Viðskipti innlent

Iceland Express flýgur til Orlando

Iceland Express ætlar að fljúga vikulega til Orlando á Flórída í október í haust. Flogið verður á laugardögum og verður fyrsta flugið því 2. október. Sala á ferðum er þegar hafin og kostar önnur leið frá 29 þúsund krónum með sköttum. Um tilraun er að ræða og því aðeins áætlað að fljúga í mánuð en verði viðtökur góðar verður það endurskoðað.

„Þetta er stórt skref í því að stækka leiðakerfið okkar í Bandaríkjunum, sem hefur fengið afar góð viðbrögð," segir Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express.

Í tilkynningu segir að október sé skemmtilegur tími í Orlando og margt hægt að gera sér til afþreyingar. „Disney-land er vinsæll áfangastaður fyrir fjölskyldufólk og sömuleiðis eru flestir áhugamenn um golf mjög spenntir fyrir Orlando, svo eitthvað sé nefnt, enda frábærir golfvellir á svæðinu."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×