Vaxtaóvissa dregur kreppuna á langinn jonab@frettabladid.is skrifar 3. júlí 2010 04:00 Taki samningsvextir við af gengistryggingu getur það haft alvarlegar afleiðingar, að sögn Franeks Rozwadowskis, sendifulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Fréttablaðið/Arnþór Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfallið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjaldeyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvernig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvextir standi og að skilgreining á ólögmæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæður í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársaukafullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski. Innlent Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira
Verði niðurstaða Hæstaréttar sú að miða við samningsvexti á öllum gengistryggðum lánum getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið, tafið fyrir afnámi gjaldeyrishafta, jafnvel verði að hækka skatta. „Því lægri sem vextirnir verða þeim mun meira verður áfallið á bankana og ríkissjóð,“ segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á landi, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir tilmælin sem Seðlabankinn og Fjármáleftirlitið lögðu fram í vikunni jákvæð eftir þá óvissu sem skapaðist í kjölfar dóms Hæstaréttar fyrir hálfum mánuði. Hann segir mikilvægt að eyða óvissunni sem fyrst. Franek segir áhyggjuefni að á meðan óvíst sé við hvað eigi að miða í stað gengistryggingar sé útlit fyrir að endurskipulagning skulda heimila og fyrirtækja landsins tefjist meir en orðið er. Það sama eigi við um afnám gjaldeyrishafta. Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans í síðustu viku fyrstu skref í afnámi haftanna geta hafist í haust, eigi síðar en í október. Franek vill ekki dagsetja afnám hafta, en segir: „Þetta er skólabókardæmi. Gjaldeyrishöftum er ekki aflétt þegar óvissa ríkir í efnahagsmálum.“ Franek leggur áherslu á að Hæstiréttur skeri eins fljótt og auðið sé úr um hvað taki við af gengistryggðum lánum og hvernig þau beri að skilgreina. Verði niðurstaðan sú að samningsvextir standi og að skilgreining á ólögmæti gengistryggðra lána nái til bíla-, íbúða- og neyslulána auk fyrirtækjaskulda muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahagslífið. „Bankarnir geta tekið eitthvað á sig. En þeir munu aldrei ráða við þetta allt,“ segir Franek og bætir við að þótt kröfuhafar muni leggja eitthvað af mörkum til að bæta hag bankanna muni megnið af nýju hlutafé koma frá ríkissjóði. Það verði kostnaðarsamt, ekki síst þegar við bætist að ríkissjóður ábyrgist nú þegar allar innistæður í bankakerfinu. „Þetta gæti leitt til hærri skatta og sársaukafullra aðgerða til að grynnka á skuldum hins opinbera. Við það mun hægja á efnahagsbatanum,“ segir Franek Rozwadowski.
Innlent Mest lesið Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Viðskipti innlent Festi hagnast umfram væntingar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Sjá meira