Fleiri fréttir AGS bannar ríkinu að taka lán í vegagerð Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum. 9.6.2010 05:30 Kjóll Díönu seldist á 36 milljónir Einn af kjólum Díönu prinsessu af Wales var seldur nýlega á uppboði í London á 192 þúsund pund. Upphæðin samsvarar um 36 milljónum íslenskra króna. Díana klæddist kjólnum þegar hún kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir að hún og Karl Bretaprins höfðu opinberað ást sína. Fyrirfram var búist við því að kjóllinn yrði seldur á um 30 – 50 þúsund pund. 8.6.2010 22:31 Northern Rock sker niður 650 stöðugildi Breski bankinn Northern Rock mundar nú niðurskurðarhnífinn og ætlar skera niður um 650 stöðugildi, segir í frétt Gurdian. 8.6.2010 20:08 Landsbankinn fer framhjá Kjararáði Landsbankinn hefur stofnað sérstakt félag utan um dótturfélög sín og kemst þannig hjá því að hlýta úrskurðum Kjararáðs og getur borgað framkvæmdastjórum hærri laun en ella. Fjármálaráðuneytið ætlar að taka málið upp við Bankasýslu ríkisins. 8.6.2010 18:32 VERT og Ó! sameinast VERT-markaðsstofa og auglýsingastofan Ó! hafa sameinast undir merkjum VERT-markaðsstofu, segir í tilkynningu sem birt er á vefsíðu VERT. VERT var stofnuð sumarið 2009 en auglýsingastofan Ó! var stofnuð 2003. 8.6.2010 17:36 Farþegum Icelandair fjölgaði um 2% Þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli hefur farþegum flugfélagsins Icelandair fjölgað um 2% í maí á milli ára og sætanýting batnaði, samkvæmt frétt frá Icelandair. 8.6.2010 17:24 Rauðsól dæmd til að greiða 160 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Rauðsól ehf., sem er eigandi 365 miðla, sem aftur á Vísir.is og Stöð 2, skyldi greiða þrotabúi Íslenskrar afþreyingar ehf. 160 milljónir. Málið snýst um sölu Íslenskrar afþreyingar á 365 miðlum til Rauðsólar árið 2008 en eigandi Rauðsólar er Jón Ásgeir Jóhannesson. 8.6.2010 16:59 GAMMA: Viðskipti með óverðtryggð skuldabréf hækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 13,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 6,8 ma. viðskiptum. 8.6.2010 16:12 Steypustöðin tekin úr formlegu söluferli Steypustöðin ehf. hefur verið tekin úr formlegu söluferli en það var Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, sem sá um söluferlið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðengi. 8.6.2010 14:08 Óljóst hvort laun seðlabankastjóra hafi lækkað Varaformaður bankaráðs Seðlabankans segir ekki rétt að bankaráð hafi ákveðið að hækka laun seðlabankastjóra umfram úrskurð kjararáðs. Hann getur þó ekki tekið af tvímæli um að úrskurður kjararáðs sé kominn til framkvæmda. 8.6.2010 12:36 Eistland fær evruna sem gjaldmiðil Fjármálaráðherrar 27 þjóða ESB hafa samþykkt að Eistland verði hluti af evrusvæðinu. Mn Eistland því taka upp evruan sem gjaldmiðil frá og með 1. janúar 2011. 8.6.2010 11:28 Greining: Spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja spá fyrir stýrivexti. Greiningin reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 eða 0,75 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 23. júní næstkomandi. 8.6.2010 10:42 Íbúðalánasjóður heldur vöxtum sínum óbreyttum Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðsins á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir og verði því sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,50% og 5,00% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis. Þessi ákvörðun tekur gildi í dag, 8. júní 2010. 8.6.2010 10:28 Kaupþingsstjórnendur sem sæta glæparannsókn krefjast launa Tekin var fyrir launakrafa lykilstjórnenda Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um er að ræða kröfu fyrrverandi forstjóra bankans á Íslandi, Ingólfs Helgasonar, en hann krefst 81,6 milljóna króna. 8.6.2010 09:43 Óvarlegt að álykta að kreppunni sé lokið Þrátt fyrir að lítilsháttar hagvöxtur hafi mælst hérlendis tvo ársfjórðunga í röð er óvarlegt að álykta að kreppunni sé lokið. Raunar eru vísbendingar um að hagvöxturinn verði aftur neikvæður á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 8.6.2010 09:38 Forstjóri Iceland: Eigendurnir láta okkur í friði Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann og aðrir stjórnarmenn Iceland eigi mjög góð samskipti við eigendur sína, það er skilanefnd Landsbankans. „Eigendurnir láta okkur algerlega í friði og það virkar mjög vel," segir Walker í samtali við blaðið Telegraph. 8.6.2010 09:03 Hagvöxtur mældist 0,6% milli ársfjórðunga Landsframleiðsla, og þar með hagvöxtur, er talin hafa aukist um 0,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%. 8.6.2010 09:02 Hópur fjárfesta kaupir ALP bílaleiguna Samningar hafa tekist um að nýir eigendur eignist bílaleiguna ALP ehf. með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé, en viðskiptin marka lokin á endurskipulagningu félagsins. Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki alþjóðlegu bílaleigufyrirtækjanna AVIS og Budget um tilfærslu á leyfi til nýrra eigenda. 8.6.2010 08:21 Danskir auðmenn rétta úr kútnum eftir kreppuna Auðugustu viðskiptamenn Danmerkur hafa lagt kreppuna og miljarða tap að baki sér. Þetta kemur fram í úttekt sem Berlingske Tidende hefur gert og byggir á skattaframtölum þessa fólks fyrir síðasta ár. 8.6.2010 08:13 Fé flæðir af bankareikningum yfir í ríkistryggðar lausnir Fé flæðir nú út af bankareikningum og yfir í ríkistryggð skuldabréf að því er segir í vikulegum Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. 8.6.2010 07:45 Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðfallið undanfarnar vikur og er nú komið niður í 1.857 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka saminga. Hefur verðið ekki verið lægra í ár síðan uppúr áramótum. 8.6.2010 07:34 Gullkýrin Iceland Foods stendur undir fjórðungi af Icesave Breska verslunarkeðjan Iceland Foods hefur löngum verið kölluð gullkýrin í eignasafni skilanefndar Landsbankans. Reikna má út að Iceland ein og sér standi undir um fjórðungi af Icesave skuld Íslendinga. 8.6.2010 07:29 Sprotalögin eru lifandi ferli 8.6.2010 04:30 Bankar fresta innheimtu á 3 milljarða fjárkröfu Bankar sem eiga þriggja milljarða króna fjárkröfur á hendur eitthundrað og fjörutíu Húnvetningum og Strandamönnum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði héraðsins, hafa frestað því þar til síðar á árinu að hefja innheimtu. 7.6.2010 19:33 Sala á áfengi dróst saman um 10% Sala á áfengi dróst saman um 10% í lítrum talið á fyrstu fimm mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Ef salan í maí er hins vegar borin saman við sama mánuð í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%. 7.6.2010 18:47 Samþykkir kröfu fyrrverandi fjármálastjóra Straums Krafa fyrrverandi fjármálastjóra Straums Burðaráss upp á 179.292 pund, 34 milljónir króna, var í Héraðsdómi Reykjavíkur samþykkt sem forgangskrafa í þrotabú bankans. Hann féll frá tveggja milljón evra kröfu. 7.6.2010 18:30 Verða að hraða niðurskurði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þau 16 ríki sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu verði að hraða niðurskurðaraðgerðum sinum ef fjármálamarkaðir eigi ekki tapa öllum trúverðugleika. 7.6.2010 17:49 Belgar vilja heimsækja Ísland Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók í morgun þátt í kynningu á vegum Útflutningsráðs og Ferðamálastofu í Brussel á stöðu ferðamála á Íslandi fyrir 30 blaðamenn og fulltrúa ferðaheildsala í Belgíu. Ráðherra ræddi einnig við fjölmiðla að lokinni kynningu. 7.6.2010 17:31 Raungengi krónunnar hækkar sjö mánuði í röð Raungengi íslensku krónunnar hækkaði sjötta mánuðinn í röð í maí síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin að þessu sinni nam 3,8% frá fyrri mánuði en raungengið hefur ekki verið hærra síðan í mars á síðasta ári. 7.6.2010 11:51 Iceland Foods skilaði 25,5 milljarða hagnaði Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Group skilaði methagnaði á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 19% og nam 135,4 milljónum punda eða um 25,5 milljörðum kr. fyrir skatta. 7.6.2010 11:32 Reyndu að fela aðkomu Ólafs í Al-Thani málinu Sjeikinn Mohammed Al-Thani frá Katar fékk 6,5 milljarða króna fyrir að lána nafn sitt í viðskiptum með 5% hlut í Kaupþingi rétt fyrir fall bankans, að því er fram kemur í DV í dag. Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi stjórnendur bankans, eru sagðir hafa stýrt leikfléttunni. Þá hafi verið reynt að fela aðkomu Ólafs Ólafssonar. 7.6.2010 11:19 Fréttaskýring: Ótímabærar fregnir af andláti evrunnar Fréttirnar af andláti evrunnar eru álíka ótímabærar og fréttirnar af andláti rithöfundarins Mark Twain á sinni tíð. Þrátt fyrir að evran hafi fallið um 21% gagnvart dollaranum síðan í fyrra má benda á að hún er enn sterkari en þýska markið sem hún tók við af árið 1999. 7.6.2010 10:36 Árnína Steinunn Kristjánsdóttir ráðin til SpKef SpKef sparisjóður hefur ráðið Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur í stöðu regluvarðar hjá sjóðnum. Árnína hefur sl. 6 ár starfað sem lögfræðingur NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi. 7.6.2010 09:24 Laun hækkuðu um 1,0% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 1,0% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 1,3% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 0,3%. 7.6.2010 09:02 Norski skatturinn fann 14 milljarða í skattaparadísum Norsk skattayfirvöld ákærðu 30 einstakinga í fyrra fyrir að hafa falið auðæfi sín í skattaparadísum víða um heiminn. Samtals nemur upphæðin 700 milljónum norskra kr. eða um 14 milljörðum kr. 7.6.2010 08:58 Sjaldgæft frímerki selt fyrir metfé Afar sjaldgæft brekst frímerki hefur verið selt af frímerkjasölu á Jersey fyrir 400.000 punda eða rúmlega 75 milljónir króna. 7.6.2010 07:31 Bretar hefja sölu á ríkiseignum með Eurostar Bresk stjórnvöld eru að hefja sölu á ýmsum ríkiseignum til að létta á skuldabyrði hins opinbera þar í landi. Ein fyrsta eigin sem sett verður í sölu er járnbrautarleið undir Ermasundið. 7.6.2010 07:22 Bandarískur fjárfestir keypti 25 nýjar íbúðir til að leigja út Michael Jenkins, bandarískur fjárfestir, hefur í gegn um félag sitt Þórsgarð ehf. keypt 25 íbúðir á Íslandi og hyggst koma þeim í útleigu. 7.6.2010 06:00 Opnað fyrir inngrip ríkisins Danska þingið samþykkti í vikunni ný lög um viðbúnað banka og ríkis fari svo að stórir bankar lendi í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi 1. október í haust, þegar bráðabirgðafyrirkomulag vegna heimskreppunnar rennur úr gildi. 7.6.2010 06:00 Hætta var talin á árekstrum Fjármálafyrirtækið HF Verðbréf sá um eignaskipti á svokölluðum Avens-skuldabréfum þegar Seðlabankinn seldi þau í lokuðu útboði til 26 lífeyrissjóða á mánudag og fékk fjörutíu milljónir króna í þóknun. Öðrum fjármálafyrirtækjum var ekki boðið að borðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. 7.6.2010 05:30 Verðtrygging óhagstæðari en elstu gengislán frá 2004 Eftir leiðréttingu höfuðstóls og breytingu yfir í krónulán munu gengistryggðu bílalánin vera 1 til 13 prósent dýrari en verðtryggt krónulán sem tekið var á sama tíma. 7.6.2010 05:00 Bretar rannsaka meintan þátt Deutsche bank í brotum Kaupþings Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud office, rannsakar hvort starfsmenn Deutche bank hafi tekið þátt í meintri markaðsmisnotkun í viðskiptum með skuldatryggingar í Kaupþingi. 7.6.2010 03:30 Skattaafsláttur gagnast sprotafyrirtækjum lítið Skattaafsláttur einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað,“ segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæðir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. 7.6.2010 00:01 Cameron vill hraða niðurskurði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir mikla erfiðleika steðja að bresku efnahagslífi. Hraða verði niðurskurði hjá hinu opinbera. 6.6.2010 21:00 Telja evruna vera í dauðateygjunum Evran verður dauð innan fimm ára og myntsamband Evrópu er í dauðateygjunum að mati 25 hagfræðinga sem svöruðu könnun Sunday Telegraph í Bretlandi. Hagfræðingarnir eru meðal fremstu í sinni röð í fjármálalífi Bretlands. Tólf þeirra spáðu því að evran myndi ekki lifa í núverandi mynd á næsta kjörtímabili í Bretlandi, sem eru fimm ár, á móti átta sem töldu að hún myndi lifa af. 6.6.2010 14:45 Sjá næstu 50 fréttir
AGS bannar ríkinu að taka lán í vegagerð Vegatollar verða innheimtir til að kosta tvöföldun Suðurlandsvegar, Vesturlandsvegar og Reykjanesbrautar á næstu fjórum árum verði frumvarp sem samgönguráðherra mælti fyrir á Alþingi í fyrrakvöld að lögum. 9.6.2010 05:30
Kjóll Díönu seldist á 36 milljónir Einn af kjólum Díönu prinsessu af Wales var seldur nýlega á uppboði í London á 192 þúsund pund. Upphæðin samsvarar um 36 milljónum íslenskra króna. Díana klæddist kjólnum þegar hún kom í fyrsta sinn opinberlega fram eftir að hún og Karl Bretaprins höfðu opinberað ást sína. Fyrirfram var búist við því að kjóllinn yrði seldur á um 30 – 50 þúsund pund. 8.6.2010 22:31
Northern Rock sker niður 650 stöðugildi Breski bankinn Northern Rock mundar nú niðurskurðarhnífinn og ætlar skera niður um 650 stöðugildi, segir í frétt Gurdian. 8.6.2010 20:08
Landsbankinn fer framhjá Kjararáði Landsbankinn hefur stofnað sérstakt félag utan um dótturfélög sín og kemst þannig hjá því að hlýta úrskurðum Kjararáðs og getur borgað framkvæmdastjórum hærri laun en ella. Fjármálaráðuneytið ætlar að taka málið upp við Bankasýslu ríkisins. 8.6.2010 18:32
VERT og Ó! sameinast VERT-markaðsstofa og auglýsingastofan Ó! hafa sameinast undir merkjum VERT-markaðsstofu, segir í tilkynningu sem birt er á vefsíðu VERT. VERT var stofnuð sumarið 2009 en auglýsingastofan Ó! var stofnuð 2003. 8.6.2010 17:36
Farþegum Icelandair fjölgaði um 2% Þrátt fyrir eldgosið í Eyjafjallajökli hefur farþegum flugfélagsins Icelandair fjölgað um 2% í maí á milli ára og sætanýting batnaði, samkvæmt frétt frá Icelandair. 8.6.2010 17:24
Rauðsól dæmd til að greiða 160 milljónir Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að Rauðsól ehf., sem er eigandi 365 miðla, sem aftur á Vísir.is og Stöð 2, skyldi greiða þrotabúi Íslenskrar afþreyingar ehf. 160 milljónir. Málið snýst um sölu Íslenskrar afþreyingar á 365 miðlum til Rauðsólar árið 2008 en eigandi Rauðsólar er Jón Ásgeir Jóhannesson. 8.6.2010 16:59
GAMMA: Viðskipti með óverðtryggð skuldabréf hækkaði lítillega Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,1% í dag í 13,4 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 6,8 ma. viðskiptum. 8.6.2010 16:12
Steypustöðin tekin úr formlegu söluferli Steypustöðin ehf. hefur verið tekin úr formlegu söluferli en það var Miðengi ehf., eignarhaldsfélag Íslandsbanka, sem sá um söluferlið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Miðengi. 8.6.2010 14:08
Óljóst hvort laun seðlabankastjóra hafi lækkað Varaformaður bankaráðs Seðlabankans segir ekki rétt að bankaráð hafi ákveðið að hækka laun seðlabankastjóra umfram úrskurð kjararáðs. Hann getur þó ekki tekið af tvímæli um að úrskurður kjararáðs sé kominn til framkvæmda. 8.6.2010 12:36
Eistland fær evruna sem gjaldmiðil Fjármálaráðherrar 27 þjóða ESB hafa samþykkt að Eistland verði hluti af evrusvæðinu. Mn Eistland því taka upp evruan sem gjaldmiðil frá og með 1. janúar 2011. 8.6.2010 11:28
Greining: Spáir 0,5 prósentustiga stýrivaxtalækkun Greining Íslandsbanka hefur gefið út nýja spá fyrir stýrivexti. Greiningin reiknar með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækka stýrivexti bankans um 0,50 eða 0,75 prósentur á næsta vaxtaákvörðunardegi, þann 23. júní næstkomandi. 8.6.2010 10:42
Íbúðalánasjóður heldur vöxtum sínum óbreyttum Íbúðalánasjóður hefur í kjölfar útboðsins á íbúðabréfum og í samræmi við breytingu á vaxtaálagi ákveðið að útlánavextir sjóðsins verði óbreyttir og verði því sem hér segir: Útlánavextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði verða 4,50% og 5,00% á íbúðalánum án uppgreiðsluákvæðis. Þessi ákvörðun tekur gildi í dag, 8. júní 2010. 8.6.2010 10:28
Kaupþingsstjórnendur sem sæta glæparannsókn krefjast launa Tekin var fyrir launakrafa lykilstjórnenda Kaupþings í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Um er að ræða kröfu fyrrverandi forstjóra bankans á Íslandi, Ingólfs Helgasonar, en hann krefst 81,6 milljóna króna. 8.6.2010 09:43
Óvarlegt að álykta að kreppunni sé lokið Þrátt fyrir að lítilsháttar hagvöxtur hafi mælst hérlendis tvo ársfjórðunga í röð er óvarlegt að álykta að kreppunni sé lokið. Raunar eru vísbendingar um að hagvöxturinn verði aftur neikvæður á öðrum ársfjórðungi þessa árs. 8.6.2010 09:38
Forstjóri Iceland: Eigendurnir láta okkur í friði Malcolm Walker forstjóri Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann og aðrir stjórnarmenn Iceland eigi mjög góð samskipti við eigendur sína, það er skilanefnd Landsbankans. „Eigendurnir láta okkur algerlega í friði og það virkar mjög vel," segir Walker í samtali við blaðið Telegraph. 8.6.2010 09:03
Hagvöxtur mældist 0,6% milli ársfjórðunga Landsframleiðsla, og þar með hagvöxtur, er talin hafa aukist um 0,6% að raungildi frá fjórða ársfjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2010. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 1,3%. 8.6.2010 09:02
Hópur fjárfesta kaupir ALP bílaleiguna Samningar hafa tekist um að nýir eigendur eignist bílaleiguna ALP ehf. með yfirtöku skulda og kaupum á nýju hlutafé, en viðskiptin marka lokin á endurskipulagningu félagsins. Samningar eru gerðir með fyrirvara um endanlegt samþykki alþjóðlegu bílaleigufyrirtækjanna AVIS og Budget um tilfærslu á leyfi til nýrra eigenda. 8.6.2010 08:21
Danskir auðmenn rétta úr kútnum eftir kreppuna Auðugustu viðskiptamenn Danmerkur hafa lagt kreppuna og miljarða tap að baki sér. Þetta kemur fram í úttekt sem Berlingske Tidende hefur gert og byggir á skattaframtölum þessa fólks fyrir síðasta ár. 8.6.2010 08:13
Fé flæðir af bankareikningum yfir í ríkistryggðar lausnir Fé flæðir nú út af bankareikningum og yfir í ríkistryggð skuldabréf að því er segir í vikulegum Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. 8.6.2010 07:45
Heimsmarkaðsverð á áli hríðfellur Heimsmarkaðsverð á áli hefur hríðfallið undanfarnar vikur og er nú komið niður í 1.857 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka saminga. Hefur verðið ekki verið lægra í ár síðan uppúr áramótum. 8.6.2010 07:34
Gullkýrin Iceland Foods stendur undir fjórðungi af Icesave Breska verslunarkeðjan Iceland Foods hefur löngum verið kölluð gullkýrin í eignasafni skilanefndar Landsbankans. Reikna má út að Iceland ein og sér standi undir um fjórðungi af Icesave skuld Íslendinga. 8.6.2010 07:29
Bankar fresta innheimtu á 3 milljarða fjárkröfu Bankar sem eiga þriggja milljarða króna fjárkröfur á hendur eitthundrað og fjörutíu Húnvetningum og Strandamönnum vegna stofnfjárkaupa í sparisjóði héraðsins, hafa frestað því þar til síðar á árinu að hefja innheimtu. 7.6.2010 19:33
Sala á áfengi dróst saman um 10% Sala á áfengi dróst saman um 10% í lítrum talið á fyrstu fimm mánuðum ársins ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Ef salan í maí er hins vegar borin saman við sama mánuð í fyrra er samdrátturinn tæplega 17%. 7.6.2010 18:47
Samþykkir kröfu fyrrverandi fjármálastjóra Straums Krafa fyrrverandi fjármálastjóra Straums Burðaráss upp á 179.292 pund, 34 milljónir króna, var í Héraðsdómi Reykjavíkur samþykkt sem forgangskrafa í þrotabú bankans. Hann féll frá tveggja milljón evra kröfu. 7.6.2010 18:30
Verða að hraða niðurskurði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að þau 16 ríki sem eigi aðild að myntbandalagi Evrópu verði að hraða niðurskurðaraðgerðum sinum ef fjármálamarkaðir eigi ekki tapa öllum trúverðugleika. 7.6.2010 17:49
Belgar vilja heimsækja Ísland Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók í morgun þátt í kynningu á vegum Útflutningsráðs og Ferðamálastofu í Brussel á stöðu ferðamála á Íslandi fyrir 30 blaðamenn og fulltrúa ferðaheildsala í Belgíu. Ráðherra ræddi einnig við fjölmiðla að lokinni kynningu. 7.6.2010 17:31
Raungengi krónunnar hækkar sjö mánuði í röð Raungengi íslensku krónunnar hækkaði sjötta mánuðinn í röð í maí síðastliðnum á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin að þessu sinni nam 3,8% frá fyrri mánuði en raungengið hefur ekki verið hærra síðan í mars á síðasta ári. 7.6.2010 11:51
Iceland Foods skilaði 25,5 milljarða hagnaði Breska verslunarkeðjan Iceland Foods Group skilaði methagnaði á síðasta reikningsári sem lauk í lok mars s.l. Hagnaðurinn jókst um rúmlega 19% og nam 135,4 milljónum punda eða um 25,5 milljörðum kr. fyrir skatta. 7.6.2010 11:32
Reyndu að fela aðkomu Ólafs í Al-Thani málinu Sjeikinn Mohammed Al-Thani frá Katar fékk 6,5 milljarða króna fyrir að lána nafn sitt í viðskiptum með 5% hlut í Kaupþingi rétt fyrir fall bankans, að því er fram kemur í DV í dag. Magnús Guðmundsson og Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi stjórnendur bankans, eru sagðir hafa stýrt leikfléttunni. Þá hafi verið reynt að fela aðkomu Ólafs Ólafssonar. 7.6.2010 11:19
Fréttaskýring: Ótímabærar fregnir af andláti evrunnar Fréttirnar af andláti evrunnar eru álíka ótímabærar og fréttirnar af andláti rithöfundarins Mark Twain á sinni tíð. Þrátt fyrir að evran hafi fallið um 21% gagnvart dollaranum síðan í fyrra má benda á að hún er enn sterkari en þýska markið sem hún tók við af árið 1999. 7.6.2010 10:36
Árnína Steinunn Kristjánsdóttir ráðin til SpKef SpKef sparisjóður hefur ráðið Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur í stöðu regluvarðar hjá sjóðnum. Árnína hefur sl. 6 ár starfað sem lögfræðingur NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi. 7.6.2010 09:24
Laun hækkuðu um 1,0% milli ársfjórðunga Samkvæmt vísitölu launa voru regluleg laun að meðaltali 1,0% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2010 en í ársfjórðungnum á undan. Á sama tímabili hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 1,3% að meðaltali en laun opinberra starfsmanna um 0,3%. 7.6.2010 09:02
Norski skatturinn fann 14 milljarða í skattaparadísum Norsk skattayfirvöld ákærðu 30 einstakinga í fyrra fyrir að hafa falið auðæfi sín í skattaparadísum víða um heiminn. Samtals nemur upphæðin 700 milljónum norskra kr. eða um 14 milljörðum kr. 7.6.2010 08:58
Sjaldgæft frímerki selt fyrir metfé Afar sjaldgæft brekst frímerki hefur verið selt af frímerkjasölu á Jersey fyrir 400.000 punda eða rúmlega 75 milljónir króna. 7.6.2010 07:31
Bretar hefja sölu á ríkiseignum með Eurostar Bresk stjórnvöld eru að hefja sölu á ýmsum ríkiseignum til að létta á skuldabyrði hins opinbera þar í landi. Ein fyrsta eigin sem sett verður í sölu er járnbrautarleið undir Ermasundið. 7.6.2010 07:22
Bandarískur fjárfestir keypti 25 nýjar íbúðir til að leigja út Michael Jenkins, bandarískur fjárfestir, hefur í gegn um félag sitt Þórsgarð ehf. keypt 25 íbúðir á Íslandi og hyggst koma þeim í útleigu. 7.6.2010 06:00
Opnað fyrir inngrip ríkisins Danska þingið samþykkti í vikunni ný lög um viðbúnað banka og ríkis fari svo að stórir bankar lendi í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Nýtt fyrirkomulag tekur gildi 1. október í haust, þegar bráðabirgðafyrirkomulag vegna heimskreppunnar rennur úr gildi. 7.6.2010 06:00
Hætta var talin á árekstrum Fjármálafyrirtækið HF Verðbréf sá um eignaskipti á svokölluðum Avens-skuldabréfum þegar Seðlabankinn seldi þau í lokuðu útboði til 26 lífeyrissjóða á mánudag og fékk fjörutíu milljónir króna í þóknun. Öðrum fjármálafyrirtækjum var ekki boðið að borðinu, samkvæmt heimildum blaðsins. 7.6.2010 05:30
Verðtrygging óhagstæðari en elstu gengislán frá 2004 Eftir leiðréttingu höfuðstóls og breytingu yfir í krónulán munu gengistryggðu bílalánin vera 1 til 13 prósent dýrari en verðtryggt krónulán sem tekið var á sama tíma. 7.6.2010 05:00
Bretar rannsaka meintan þátt Deutsche bank í brotum Kaupþings Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud office, rannsakar hvort starfsmenn Deutche bank hafi tekið þátt í meintri markaðsmisnotkun í viðskiptum með skuldatryggingar í Kaupþingi. 7.6.2010 03:30
Skattaafsláttur gagnast sprotafyrirtækjum lítið Skattaafsláttur einstaklinga vegna kaupa á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum skilar litlu. „Þetta kerfi er meingallað,“ segir Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Frumtaks. Hann gagnrýndi afsláttinn harðlega í málstofu Kauphallarinnar í síðustu viku og sagði um of lágar upphæðir að ræða. Farsælla væri að veita afslátt vegna kaupa í sjóðum, sem fjárfesti í nokkrum fyrirtækjum. 7.6.2010 00:01
Cameron vill hraða niðurskurði David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir mikla erfiðleika steðja að bresku efnahagslífi. Hraða verði niðurskurði hjá hinu opinbera. 6.6.2010 21:00
Telja evruna vera í dauðateygjunum Evran verður dauð innan fimm ára og myntsamband Evrópu er í dauðateygjunum að mati 25 hagfræðinga sem svöruðu könnun Sunday Telegraph í Bretlandi. Hagfræðingarnir eru meðal fremstu í sinni röð í fjármálalífi Bretlands. Tólf þeirra spáðu því að evran myndi ekki lifa í núverandi mynd á næsta kjörtímabili í Bretlandi, sem eru fimm ár, á móti átta sem töldu að hún myndi lifa af. 6.6.2010 14:45