Fleiri fréttir Samiðn setur fram hörð mótmæli gegn Landsvirkjun Stjórn Samiðnar mótmælir harðlega vilja Landsvirkjunar til að hleypa kínverskum verktökum að framkvæmdum vegna Búðarhálsvirkjunar og hefur sent stjórn Landsvirkjun ályktun þess efnis. 25.6.2010 11:10 Vátryggingarfélög skulu rekin sem hlutafélög Nýverið tóku gildi lög um vátryggingastarfsemi sem leystu af hólmi eldri lög. Meðal nýmæla í lögunum er að vátryggingarfélög skulu hér eftir verða rekin sem hlutafélög. 25.6.2010 10:53 Icelandair Group semur við Skyggni Icelandir Group hefur samið við tækni- og rekstarþjónustufyrirtækið Skyggni um rekstur á upplýsingatækniumhverfi félagsins til næstu þriggja ára. 25.6.2010 10:19 Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands aldrei verið meiri Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands hefur aldrei verið meiri. Skuldatryggingaálag landsins rauk upp um tæpa 200 punkta í morgun og stendur nú í 1.126 punktum. 25.6.2010 09:40 Hagnaður Faxaflóahafna rúmar 100 milljónir í fyrra Í skýrslu stjórnar Faxaflóahafna sem lögð var fram á aðalfundi félagsins í vikunni var m.a. nefnt að þrátt fyrir erfitt árferði hefði rekstur Faxaflóahafna sf. verið viðunandi og hagnaður ársins 2009 um 103.8 milljónir kr. 25.6.2010 08:29 Eignir innlánsstofnana nema rúmum 3.000 milljörðum Heildareignir innlánsstofnana námu 3.009 milljörðum kr. í lok mars 2010 og heildarskuldir 2.692 milljörðum kr. 25.6.2010 07:57 Rússar kaupa 50 nýjar Boeing farþegaþotur Rússar hafa ákveðið að kaupa 50 nýjar Boeing 737 farþegaþotur í Bandaríkjunum. 25.6.2010 07:31 Grikkir selja eyjar til að létta á skuldastöðunni Grísk stjórnvöld leita nú allra leiða til að ná tökum á nær óviðráðanlegri skuldastöðu landsins. Meðal þeirra leiða er sala á nokkrum fjölda eyja sem liggja úti fyrir ströndum landsins. 25.6.2010 07:27 Ekki hægt að reiða sig jafnmikið á Bandaríkin lengur Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að heimurinn geti ekki reitt sig lengur á Bandaríkin í jafnmiklum mæli og áður til að koma efnahagslífi sínu á réttan kjöl. 25.6.2010 07:25 Meðal Íslendingur á 2,3 milljónir inn á bankareikningi Innlán íslenskra heimila í bönkunum nema nú 734 milljörðum króna. Þetta samsvarar því að hver Íslendingur eigi að jafnaði 2,3 milljónir króna inn á bankareikningi. 25.6.2010 06:47 Stefnt að hrossaútflutningi í ágúst Stefnt er að því að hefja hrossaútflutning á nýjan leik um miðjan ágúst segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Það verði þó ekki gert nema heilsufar hrossanna sé komið í fullkomið lag en útflutningur hefur legið niðri vegna hóstaveiki sem herjað hefur á velflest hross hér á landi undanfarið. Þetta var niðurstaða fundar hagsmunaaðila sem haldinn var í gær. 25.6.2010 06:30 Heildarafli hefur minnkað Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans fyrstu níu mánuði fiskveiðiársins var tæp 747 þúsund tonn af fiski. Þetta er minni afli en á sama tímabili í fyrra þegar hann var tæp 845 þúsund tonn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fiskistofu. 25.6.2010 06:00 Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,1 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,10 prósent í Kauphöllinni í gær. Þá lækkaði gengi bréfa Marels um 0,54 prósent. Önnur hreyfing var ekki á hlutabréfamarkaði. 24.6.2010 18:05 Arion banki segist ekki í hættu vegna gengisdóms Arion banki hefur metið dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og möguleg áhrif á eigið fé bankans. Kæmi til þess að íbúðalán bankans verði dæmd ólögmæt hefði það neikvæð áhrif á eigið fé bankans en ekki að því marki að það stefni efnahag bankans í hættu. 24.6.2010 11:23 Kaupþing fær 26 milljarða frá Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings fær aðgang að 137 milljónum punda eða um 26 milljörðum kr. samkvæmt samkomulagi því sem nefndin hefur gert við breska fjárfestinn Robert Tchenguiz. 24.6.2010 11:17 LS fór eftir lögunum um ólögmæti gengistryggingar Lánasjóður sveitarfélaga (LS) virðist vera eina lánastofnunin á landinu sem hefur farið eftir lögunum um ólögmæti gengistryggingar sem samþykkt voru á Alþingi árið 2001. 24.6.2010 10:45 Noregur á flesta milljónmæringa á Norðurlöndum Noregur er það land á Norðurlöndunum sem á flesta milljónamæringa, það er þegar mælt er í milljónum dollara. Alls eru 74.900 Norðmenn svo auðugir. 24.6.2010 10:24 Engar upplýsingar að hafa hjá fjármálaráðherra Engar upplýsingar liggja fyrir um hvert sé áætlað umfang afleiðu- og gjaldmiðlasamninga á íslenskum bankamarkaði frá einkavæðingu ríkisbankanna tveggja. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur á Alþingi um rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á stórfelldu skattundanskoti. 24.6.2010 10:12 Íslandsbanki segist ráða vel við gengisdóm Íslandsbanki getur vel lifað af áhrifin af gengisdómi Hæstaréttar. Bankinn hefur á síðustu dögum farið vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og metið hugsanleg áhrif Hæstaréttar á eigið fé Íslandsbanka. 24.6.2010 09:37 Dráttarvextir lækka um 0,5 prósentustig Dráttarvextir lækka um 0,5% frá og með 1. júlí og verða 15,0% fyrir þann mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. 24.6.2010 07:40 Gengisdómur breytir ekki öðrum ákvæðum samninga Hagsmunasmtök heimilinna, Samtök lánþega og talsmaður neytenda vilja að gefnu tilefni ítreka ábendingar þess efnis að dómar Hæstaréttar, þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögmæt, breyttu engum öðrum ákvæðum gengistryggðra lánasamninga. 24.6.2010 07:38 Met slegið á uppboði hjá Christie´s í London Met var slegið hjá uppboðshúsinu Christie´s í London í gærkvöldi, en aldrei áður í sögu Christie´s hefur jafnmikð verið borgað samanlagt fyrir listaverk á einu uppboði áður. 24.6.2010 07:12 Greining Arion banka spáir verðhjöðnun í júní Greining Arion banka spáir verðhjöðnun í júní. Samkvæmt nýrri spá greiningarinnar mun vísitala neysluverðs lækka um 0,2% í júní. 24.6.2010 06:50 Kaupþing semur við Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. 23.6.2010 20:26 Kaupendur Tals með milljarða milli handanna Sjóður undir stjórn Auðar Capital hefur keypt fjarskiptafyrirtækið Tal. Þetta er fjórða og jafnframt stærsta fjárfesting sjóðsins en fjárfestingageta hans er á þriðja milljarð króna. 23.6.2010 20:00 Seðlabankastjóri: Brýnt að eyða óvissunni Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. 23.6.2010 18:30 GAMMA: Ágætisvelta á fjármálamörkuðum í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 15,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 9,6 ma. viðskiptum. 23.6.2010 16:05 Launakrafa Stefáns Hilmarssonar ekki forgangskrafa Fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, Stefán Hilmar Hilmarsson, fær ekki launakröfu sína í þrotabú Baugs upp á rúmar 25 milljónir viðurkennda sem forgangskröfu. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í morgun. 23.6.2010 14:25 Oxford-háskóli höfðar mál gegn Glitni Oxford-háskóli auk fimm breskra sveitarfélaga hafa höfðað mál gegn þrotabúi Glitnis og Bayerische Landesbank en tæplega fimmtíu stefnur eru í farvatninu samkvæmt heimildum Vísis. Heildarkröfurnar nema á sjötta tug milljarða. 23.6.2010 13:37 Már: Gengisdómur gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nýlegur Hæstaréttardómur um ólögmæti gengistryggingar gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bankakerfi landsins. Þetta kom fram í máli Más á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Seðlabankanum. 23.6.2010 11:27 Óvissa takmarkar svigrúm peningastefnunefndar „Svigrúm peningastefnunefndar takmarkast enn af óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum í framtíðinni og áformum um afnám hafta á fjármagnshreyfingar. Aukin óvissa af völdum nýlegra dóma Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána gæti grafið undan trausti og takmarkað svigrúm peningastefnunnar frekar, verði ekki brugðist við vandanum í tíma." 23.6.2010 11:21 Buffett hagnast á niðurlægingu Frakka á HM Það virðast engin takmörk á því á hverju ofurfjárfestirinn Warren Buffett getur hagnast. Nú er komið í ljós að hann hagnast töluvert á niðurlægingu franska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) í Suður Afríku. 23.6.2010 10:34 Kortaþjónustan ætlar í mál vegna samkeppnisbrota Kortaþjónustan undirbýr nú málssókn á hendur Valitor, Borgun og Fjölgreiðslumiðlun vegna samkeppnisbrota en Kortaþjónustan fékk á dögunum aðgang að gögnum sem Samkeppniseftirlitið viðaði að sér í rannsókn á málinu árið 2006. 23.6.2010 10:00 Forstjóraskipti hjá Actavis Dr. Claudio Albrecht, fyrrum forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm, hefur verið ráðinn forstjóri Actavis. 23.6.2010 09:52 FA vill álitamál um gengistryggingu fyrir dómstóla Félag atvinnurekenda (FA) er sammála því að álitaefni tengd gengistryggingu þurfi að fara fyrir dómstóla, enda um mikla hagsmuni að ræða fyrir fjármálastofnanir, heimili og fyrirtæki. Slíkt getur hinsvegar eitt og sér ekki réttlætt bið og aðgerðarleysi. 23.6.2010 09:37 Stýrivaxtalækkun í takt við væntingar Stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar um 0,5 prósentur er í takt við væntingar sérfræðinga. Greining Arion banka spáði þessari lækkun sem og sérfræðingahópur á vegum Reuters fréttastofunnar. 23.6.2010 09:13 Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir um 0,5 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur. 23.6.2010 08:58 Álrisinn Alcoa enn spenntur fyrir tækifærum á Íslandi Brent Reitan aðstoðarforstjóri álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, segir að félagið sé enn verulega spennt fyrir Íslandi og þeim tækifæri sem þar geti verið í boði. 23.6.2010 08:32 Milljónamæringum í dollurum fjölgar að nýju Fjöldi þeirra einstaklinga í heiminum sem teljast milljónamæringar í dollurum talið er nú orðinn sá sami og hann var áður en fjármálakreppan skall á árið 2008 23.6.2010 07:33 Hluthafar í BP hafa tapað 11 þúsund milljörðum Hluthafar í breska olíufélaginu BP hafa tapað 60 milljörðum punda eða yfir 11 þúsund milljörðum króna síðan að olíulekinn í Mexíkóflóa hófst í apríl síðastliðnum. 23.6.2010 07:22 Bretadrottning verður líka að herða sultarólina Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær. 23.6.2010 07:17 Segir gengisdóm þýða AGS tafir og minni vaxtalækkun Greining MP Banka telur hugsanlegt er að þriðja endurskoðunin Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) tefjist vegna óvissu í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar þar sem gengisbinding lána var dæmd ólögleg. Þessi dómur feli í sér að töluverður kostnaður fellur á ýmis fjármálafyrirtæki sem og á skattgreiðendur. 23.6.2010 07:03 Vatnið komið til stórveldanna Íslenska vatnsátöppunarfyrirtækið Icelandic Water Holdings hefur gert dreifingarsamning við rússneska drykkjavörufyrirtækið ZAO Nectar-Trade um dreifingu á vatni á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial í Rússlandi. 23.6.2010 06:00 Ríkissjóður leysir til sín skuldabréf í evrum Ríkissjóður hefur ákveðið að leysa til sín skuldabréf í evrum með gjalddaga 2011 og 2012. Alls námu kaupin 160 milljónum evra af fyrra bréfinu og 32 milljónum evra af síðara bréfinu, að nafnvirði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum. 22.6.2010 19:10 Embættismaður ráðherra: Stjórnvöld hafa ekki efni á að sjást bjarga BTB Stuttu áður en Straumur-Burðaráss fjárfestingarbanki féll fékk einn af yfirmönnum bankans þau skilaboð frá viðskiptaráðuneytinu að stjórnvöld hefðu ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni. William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, segir að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa og að þau hafi verið sem höfuðlaus her. 22.6.2010 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Samiðn setur fram hörð mótmæli gegn Landsvirkjun Stjórn Samiðnar mótmælir harðlega vilja Landsvirkjunar til að hleypa kínverskum verktökum að framkvæmdum vegna Búðarhálsvirkjunar og hefur sent stjórn Landsvirkjun ályktun þess efnis. 25.6.2010 11:10
Vátryggingarfélög skulu rekin sem hlutafélög Nýverið tóku gildi lög um vátryggingastarfsemi sem leystu af hólmi eldri lög. Meðal nýmæla í lögunum er að vátryggingarfélög skulu hér eftir verða rekin sem hlutafélög. 25.6.2010 10:53
Icelandair Group semur við Skyggni Icelandir Group hefur samið við tækni- og rekstarþjónustufyrirtækið Skyggni um rekstur á upplýsingatækniumhverfi félagsins til næstu þriggja ára. 25.6.2010 10:19
Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands aldrei verið meiri Óttinn við þjóðargjaldþrot Grikklands hefur aldrei verið meiri. Skuldatryggingaálag landsins rauk upp um tæpa 200 punkta í morgun og stendur nú í 1.126 punktum. 25.6.2010 09:40
Hagnaður Faxaflóahafna rúmar 100 milljónir í fyrra Í skýrslu stjórnar Faxaflóahafna sem lögð var fram á aðalfundi félagsins í vikunni var m.a. nefnt að þrátt fyrir erfitt árferði hefði rekstur Faxaflóahafna sf. verið viðunandi og hagnaður ársins 2009 um 103.8 milljónir kr. 25.6.2010 08:29
Eignir innlánsstofnana nema rúmum 3.000 milljörðum Heildareignir innlánsstofnana námu 3.009 milljörðum kr. í lok mars 2010 og heildarskuldir 2.692 milljörðum kr. 25.6.2010 07:57
Rússar kaupa 50 nýjar Boeing farþegaþotur Rússar hafa ákveðið að kaupa 50 nýjar Boeing 737 farþegaþotur í Bandaríkjunum. 25.6.2010 07:31
Grikkir selja eyjar til að létta á skuldastöðunni Grísk stjórnvöld leita nú allra leiða til að ná tökum á nær óviðráðanlegri skuldastöðu landsins. Meðal þeirra leiða er sala á nokkrum fjölda eyja sem liggja úti fyrir ströndum landsins. 25.6.2010 07:27
Ekki hægt að reiða sig jafnmikið á Bandaríkin lengur Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir að heimurinn geti ekki reitt sig lengur á Bandaríkin í jafnmiklum mæli og áður til að koma efnahagslífi sínu á réttan kjöl. 25.6.2010 07:25
Meðal Íslendingur á 2,3 milljónir inn á bankareikningi Innlán íslenskra heimila í bönkunum nema nú 734 milljörðum króna. Þetta samsvarar því að hver Íslendingur eigi að jafnaði 2,3 milljónir króna inn á bankareikningi. 25.6.2010 06:47
Stefnt að hrossaútflutningi í ágúst Stefnt er að því að hefja hrossaútflutning á nýjan leik um miðjan ágúst segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Það verði þó ekki gert nema heilsufar hrossanna sé komið í fullkomið lag en útflutningur hefur legið niðri vegna hóstaveiki sem herjað hefur á velflest hross hér á landi undanfarið. Þetta var niðurstaða fundar hagsmunaaðila sem haldinn var í gær. 25.6.2010 06:30
Heildarafli hefur minnkað Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans fyrstu níu mánuði fiskveiðiársins var tæp 747 þúsund tonn af fiski. Þetta er minni afli en á sama tímabili í fyrra þegar hann var tæp 845 þúsund tonn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fiskistofu. 25.6.2010 06:00
Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,1 prósent Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,10 prósent í Kauphöllinni í gær. Þá lækkaði gengi bréfa Marels um 0,54 prósent. Önnur hreyfing var ekki á hlutabréfamarkaði. 24.6.2010 18:05
Arion banki segist ekki í hættu vegna gengisdóms Arion banki hefur metið dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og möguleg áhrif á eigið fé bankans. Kæmi til þess að íbúðalán bankans verði dæmd ólögmæt hefði það neikvæð áhrif á eigið fé bankans en ekki að því marki að það stefni efnahag bankans í hættu. 24.6.2010 11:23
Kaupþing fær 26 milljarða frá Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings fær aðgang að 137 milljónum punda eða um 26 milljörðum kr. samkvæmt samkomulagi því sem nefndin hefur gert við breska fjárfestinn Robert Tchenguiz. 24.6.2010 11:17
LS fór eftir lögunum um ólögmæti gengistryggingar Lánasjóður sveitarfélaga (LS) virðist vera eina lánastofnunin á landinu sem hefur farið eftir lögunum um ólögmæti gengistryggingar sem samþykkt voru á Alþingi árið 2001. 24.6.2010 10:45
Noregur á flesta milljónmæringa á Norðurlöndum Noregur er það land á Norðurlöndunum sem á flesta milljónamæringa, það er þegar mælt er í milljónum dollara. Alls eru 74.900 Norðmenn svo auðugir. 24.6.2010 10:24
Engar upplýsingar að hafa hjá fjármálaráðherra Engar upplýsingar liggja fyrir um hvert sé áætlað umfang afleiðu- og gjaldmiðlasamninga á íslenskum bankamarkaði frá einkavæðingu ríkisbankanna tveggja. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur á Alþingi um rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á stórfelldu skattundanskoti. 24.6.2010 10:12
Íslandsbanki segist ráða vel við gengisdóm Íslandsbanki getur vel lifað af áhrifin af gengisdómi Hæstaréttar. Bankinn hefur á síðustu dögum farið vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og metið hugsanleg áhrif Hæstaréttar á eigið fé Íslandsbanka. 24.6.2010 09:37
Dráttarvextir lækka um 0,5 prósentustig Dráttarvextir lækka um 0,5% frá og með 1. júlí og verða 15,0% fyrir þann mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum. 24.6.2010 07:40
Gengisdómur breytir ekki öðrum ákvæðum samninga Hagsmunasmtök heimilinna, Samtök lánþega og talsmaður neytenda vilja að gefnu tilefni ítreka ábendingar þess efnis að dómar Hæstaréttar, þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögmæt, breyttu engum öðrum ákvæðum gengistryggðra lánasamninga. 24.6.2010 07:38
Met slegið á uppboði hjá Christie´s í London Met var slegið hjá uppboðshúsinu Christie´s í London í gærkvöldi, en aldrei áður í sögu Christie´s hefur jafnmikð verið borgað samanlagt fyrir listaverk á einu uppboði áður. 24.6.2010 07:12
Greining Arion banka spáir verðhjöðnun í júní Greining Arion banka spáir verðhjöðnun í júní. Samkvæmt nýrri spá greiningarinnar mun vísitala neysluverðs lækka um 0,2% í júní. 24.6.2010 06:50
Kaupþing semur við Tchenguiz Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. 23.6.2010 20:26
Kaupendur Tals með milljarða milli handanna Sjóður undir stjórn Auðar Capital hefur keypt fjarskiptafyrirtækið Tal. Þetta er fjórða og jafnframt stærsta fjárfesting sjóðsins en fjárfestingageta hans er á þriðja milljarð króna. 23.6.2010 20:00
Seðlabankastjóri: Brýnt að eyða óvissunni Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. 23.6.2010 18:30
GAMMA: Ágætisvelta á fjármálamörkuðum í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 15,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 9,6 ma. viðskiptum. 23.6.2010 16:05
Launakrafa Stefáns Hilmarssonar ekki forgangskrafa Fyrrverandi fjármálastjóri Baugs, Stefán Hilmar Hilmarsson, fær ekki launakröfu sína í þrotabú Baugs upp á rúmar 25 milljónir viðurkennda sem forgangskröfu. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi í málinu í morgun. 23.6.2010 14:25
Oxford-háskóli höfðar mál gegn Glitni Oxford-háskóli auk fimm breskra sveitarfélaga hafa höfðað mál gegn þrotabúi Glitnis og Bayerische Landesbank en tæplega fimmtíu stefnur eru í farvatninu samkvæmt heimildum Vísis. Heildarkröfurnar nema á sjötta tug milljarða. 23.6.2010 13:37
Már: Gengisdómur gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nýlegur Hæstaréttardómur um ólögmæti gengistryggingar gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bankakerfi landsins. Þetta kom fram í máli Más á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Seðlabankanum. 23.6.2010 11:27
Óvissa takmarkar svigrúm peningastefnunefndar „Svigrúm peningastefnunefndar takmarkast enn af óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum í framtíðinni og áformum um afnám hafta á fjármagnshreyfingar. Aukin óvissa af völdum nýlegra dóma Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána gæti grafið undan trausti og takmarkað svigrúm peningastefnunnar frekar, verði ekki brugðist við vandanum í tíma." 23.6.2010 11:21
Buffett hagnast á niðurlægingu Frakka á HM Það virðast engin takmörk á því á hverju ofurfjárfestirinn Warren Buffett getur hagnast. Nú er komið í ljós að hann hagnast töluvert á niðurlægingu franska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) í Suður Afríku. 23.6.2010 10:34
Kortaþjónustan ætlar í mál vegna samkeppnisbrota Kortaþjónustan undirbýr nú málssókn á hendur Valitor, Borgun og Fjölgreiðslumiðlun vegna samkeppnisbrota en Kortaþjónustan fékk á dögunum aðgang að gögnum sem Samkeppniseftirlitið viðaði að sér í rannsókn á málinu árið 2006. 23.6.2010 10:00
Forstjóraskipti hjá Actavis Dr. Claudio Albrecht, fyrrum forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm, hefur verið ráðinn forstjóri Actavis. 23.6.2010 09:52
FA vill álitamál um gengistryggingu fyrir dómstóla Félag atvinnurekenda (FA) er sammála því að álitaefni tengd gengistryggingu þurfi að fara fyrir dómstóla, enda um mikla hagsmuni að ræða fyrir fjármálastofnanir, heimili og fyrirtæki. Slíkt getur hinsvegar eitt og sér ekki réttlætt bið og aðgerðarleysi. 23.6.2010 09:37
Stýrivaxtalækkun í takt við væntingar Stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar um 0,5 prósentur er í takt við væntingar sérfræðinga. Greining Arion banka spáði þessari lækkun sem og sérfræðingahópur á vegum Reuters fréttastofunnar. 23.6.2010 09:13
Stýrivextir Seðlabankans lækkaðir um 0,5 prósentustig Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur. 23.6.2010 08:58
Álrisinn Alcoa enn spenntur fyrir tækifærum á Íslandi Brent Reitan aðstoðarforstjóri álrisans Alcoa, móðurfélags Fjarðaráls, segir að félagið sé enn verulega spennt fyrir Íslandi og þeim tækifæri sem þar geti verið í boði. 23.6.2010 08:32
Milljónamæringum í dollurum fjölgar að nýju Fjöldi þeirra einstaklinga í heiminum sem teljast milljónamæringar í dollurum talið er nú orðinn sá sami og hann var áður en fjármálakreppan skall á árið 2008 23.6.2010 07:33
Hluthafar í BP hafa tapað 11 þúsund milljörðum Hluthafar í breska olíufélaginu BP hafa tapað 60 milljörðum punda eða yfir 11 þúsund milljörðum króna síðan að olíulekinn í Mexíkóflóa hófst í apríl síðastliðnum. 23.6.2010 07:22
Bretadrottning verður líka að herða sultarólina Elísabet bretadrottning og fjölskylda hennar verður að herða sultarólina eins og aðrir Bretar. Þetta kemur fram í niðurskurðarfrumvarpi því sem George Osborne fjármálaráðherra Bretlands kynnti í gær. 23.6.2010 07:17
Segir gengisdóm þýða AGS tafir og minni vaxtalækkun Greining MP Banka telur hugsanlegt er að þriðja endurskoðunin Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) tefjist vegna óvissu í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar þar sem gengisbinding lána var dæmd ólögleg. Þessi dómur feli í sér að töluverður kostnaður fellur á ýmis fjármálafyrirtæki sem og á skattgreiðendur. 23.6.2010 07:03
Vatnið komið til stórveldanna Íslenska vatnsátöppunarfyrirtækið Icelandic Water Holdings hefur gert dreifingarsamning við rússneska drykkjavörufyrirtækið ZAO Nectar-Trade um dreifingu á vatni á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial í Rússlandi. 23.6.2010 06:00
Ríkissjóður leysir til sín skuldabréf í evrum Ríkissjóður hefur ákveðið að leysa til sín skuldabréf í evrum með gjalddaga 2011 og 2012. Alls námu kaupin 160 milljónum evra af fyrra bréfinu og 32 milljónum evra af síðara bréfinu, að nafnvirði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum. 22.6.2010 19:10
Embættismaður ráðherra: Stjórnvöld hafa ekki efni á að sjást bjarga BTB Stuttu áður en Straumur-Burðaráss fjárfestingarbanki féll fékk einn af yfirmönnum bankans þau skilaboð frá viðskiptaráðuneytinu að stjórnvöld hefðu ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni. William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, segir að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa og að þau hafi verið sem höfuðlaus her. 22.6.2010 19:00