Viðskipti innlent

Landsnet neitar hækkunum á raforkuverði

Vegna frétta á fjölmiðlum um miklar hækkanir á flutningi og dreifingu raforku vill Landsnet, sem sér um flutning raforkunnar frá virkjunum til dreifiveitna, koma eftirfarandi á framfæri:

Frá því í febrúar 2008 og fram til maí mánaðar 2010 hefur gjaldskrá Landsnets fyrir flutning raforku til almennra notenda hækkað um 10%. Á sama tíma hefur kostnaður vegna flutningstapa og tengdra liða lækkað verulega. Heildarhækkun flutningskostnaðar raforku er því mun minni en sem nemur hækkun gjaldskrár, eða verulega minni en 10%. Á sama tímabili hefur vísitala neysluverðs hækkað úr 282,3 í 365,3 stig, eða alls um liðlega 29%. Á föstu verðlagi hefur því flutningskostnaður til almennra notenda lækkað, en ekki hækkað á tímabilinu.




Tengdar fréttir

Mikil hækkun á raforku

Raforkukostnaður hjá meðalheimili hefur hækkað um allt að þriðjung frá því um mitt ár 2008. Miklar hækkanir á fastagjöldum fyrir flutning og dreifingu skýra stærstan hluta hækkananna en þau hafa þau hækkað um allt að 137% á síðustu tveimur árum. Þetta kemur fram á vef ASÍ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×