Viðskipti innlent

Forstjóri Haga sakar Morgunblaðið um óþolandi atvinnuróg og ósannindi

Finnur Árnason.
Finnur Árnason.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem hann sakar Morgunblaðið um óþolandi atvinnuróg. Hann segir blaðið hafa undanfarna mánuði ítrekað hafa birt ósannindi um rekstur Haga og fara vísvitandi með rangt mál.

Þetta segir hann alvarlegt mál fyrir rekstur félagsins. Það eigi í samskiptum við fjölmarga aðila, innanlands sem utan, á meðan grafið sé undan orðspori þess.

Þá bendir Finnur á tvo leiðara Morgunblaðsins, í dag og fyrr í vikunni, þar sem sagt er að Hagar hafi „verið settir á hausinn".










Fleiri fréttir

Sjá meira


×