Fleiri fréttir Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. 14.6.2010 07:46 Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. 14.6.2010 07:17 Skilanefndin ætlar að byrja að greiða út í lok næsta árs Skilanefnd Glitnis hyggst byrja að greiða út til kröfuhafa seint á árinu 2011, en nefndin hefur núna 200 milljarða króna í handbæru fé til að greiða út. Skilanefndin hefur hitt forsvarsmenn stærstu kröfuhafa Glitnis, eins og Burlington Loan Management, og eru þeir hlynntir sölu Íslandsbanka þegar rétt verð fæst. 13.6.2010 18:30 BP mun fresta arðgreiðslum Stjórnendur BP olíurisans stefna að því að fresta arðgreiðslum til hluthafa. Þeir munu hittast á mánudaginn og taka formleg ákvörðun. 11.6.2010 18:17 Mest verslað með Marel í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 1,8 prósent í Kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í fyrirtækinu eða fyrir rúmar 37 milljónir króna. Gengi bréfa Össurar fóru niður um 1,34 prósent í dag. Önnur hlutabréf á aðallista hreyfðust ekki úr stað. 11.6.2010 16:48 Forstjóri Haga sakar Morgunblaðið um óþolandi atvinnuróg og ósannindi Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann segir Morgunblaðið hafa undanfarna mánuði ítrekað hafa birt ósannindi um rekstur Haga og fara vísvitandi með rangt mál. 11.6.2010 16:18 Atvinnuleysi minnkar, mældist 8,3% í maí Skráð atvinnuleysi í maí 2010 var 8,3% en að meðaltali 13.875 manns voru atvinnulausir í maí og minnkar atvinnuleysi um 5,4% frá apríl, eða um 794 manns að meðaltali. 11.6.2010 12:06 Borgin tapaði 88 milljónum á fyrsta ársfjórðungi Samkvæmt árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins er niðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði neikvæð um 509 milljónir króna og rekstrarniðurstaða neikvæð um 88 milljónir króna. 11.6.2010 10:38 Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag. 11.6.2010 10:03 Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr. 11.6.2010 09:32 Góður árangur Dana á HM gæti kostað 25 milljarða Hagfræðingar Nordeabankans í Danmörku hafa reiknað það út að gangi danska landsliðinu vel á heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) muni danska hagkerfið tapa um 1,2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum króna. 11.6.2010 07:47 Ábendingar um peningaþvætti aukast verulega í Danmörku Ábendingar danskra banka um peningaþvætti til ríkislögreglunnar jukust verulega á síðasta ári eða um 40% miðað við fyrra ár. 11.6.2010 07:42 Starfsmönnum GM bannað að segja Chevy Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur bannað starfsmönnum sínum að stytta nafnið á bílategundinni Chevrolet í Chevy, líkt og mörgum Bandaríkjamönnum er tamt. 10.6.2010 22:37 Icelandair flýgur til Þrándheims Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Þrándheims í Noregi. Flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku til 8. október í haust með viðkomu í Bergen á leiðinni frá Íslandi. Í tilefni dagsins tóku borgarstjóri Þrándheims, Tore O Sandvik, á móti Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair og öðrum farþegum þegar Icelandair þotan lenti í Þrándheimi, en þar var haldin stutt móttökuathöfn, segir í tilkynningu. 10.6.2010 17:23 Gamma: GBI hækkaði um 0,1 % í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 3,5 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 0,3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: 10.6.2010 16:04 Hagspá ASÍ gerir ráð fyrir minni samdrætti Endurskoðuðu hagspá hagdeildar ASÍ gerir ráð fyrir heldur minni samdrætti í efnahagslífinu þó enn sé staðan erfið og svigrúm heimila og fyrirtækja mjög takmarkað. Atvinnuástandið er erfitt og áfram útlit fyrir mikið atvinnuleysi næstu misserin þó horfurnar séu heldur betri en hagdeildin gerði ráð fyrir í febrúarspá sinni. Mikilvægt er að hraða endurreisn atvinnulífsins og fjölga nýjum störfum. 10.6.2010 14:24 Ný framkvæmdastjórn skipuð hjá Byr Síðastliðna daga og vikur hefur verið unnið að því að móta framtíð Byrs og er nýtt skipurit, ný framkvæmdastjórn og stefnumótun fyrir félagið liður í því starfi samkvæmt tilkynningu frá Byr. 10.6.2010 13:57 Vill sérstakan bankaskatt Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að brúa gríðarlega stórt fjárlagagat. Hann vill að settur verði tekjuskattur á fjármálastofnanir eða það sem hann kallar bankaskatt. Undanfarin ár hafi Íslendingar einkavætt hagnað fjármálatofnanna en ríkisvætt tap þeirra. Magnús telur brýnt að þessari þróun verði snúið við. 10.6.2010 13:12 Erlend staða þjóðarbúsins batnar um rúma 600 milljarða Erlend staða þjóðarbúsins er talsvert hagfelldari en bráðabirgðatölur Seðlabanka Íslands gáfu til kynna í byrjun þessa mánaðar. Þannig var hrein staða við útlönd að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð neikvæð um 461 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 í stað 1.082 milljarða kr. eins og fyrst var talið. Er hér um töluverðan mismun að ræða, eða sem nemur um 621 milljarða kr. 10.6.2010 11:56 Færeysk félög inn og út úr úrvalsvísitölunni Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 úrvalsvísitölunni sem gerð er tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi 1. júlí 2010. 10.6.2010 11:51 Veltan í dagvöruversluninni jókst í maí Rannsóknarsetur verslunarinnar birti tölur um veltu í smásöluverslun í maí nú í morgun. Frá fyrri mánuði jókst veltan í dagvöruverslun um 7,6% á föstu verðlagi. 10.6.2010 11:47 Staða ríkissjóðs heldur áfram að versna Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 11,1 milljarða kr. Tekjur reyndust 4,2 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 3,5 milljarða kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 16,4 miljarða kr. sem er 3,9 milljarða kr. verri staða en á sama tíma í fyrra. 10.6.2010 10:17 Jón Ásgeir búinn að skila eignalistanum Jón Ásgeir Jóhannesson hefur skilað inn lista hjá breskum dómstólum sem inniheldur skrá yfir eignir hans. 10.6.2010 10:08 Hlutabréf BP ekki verið lægra skráð í 13 ár Hlutabréf í olíufélaginu BP hafa haldið áfram að lækka í verði í kauphöllinni í London í morgun. Nemur lækkunin 7% og bætist hún við rúmlega 15% lækkun á markaðinum í New York í gær. Hafa hlutabréfin ekki verið lægra skráð í 13 ár. 10.6.2010 10:00 Seðlabankinn hefur aðgang að 745 milljörðum í gjaldeyri Aðgangur Seðlabankans að gjaldeyri nemur um 745 milljarðar króna í augnablikinu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. 10.6.2010 08:19 Sakar Kínverja um hunangsþvætti í Bandaríkjunum Bandarískur öldungardeildarþingmaður hefur ásakað kínversk stjórnvöld um hunangsþvætti, það er að Kínverjar flytji hunang sitt til Bandaríkjanna í gegnum þriðja aðila til að forðast tolla. 10.6.2010 07:18 Gjaldþrot Seðlabankans kostaði hálfa milljón á mann Heildarkostnaður ríkissjóðs af tæknilegu gjaldiþroti Seðlabankans og endurreisn gömlu bankanna nemur samtals 371 milljarði króna. 10.6.2010 06:56 Erum ekki að deyja úr þörf fyrir gjaldeyri „Samningurinn er rammi sem eykur tiltrú og er ákveðin traustsyfirlýsing,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands, sem skrifað var undir í gærmorgun. Hu Xiaolian aðstoðarseðlabankastjóri skrifaði undir fyrir kínverska bankann. 10.6.2010 06:00 Landsvirkjun er nú hjá Vodafone Landsvirkjun hefur samið við Vodafone um að annast alla almenna fjarskiptaþjónustu fyrir félagið og dótturfélögin Landsnet og Landsvirkjun Power næstu fjögur árin. Samningurinn var gerður að undangengnu fyrsta útboði Landsvirkjunar á fjarskiptaþjónustu fyrir félagið. 10.6.2010 02:00 Franski svikamiðlarinn: Hegðaði mér eins og algjör hálfviti Verðbréfamiðlari sem tapaði fyrir hönd franska bankans Société Générale 164,5 milljöðrum evra sagði við réttarhöld að hann hafi hagað sér eins og "algjör hálfviti", þegar hann hætti milljöðrum evra á hlutabréfamarkaði. 9.6.2010 21:46 Velta í smásöluverslun dróst saman í maí Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,7% á föstu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 3,4% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana saman í maí um 3,8% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 7,4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Háskólanum á Bifröst. 9.6.2010 17:27 Mest verslað með Össur í Kauphöllinni Ekki var mikið um viðskipti í kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í Össuri eða fyrir rúmar 15 milljónir króna. 9.6.2010 16:55 GAMMA: Skuldabréfavísitalan lækkaði í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 19,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 3,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: 9.6.2010 16:38 Ólafur ÓIafsson segist ekki hafa brotið lög Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af kaupum Sheik Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. 9.6.2010 16:18 Virði útfluttra sjávarafurða 209 milljarðar árið 2009 Virði útfluttra sjávarafurða árið 2009 var 209 milljarðar króna sem er um 42% af heildarvirði alls útflutnings frá landinu samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg á Íslandi. Þar kemur einnig fram að boðuð fyrningarleið í sjávarútvegi muni hafa þungbær áhrif á greinina. 9.6.2010 15:55 Heildarskuldir ríkissjóðs eru 99% af landsframleiðslu Gríðarleg aukning hefur orðið á skuldum ríkissjóðs undanfarið eins og kunnugt er. Í lok fyrsta ársfjórðungs námu þær 1.536 milljörðum kr. sem er næstum þriðjungi hærri fjárhæð en á sama tíma árið 2008. Nema heildarskuldir ríkissjóðs nú um 99% af landsframleiðslu ársins en árið 2008 voru þær um 39% af landsframleiðslu. 9.6.2010 12:35 Kínasamningur hærri en nemur utanríkisviðskiptum landanna Fjárhæð gjaldmiðlaskiptasamningsins milli seðlabanka Íslands og Kína er hærri en sem nemur verðmæti utanríkisviðskipta landanna í fyrra. Á síðasta ári nam innflutningur á vörum frá Kína rúmum tuttugu milljörðum króna, eða um 5% af heildarinnflutningi. 9.6.2010 12:08 Leigusamningum fjölgaði í maí Í maí síðastliðnum var samtals 705 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrri mánuði þegar 625 samningum var þinglýst. Þá er þetta nákvæmlega sami fjöldi leigusamninga og þinglýst var í sama mánuði fyrir ári síðan samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrár Íslands hefur birt. 9.6.2010 11:08 Erlend staða Seðlabankans batnaði í maí Erlend staða Seðlabankans batnaði nokkuð í maí mánuði samanborið við apríl. Staðan batnaði um tæpa sjö milljaða kr. samkvæmt tölum sem birtar hafa verið á vefsíðu bankans. 9.6.2010 10:44 Kínasamningur styrkir ekki gjaldeyrisforðann beint Samningurinn Seðlabanka Íslands og Kína styrkri ekki gjaldreyrisforðann beint en mun greiða fyrir utanríkisviðskipti á milli Kína og Íslands. 9.6.2010 10:07 Landsvirkjun í samstarf við kínverskan verktaka og banka Viljayfirlýsing um samstarf á milli Landsvirkjunar annars vegar og China International Water & Electric Corporation (CWE) og Export-Import Bank of China (Exim Bank) hins vegar var undirrituð í morgun. 9.6.2010 09:59 Skipti hf. hagnast um 5,5 milljarða á sölu Sirus IT Skipti hf., móðurfélag Símans, hafa selt upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Kaupandi er norska upplýsingafyrirtækið Visma. Kaupverð er trúnaðarmál en með sölunni mun heildarhagnaður Skipta vegna fjárfestingarinnar í Sirius IT nema um 5,5 milljörðum íslenskra króna. 9.6.2010 09:49 Vaxandi áhyggjur af þjóðargjaldþroti Grikklands Þrír af hverjum fjórum fjárfestum og greinendum telja að þjóðargjaldþrot sé framundan hjá Grikklandi þar sem landið geti ekki staðið undir skuldum sínum. 9.6.2010 09:38 Samningurinn við Kínverja er upp á 66 milljarða Skrifað hefur verið undir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning á milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands hinn 9. júní 2010. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan. 9.6.2010 09:21 Hallinn á rekstri hins opinbera eykst Á fyrsta ársfjórðungi ársins var hið opinbera var rekið með 24,2 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 23,9 milljarða króna tekjuhalla á sama tíma 2009. 9.6.2010 09:02 Sjá næstu 50 fréttir
Efnahagshrun gæti verið framundan í Japan Naoto Kan, hinn nýji forsætisráðherra Japan, hefur gefið út aðvörun um að Japan sé að drukkna í skuldum og að efnahagslegt hrun gæti verið framundan af þessum sökum. 14.6.2010 07:46
Danskir forstjórar fitna meðan starfsmenn missa vinnuna Margir forstjórar danskra stórfyrirtækja hafa sjaldan haft það betra hvað laun og hlunnindi varðar. Á sama tíma hafa þeir rekið fjölda starfsmanna í nafni sparnaðar og hagræðingar. 14.6.2010 07:17
Skilanefndin ætlar að byrja að greiða út í lok næsta árs Skilanefnd Glitnis hyggst byrja að greiða út til kröfuhafa seint á árinu 2011, en nefndin hefur núna 200 milljarða króna í handbæru fé til að greiða út. Skilanefndin hefur hitt forsvarsmenn stærstu kröfuhafa Glitnis, eins og Burlington Loan Management, og eru þeir hlynntir sölu Íslandsbanka þegar rétt verð fæst. 13.6.2010 18:30
BP mun fresta arðgreiðslum Stjórnendur BP olíurisans stefna að því að fresta arðgreiðslum til hluthafa. Þeir munu hittast á mánudaginn og taka formleg ákvörðun. 11.6.2010 18:17
Mest verslað með Marel í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa Marels hækkaði um 1,8 prósent í Kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í fyrirtækinu eða fyrir rúmar 37 milljónir króna. Gengi bréfa Össurar fóru niður um 1,34 prósent í dag. Önnur hlutabréf á aðallista hreyfðust ekki úr stað. 11.6.2010 16:48
Forstjóri Haga sakar Morgunblaðið um óþolandi atvinnuróg og ósannindi Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann segir Morgunblaðið hafa undanfarna mánuði ítrekað hafa birt ósannindi um rekstur Haga og fara vísvitandi með rangt mál. 11.6.2010 16:18
Atvinnuleysi minnkar, mældist 8,3% í maí Skráð atvinnuleysi í maí 2010 var 8,3% en að meðaltali 13.875 manns voru atvinnulausir í maí og minnkar atvinnuleysi um 5,4% frá apríl, eða um 794 manns að meðaltali. 11.6.2010 12:06
Borgin tapaði 88 milljónum á fyrsta ársfjórðungi Samkvæmt árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir fyrsta ársfjórðung ársins er niðurstaða A hluta fyrir fjármagnsliði neikvæð um 509 milljónir króna og rekstrarniðurstaða neikvæð um 88 milljónir króna. 11.6.2010 10:38
Heimurinn hagnast mest ef Þýskaland vinnur HM Hagkerfi heimsins munu hagnast mest ef landslið Þýskalands nær því að hampa bikarnum eftir úrslitaleikinn á heimsmeistramótinu í fótbolta (HM) en mótið hefst í dag. 11.6.2010 10:03
Engisprettuplága ógnar hveitiuppskeru Ástralíu Það sem talið er að verði stærsta engisprettuplága í Ástralíu undanfarin 25 ár ógnar nú hveitiuppskeru landsins en Ástralir eru fjórðu stærstu útflytjendur hveitis í heiminum. Talið er að skaðinn í Victoríuríki einu saman geti numið 2 milljörðum Ástralíudollara eða um 220 milljörðum kr. 11.6.2010 09:32
Góður árangur Dana á HM gæti kostað 25 milljarða Hagfræðingar Nordeabankans í Danmörku hafa reiknað það út að gangi danska landsliðinu vel á heimsmeistaramótinu í fótbolta (HM) muni danska hagkerfið tapa um 1,2 milljörðum danskra króna eða um 25 milljörðum króna. 11.6.2010 07:47
Ábendingar um peningaþvætti aukast verulega í Danmörku Ábendingar danskra banka um peningaþvætti til ríkislögreglunnar jukust verulega á síðasta ári eða um 40% miðað við fyrra ár. 11.6.2010 07:42
Starfsmönnum GM bannað að segja Chevy Bandaríski bílaframleiðandinn General Motors hefur bannað starfsmönnum sínum að stytta nafnið á bílategundinni Chevrolet í Chevy, líkt og mörgum Bandaríkjamönnum er tamt. 10.6.2010 22:37
Icelandair flýgur til Þrándheims Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Þrándheims í Noregi. Flogið verður til og frá borginni tvisvar í viku til 8. október í haust með viðkomu í Bergen á leiðinni frá Íslandi. Í tilefni dagsins tóku borgarstjóri Þrándheims, Tore O Sandvik, á móti Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair og öðrum farþegum þegar Icelandair þotan lenti í Þrándheimi, en þar var haldin stutt móttökuathöfn, segir í tilkynningu. 10.6.2010 17:23
Gamma: GBI hækkaði um 0,1 % í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 3,5 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 0,3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: 10.6.2010 16:04
Hagspá ASÍ gerir ráð fyrir minni samdrætti Endurskoðuðu hagspá hagdeildar ASÍ gerir ráð fyrir heldur minni samdrætti í efnahagslífinu þó enn sé staðan erfið og svigrúm heimila og fyrirtækja mjög takmarkað. Atvinnuástandið er erfitt og áfram útlit fyrir mikið atvinnuleysi næstu misserin þó horfurnar séu heldur betri en hagdeildin gerði ráð fyrir í febrúarspá sinni. Mikilvægt er að hraða endurreisn atvinnulífsins og fjölga nýjum störfum. 10.6.2010 14:24
Ný framkvæmdastjórn skipuð hjá Byr Síðastliðna daga og vikur hefur verið unnið að því að móta framtíð Byrs og er nýtt skipurit, ný framkvæmdastjórn og stefnumótun fyrir félagið liður í því starfi samkvæmt tilkynningu frá Byr. 10.6.2010 13:57
Vill sérstakan bankaskatt Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, segir stjórnvöld þurfa að brúa gríðarlega stórt fjárlagagat. Hann vill að settur verði tekjuskattur á fjármálastofnanir eða það sem hann kallar bankaskatt. Undanfarin ár hafi Íslendingar einkavætt hagnað fjármálatofnanna en ríkisvætt tap þeirra. Magnús telur brýnt að þessari þróun verði snúið við. 10.6.2010 13:12
Erlend staða þjóðarbúsins batnar um rúma 600 milljarða Erlend staða þjóðarbúsins er talsvert hagfelldari en bráðabirgðatölur Seðlabanka Íslands gáfu til kynna í byrjun þessa mánaðar. Þannig var hrein staða við útlönd að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð neikvæð um 461 milljarða kr. í lok fyrsta ársfjórðungs 2010 í stað 1.082 milljarða kr. eins og fyrst var talið. Er hér um töluverðan mismun að ræða, eða sem nemur um 621 milljarða kr. 10.6.2010 11:56
Færeysk félög inn og út úr úrvalsvísitölunni Kauphöllin tilkynnti í dag niðurstöður endurskoðunar á OMX Iceland 6 úrvalsvísitölunni sem gerð er tvisvar á ári. Endurskoðuð samsetning tekur gildi 1. júlí 2010. 10.6.2010 11:51
Veltan í dagvöruversluninni jókst í maí Rannsóknarsetur verslunarinnar birti tölur um veltu í smásöluverslun í maí nú í morgun. Frá fyrri mánuði jókst veltan í dagvöruverslun um 7,6% á föstu verðlagi. 10.6.2010 11:47
Staða ríkissjóðs heldur áfram að versna Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2010 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 11,1 milljarða kr. Tekjur reyndust 4,2 milljörðum kr. minni en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 3,5 milljarða kr. Hreinn lánsfjárjöfnuður var neikvæður um 16,4 miljarða kr. sem er 3,9 milljarða kr. verri staða en á sama tíma í fyrra. 10.6.2010 10:17
Jón Ásgeir búinn að skila eignalistanum Jón Ásgeir Jóhannesson hefur skilað inn lista hjá breskum dómstólum sem inniheldur skrá yfir eignir hans. 10.6.2010 10:08
Hlutabréf BP ekki verið lægra skráð í 13 ár Hlutabréf í olíufélaginu BP hafa haldið áfram að lækka í verði í kauphöllinni í London í morgun. Nemur lækkunin 7% og bætist hún við rúmlega 15% lækkun á markaðinum í New York í gær. Hafa hlutabréfin ekki verið lægra skráð í 13 ár. 10.6.2010 10:00
Seðlabankinn hefur aðgang að 745 milljörðum í gjaldeyri Aðgangur Seðlabankans að gjaldeyri nemur um 745 milljarðar króna í augnablikinu. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka. 10.6.2010 08:19
Sakar Kínverja um hunangsþvætti í Bandaríkjunum Bandarískur öldungardeildarþingmaður hefur ásakað kínversk stjórnvöld um hunangsþvætti, það er að Kínverjar flytji hunang sitt til Bandaríkjanna í gegnum þriðja aðila til að forðast tolla. 10.6.2010 07:18
Gjaldþrot Seðlabankans kostaði hálfa milljón á mann Heildarkostnaður ríkissjóðs af tæknilegu gjaldiþroti Seðlabankans og endurreisn gömlu bankanna nemur samtals 371 milljarði króna. 10.6.2010 06:56
Erum ekki að deyja úr þörf fyrir gjaldeyri „Samningurinn er rammi sem eykur tiltrú og er ákveðin traustsyfirlýsing,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri um tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands, sem skrifað var undir í gærmorgun. Hu Xiaolian aðstoðarseðlabankastjóri skrifaði undir fyrir kínverska bankann. 10.6.2010 06:00
Landsvirkjun er nú hjá Vodafone Landsvirkjun hefur samið við Vodafone um að annast alla almenna fjarskiptaþjónustu fyrir félagið og dótturfélögin Landsnet og Landsvirkjun Power næstu fjögur árin. Samningurinn var gerður að undangengnu fyrsta útboði Landsvirkjunar á fjarskiptaþjónustu fyrir félagið. 10.6.2010 02:00
Franski svikamiðlarinn: Hegðaði mér eins og algjör hálfviti Verðbréfamiðlari sem tapaði fyrir hönd franska bankans Société Générale 164,5 milljöðrum evra sagði við réttarhöld að hann hafi hagað sér eins og "algjör hálfviti", þegar hann hætti milljöðrum evra á hlutabréfamarkaði. 9.6.2010 21:46
Velta í smásöluverslun dróst saman í maí Velta í dagvöruverslun dróst saman um 3,7% á föstu verðlagi í maí miðað við sama mánuð í fyrra en jókst um 3,4% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðabundnum þáttum dróst velta dagvöruverslana saman í maí um 3,8% frá sama mánuði árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 7,4% á síðastliðnum 12 mánuðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rannsóknasetri verslunarinnar á Háskólanum á Bifröst. 9.6.2010 17:27
Mest verslað með Össur í Kauphöllinni Ekki var mikið um viðskipti í kauphöllinni í dag en mestu viðskiptin voru með bréf í Össuri eða fyrir rúmar 15 milljónir króna. 9.6.2010 16:55
GAMMA: Skuldabréfavísitalan lækkaði í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,2% í dag í 19,3 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 3,2 ma. viðskiptum og GAMMAxi: 9.6.2010 16:38
Ólafur ÓIafsson segist ekki hafa brotið lög Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings af kaupum Sheik Al-Thani á hlutabréfum í Kaupþingi. 9.6.2010 16:18
Virði útfluttra sjávarafurða 209 milljarðar árið 2009 Virði útfluttra sjávarafurða árið 2009 var 209 milljarðar króna sem er um 42% af heildarvirði alls útflutnings frá landinu samkvæmt skýrslu Íslandsbanka um sjávarútveg á Íslandi. Þar kemur einnig fram að boðuð fyrningarleið í sjávarútvegi muni hafa þungbær áhrif á greinina. 9.6.2010 15:55
Heildarskuldir ríkissjóðs eru 99% af landsframleiðslu Gríðarleg aukning hefur orðið á skuldum ríkissjóðs undanfarið eins og kunnugt er. Í lok fyrsta ársfjórðungs námu þær 1.536 milljörðum kr. sem er næstum þriðjungi hærri fjárhæð en á sama tíma árið 2008. Nema heildarskuldir ríkissjóðs nú um 99% af landsframleiðslu ársins en árið 2008 voru þær um 39% af landsframleiðslu. 9.6.2010 12:35
Kínasamningur hærri en nemur utanríkisviðskiptum landanna Fjárhæð gjaldmiðlaskiptasamningsins milli seðlabanka Íslands og Kína er hærri en sem nemur verðmæti utanríkisviðskipta landanna í fyrra. Á síðasta ári nam innflutningur á vörum frá Kína rúmum tuttugu milljörðum króna, eða um 5% af heildarinnflutningi. 9.6.2010 12:08
Leigusamningum fjölgaði í maí Í maí síðastliðnum var samtals 705 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst. Þetta er nokkur fjölgun frá fyrri mánuði þegar 625 samningum var þinglýst. Þá er þetta nákvæmlega sami fjöldi leigusamninga og þinglýst var í sama mánuði fyrir ári síðan samkvæmt upplýsingum sem Fasteignaskrár Íslands hefur birt. 9.6.2010 11:08
Erlend staða Seðlabankans batnaði í maí Erlend staða Seðlabankans batnaði nokkuð í maí mánuði samanborið við apríl. Staðan batnaði um tæpa sjö milljaða kr. samkvæmt tölum sem birtar hafa verið á vefsíðu bankans. 9.6.2010 10:44
Kínasamningur styrkir ekki gjaldeyrisforðann beint Samningurinn Seðlabanka Íslands og Kína styrkri ekki gjaldreyrisforðann beint en mun greiða fyrir utanríkisviðskipti á milli Kína og Íslands. 9.6.2010 10:07
Landsvirkjun í samstarf við kínverskan verktaka og banka Viljayfirlýsing um samstarf á milli Landsvirkjunar annars vegar og China International Water & Electric Corporation (CWE) og Export-Import Bank of China (Exim Bank) hins vegar var undirrituð í morgun. 9.6.2010 09:59
Skipti hf. hagnast um 5,5 milljarða á sölu Sirus IT Skipti hf., móðurfélag Símans, hafa selt upplýsingatæknifyrirtækið Sirius IT sem er með starfsemi í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Kaupandi er norska upplýsingafyrirtækið Visma. Kaupverð er trúnaðarmál en með sölunni mun heildarhagnaður Skipta vegna fjárfestingarinnar í Sirius IT nema um 5,5 milljörðum íslenskra króna. 9.6.2010 09:49
Vaxandi áhyggjur af þjóðargjaldþroti Grikklands Þrír af hverjum fjórum fjárfestum og greinendum telja að þjóðargjaldþrot sé framundan hjá Grikklandi þar sem landið geti ekki staðið undir skuldum sínum. 9.6.2010 09:38
Samningurinn við Kínverja er upp á 66 milljarða Skrifað hefur verið undir tvíhliða gjaldmiðlaskiptasamning á milli Seðlabanka Kína og Seðlabanka Íslands hinn 9. júní 2010. Fjárhæð samningsins er 66 milljarðar króna eða 3,5 milljarðar kínverskra júan. 9.6.2010 09:21
Hallinn á rekstri hins opinbera eykst Á fyrsta ársfjórðungi ársins var hið opinbera var rekið með 24,2 milljarða króna tekjuhalla samanborið við 23,9 milljarða króna tekjuhalla á sama tíma 2009. 9.6.2010 09:02