringum þrjú prósent, heldur vexti sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að lægstu vextir á almennum óverðtryggðum útlánum er um 8,25% en á verðtryggðum lánum eru vextirnir 4,80%. 30.6.2010 09:07
Ríkið tók of háar skuldir banka yfir Formaður viðskiptanefndar segir fullyrðingu AGS um of marga banka sýna að ríkið hafi tekið of háar skuldir yfir með bönkunum. Eignasafnið hafi verið á allt of háu verði. Hagfræðiprófessor segir að bönkunum muni fækka. 30.6.2010 05:00
Úrvalsvísitalan lækkaði Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,66 prósent og endaði í 815 stigum. Mest viðskipti í Kauphöllinni í dag voru með bréf í Marel eða fyrir tæpar sex milljónir. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði um 0,5 prósent og þá lækkuðu hlutbréf í BankNordic um 2 prósent, í Atlantic Airways 4,1 prósent og í Icelandair Group um 6,7 prósent. Gengi hlutabréfa í Össuri hf. stóðu í stað. 29.6.2010 16:30
GAMMA: Líflegt á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,6% í dag í miklum viðskiptum. Viðskipti með skuldabréf voru 17,5 ma. kr. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,9% í 8,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 9,4 ma. viðskiptum. 29.6.2010 16:03
Raungreiðslur myntkörfulána stökkbreyttust Í umfjöllun um reiknivél ráðgjafarfyrirtækisins Sparnaðar um mismunandi þróun á bílalánum í Fréttablaðinu í dag urðu þau mistök í skýringartexta að raungreiðslur erlends bílaláns voru sagðar gengistryggðar með óbreyttum vöxtum. 29.6.2010 12:25
Gæti hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti Verðhjöðnunar gætti á milli maímánuðar og júní. Ársverðbólga mælist nú 5,7 prósent, og hefur ekki verið lægri síðan í árslok 2007. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir þessa þróun verðlags geta hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti. 29.6.2010 11:55
Embætti umboðsmanns skuldara auglýst til umsóknar Alþingi samþykkti fyrir helgi frumvarp til laga um nýtt embætti umboðsmanns skuldara. Umboðsmaður skuldara er ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna og réttinda skuldara eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Embættið mun einnig annast fjármálaráðgjöf við einstaklinga sem til þessa hefur verið sinnt af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en starfsemi hennar rennur inn í embætti umboðsmanns. 29.6.2010 11:34
Fjölga ferðum til New York Iceland Express hefur ákveðið að fjölga ferðum til og frá New York frá tveimur í viku uppí fjórar ferðir á viku í september. Um er að ræða um 4000 viðbótarsæti. 29.6.2010 11:01
Fasteignamat lækkar um 8,6% Heildarmat fasteigna á landinu lækkar um 8,6%. Fasteignaeigendur um allt land fá í dag og á morgun tilkynningar um niðurstöður fasteignamats fyrir árið 2011. Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar. 29.6.2010 10:43
Verðbólga 5,7 prósent Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 364,1 stig og lækkaði um 0,33% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46% frá maí. 29.6.2010 09:07
Skiptakostnaður Baugs orðinn um áttatíu milljónir Skiptakostnaður vegna þrotabús Baugs Group stefnir nú hraðbyri á hundrað milljónir króna, en gæti orðið á þriðja hundrað milljónir ef búskiptin taka þrjú ár eða lengur eins og allt bendir til. 28.6.2010 18:30
Mest verslað með Össur í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Össuri hækkaði um 0,8 prósent í Kauphöllinni í dag. Mestu viðskiptin voru með bréf í fyrirtækinu eða fyrir tæpar 18 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í BankNordik hækkaði um 2,72 prósent og 0,6 í Marel. 28.6.2010 17:08
GAMMA: GBI hækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 2,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 2,5 ma. viðskiptum. 28.6.2010 15:57
AGS: Dómurinn tefur fyrir afnámi gjaldeyrishafta Nýlegur dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán tefur fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þetta kom fram á kynningarfundi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar sjóðsins ætla að taka sér tíma til að meta önnur hugsanleg áhrif dómsins. 28.6.2010 14:00
Spá óbreyttu neysluverði Á morgun mun Hagstofan birta vísitölu neysluverðs fyrir júní og spáir greiningardeild Íslandsbanka því að hún verði óbreytt frá fyrri mánuði. 28.6.2010 13:12
Fákeppni einkennandi á mörgum sviðum Neytendasamtökin ítreka fyrri kröfur sínar um að samkeppnissjónarmið verði höfð í fyrirrúmi þegar fyrirtæki eru seld eða endurskipulögð í kjölfar hrunsins. Einnig minna samtökin á mat samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndum um að virk samkeppni flýti fyrir efnahagsbata. 28.6.2010 11:13
Sendinefnd AGS með blaðamannafund Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa boðað til kynningarfundar með blaðamönnum eftir hádegi vegna veru sendinefndar sjóðsins hér á landi. 28.6.2010 09:37
Íslenskum verktökum verður ekki gert erfitt fyrir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir engar viðræður hafa átt sér stað við kínversk fyrirtæki um aðkomu að byggingu Búðarhálsvirkjunar. Undirrituð hafi verið viljayfirlýsing við kínverska fyrirtækið CWE og EXIM Bank en hún feli ekki í sér neinar skuldbindingar heldur það að fyrirtækinu sé velkomið að bjóða í verkhluta Búðarhálsvirkjunar. 28.6.2010 06:00
Hu Jintao: Flökt á gjaldmiðlum ógnar stöðugleika Hu Jintao forseti Kína segir að óstöðugir gjaldmiðlar ógni fjármálastöðugleika heimsins. Jintao lét þessi orð falla í ræðu á G20 fundinum sem nú stendur yfir í Toronto í Kanada. Ummælin eru greinilega ætluð gagnrýnendum Kínverja sem segja að kínverska Yuanið sé of lágt metið gagnvart dollarnum sem gefi kínverskum útflytjendum óverðskuldað forskot. 27.6.2010 16:30
Tugþúsundir mótmæltu á Tævan Tugþúsundir íbúa á Tævan hafa mótmælt fyrirhuguðu samkomulagi stjórnvalda við Kínverja í dag. Samninginn á að undirrita á þriðjudaginn kemur og lækkar hann tollamúra á milli landanna auk þess sem liðkað verður fyrir fjárfestingum Kínverja á Tævan. Talsmenn samkomulagsins segja að það muni gagnast efnahagslífinu á eyjunni en gagnrýnendur óttast að það sé fyrsta skrefið að yfirráðum Kína á eyjunni. 26.6.2010 20:01
Sátt á G8 fundinum Angela Merkel kanslari Þýskalands staðhæfir að leiðtogar Evrópuríkjanna hafi náð góðum árangri í viðræðum við Bandaríkjamenn um hvernig best sé að örva efnahagslíf heimsins. Leiðtogar G8 ríkjanna svokölluðu sitja nú á fundi í Toronto en ágreiningur hefur verið uppi á milli ríkjanna um hvaða leið sé best að fara. 26.6.2010 11:53
H&M opnar 240 búðir á þessu ári Verslanakeðjan H&M ætlar að opna 240 nýjar verslanir yrðu opnaðar á þessu ári. Þegar hafa 86 verslanir verið opnaðar á árinu en 12 verslunum hefur á sama tíma verið lokað. Heildarfjöldi verslana er nú 2.062. 26.6.2010 11:00
Heimaslóðirnar heilla Jón Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software býst við því að auka gagnaflutninga um þrjátíu prósent á sama tíma og orkunotkun dregst saman um rúm 35 prósent. Þetta þakkar fyrirtækið flutningi á stórum hluta af gagnavinnslu sinni til gagnavers Thor Data Center, sem vígt var í Hafnarfirði fyrir rétt rúmum mánuði. Gagnaflutningurinn á að fara um sæstrengina Danice og Farice. 26.6.2010 10:00