Fleiri fréttir

Fiskeldisstöðin Rifós annar ekki eftirspurn

Hjá fiskeldisstöðinni Rifósi í Kelduhverfi er alin bæði bleikja og lax og þar á bæ eru menn stórhuga. Stefnt er að því að stækka stöðina umtalsvert þannig að ársframleiðslan verði um 1000 tonn en í dag annar Rifós ekki eftirspurn eftir vörum fyrirtækisins.

Greining: Spá um að verðbólgan lækki í 8,3%

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,3% í apríl. Ef sú verður raunin mun verðbólga lækka úr 8,5% í 8,3% og telur greiningin raunar líklegt að þar með sé hafið hjöðnunarskeið í verðbólguþróun sem standa muni næsta kastið.

Askan kostar Icelandair 100 milljónir á dag

Undanfarna daga hafa starfsmenn Icelandair Group unnið að því að lágmarka röskun fyrir viðskiptavini samstæðunnar vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli. Áætlanir gera ráð fyrir að tap samstæðunnar vegna takmarkaðrar flugumferðar til Evrópu nemi samtals um 100 milljónum króna á dag.

Auður Capital tekur yfir eignastýringu VBS

Slitastjórn VBS hefur, í samráði við Fjármálaeftirlitið (FME), samið við verðbréfafyrirtækið Auði Capital hf. um að taka yfir rekstur eignastýringardeildar VBS, þar sem VBS er nú í slitameðferð.

ESB íhugar að leyfa ríkisstyrki til flugfélaga

Framkvæmdastjórn ESB íhugar nú að líta framhjá regluverki sambandsins um ríkisaðstoð og leyfa ríkisstyrki til flugfélaga. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og haustið 2001 þegar miklar truflanir urðu á flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. september það ár.

Askan gæti kæft allan hagvöxt í Evrópu á þessu ári

Efnahagsleg áhrif öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli gætu orðið víðtæk í Evrópu. Hagfræðingar telja að ef gosið stendur mánuðum saman muni það valda samdrætti í hagvexti um 1-2% í álfunni. Áður en gosið hófst var því spáð að hagöxtur í Evrópu yrði á bilinu 1-1,5% í ár.

Átti að vera tímabundið lán

Landsbankinn lánaði Nordic Partners 65,5 milljarða króna frá byrjun árs 2007 fram til loka september 2008. Þetta er 508 prósenta aukning á tæplega tveggja ára tímabili. Nordic Partners skuldaði bankanum 78,5 milljarða í bankahruninu.

Þurfa líklega að greiða tugi milljóna í skatt

Fyrrverandi stjórnarmaður og framkvæmdastjóri Glitnis munu að öllum líkindum þurfa að greiða tugi milljóna króna í skatt vegna ólögmætra arðgreiðslna sem þeir fengu í sinn hlut. Glitnir veitti lán fyrir arðgreiðslunum sem námu 300 milljónum króna.

Skilanefndir Landsbankans og Glitnis segjast ekki draga lappirnar

Það fylgir því mikil ábyrgð að vísa málum einstaklinga til sérstaks saksóknara, segir formaður skilanefndar Glitnis. Því þurfi að vanda til verka. Skilanefndir Landsbankans og Glitnis segjast ekki draga lappirnar í því að senda meint lögbrot bankanna í frekari rannsókn, en Kaupþingsmál hafa verið meira áberandi eftir hrun.

Rannsaka starfsemi Goldman Sachs í London

Breska fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að rannsaka starfsemi útibús Goldman Sachs í London. Fyrir helgi kærði fjármálaeftirlit Bandaríkjanna bankarisann fyrir fjársvik.

Margvíslegar lausnir til staðar

Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Creditinfo, segir að um tvö þúsund fyrirtæki fari nú í þrot á ári og rúmlega tvö þúsund ný fyrirtæki verði til. Fleiri fyrirtæki séu því stofnuð en fari í þrot og það sé mynstur sem muni líklega verða til staðar á meðan hjól atvinnulífsins eru í hægagangi. Þetta kemur fram á vef Samtaka atvinnulífsins. Þar munu á næstu dögum birtast sjónvarpsinnslög undir yfirskriftinni Rödd atvinnulífsins.

Stapi afskrifar 4 milljarða kröfu á Straum

Lífeyrissjóðurinn Stapi hefur ákveðið að afskrifa 4 milljarða kr. kröfu sína á Straum. Eins og kunnugt er af fréttum gleymdu lögmenn sjóðsins að lýsa kröfunni í þrotabú Straums áður en kröfulýsingarfresturinn rann út.

Toyota innkallar fleiri bíla

Toyota, stærsti bílaframleiðandi Japans, hefur ákveðið að innkalla rúmlega 600 þúsund sendiferðabíla í Bandaríkjunum af gerðinni Sienna vegna galla í hjólabúnaði. Í síðustu viku ákvað fyrirtækið að taka lúxusjeppa af gerðinni Lexus GX460 tímabundið úr sölu um allan heim.

Markmið ESB styrkja samkeppnisstöðu Landsvirkjunar

Markmið Evrópusambandsins um losun gróðurhúsalofttegunda og nýir kolefnisskattar styrkja mjög samkeppnisstöðu Landsvirkjunar, en liður í framtíðarsýn fyrirtækisins er sókn inn á nýja markaði.

Lárus Welding á Saga Class til London

Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, skellti sér til London á miðvikudaginn, tveimur dögum eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Ekkert hefur heyrst í Lárusi eftir hrun en hann lét fara vel um sig á Saga Class í vél Icelandair.

Strauss-Khan hvetur til skjótrar lausnar í Icesavedeilunni

Dominique Strauss-Khan forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hvetur til skjótar lausnar í Icesavedeilunni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu Strauss-Khan sem birtist á heimasíðu AGS í kjölfar samþykktar stjórnar sjóðsins á annari endurskoðun áætlunar AGS og íslenskra stjórnvalda.

Eignir tryggingarfélaga lækkuðu um 2,2 milljarða

Heildareignir tryggingarfélaganna námu 138,9 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 2,2 milljarða kr. milli mánaða. Sú lækkun skýrist að mestu af öðrum eignum sem lækkuðu um 3,4 milljarða kr.

AGS opnar á 105 milljarða lán

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins lauk í gær við endurskoðun annars áfanga efnahagsáætlunar sjóðsins fyrir Ísland. „Þar með opnast fyrir verulegt lánsfé sem ætti að hafa verulegar, jákvæðar afleiðingar,“ sagði Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Glitnir horfði fram hjá feðgatengslum

Þrátt fyrir skyldleika Werners Rasmussonar við Karl og Steingrím Wernerssyni skilgreindi lánanefnd Glitnis þá ekki sem slíka. Þegar félag bræðranna rauf skilmála við erlenda kröfuhafa veitti Glitnir tuttugu milljarða fyrirgreiðslu.

Landsvirkjun er að breytast - forstjóri vill sæstreng til Evrópu

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, upplýsti í fyrsta sinn um raforkuverð til stóriðju á sögulegum ársfundi Landsvirkjunar í dag. Stóriðjufyrirtækin borga aðeins rúmlega fjórðung af þeirri upphæð sem íslensk heimili greiða fyrir raforku. Landsvirkjun er að breytast og vægi framkvæmda mun minnka. Forstjórinn segir sérstaklega áhugavert að leggja sæstreng til Evrópu.

Vill aukna sátt um Landsvirkjun - glærukynning

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunnar segist vonast til þess að með nýju hlutverki og breytingum í áherslum fyrirtækisins væri hægt að skapa aukna sátt um starfsemi fyrirtækisins. Með þessari frétt er hluti af glærukynningu forstjórans á ársfundi Landsvirkjunar sem haldinn var í dag.

HB Grandi: Óvissa um fiskflutninga

,,Við eigum ein sjö tonn af ferskum flökum á Keflavíkurflugvelli sem bíða þess að komast í flug en staðan er vægast sagt mjög óljós. Við erum í stöðugu sambandi við viðskiptavini okkar í Evrópu," segir Sólveig Arna Jóhannesdóttir, sölustjóri ferskfiskafurða hjá HB Granda.

Bakkavör hækkaði um tíu prósent á síðasta degi

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um tíu prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta var síðasti dagurinn sem félagið var skráð á markað en Iceland Air tekur sæti Bakkavarar í Úrvalsvísitölunni eftir helgi.

Goldman Sachs ákærður fyrir fjársvik, hlutabréf hrapa

Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) hefur ákært bankarisann Goldman Sachs fyrir fjársvik í milljarðaklassanum. Fréttin hefur haft þau áhrif að hlutabréf í Goldman Sachs hafa hrapað um 15% í verði á Wall Street.

Líflegt á skuldabréfamrkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 18,3 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 4,2 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 14,1 milljarða kr. viðskiptum.

AGS á dagskrá í dag

Endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun ríkisstjórnar Íslands verður tekin fyrir í dag, samkvæmt tilkynningu sem birtist rétt í þessu á vef AGS. Tilkynningarinnar hefur verið beðið með eftirvæntingu enda hefur endurskoðunin tafist mikið.

Stóriðja borgar fjórðung af því orkuverði sem heimili borga

Stóriðja borgar rúmlega fjórðung af því orkuverði sem heimili landsins borga. Stóriðjan borgar 3,3 kr. á kwst en heimilin borga 11,3 kr. á kwst miðað við gengi dollarans núna. Þetta kom fram í máli Harðar Arnarssonar forstjóra Landsvirkjunnar á aðalfundi félagsins sem nú stendur yfir.

Sigurvegari Gulleggsins í viðræðum við stóra framleiðendur

Fulltrúar fyrirtækisins ReMake Electric, sem sigraði í nýsköpunarkeppninni Gullegginu 2010, standa í viðræðum við stærstu framleiðendur heims á sviði raföryggis um framleiðslu á nýrri tegund af rafmagnsöryggi sem fyrirtækið hefur þróað.

Icelandair tapar milljónum á eldgosinu

Icelandair tapar milljónum á dag vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Ástandið er alvarlegt fyrir félagið en það standur af sér áhrif öskufallsins í einhverja mánuði, segir forstjóri Icelandair Group.

Fjöldi kaupsaminga fasteigna undir meðaltali

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 9. apríl til og með 15. apríl 2010 var 44. Þessi fjöldi er nokkuð undir meðaltali s.l. 12 vikna sem er 48 samingar á viku.

Ríkissjóður þarf að leggja milljarða í ÍLS

Eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er talsvert lægra en samræmist langtímamarkmiðum hans og telja má líklegt að Ríkissjóður muni þurfa að leggja honum til eigið fé á næstunni, enda má enn búast við ágjöf á útlánasafn sjóðsins.

Dýrasta teppi sögunnar selt á 1,2 milljarða

Sjaldgæft persneskt teppi frá 16. öld var selt á uppboði hjá Christie´s í London í gærdag fyrir rúmlega 6 milljónir punda eða um 1,2 milljarða kr. Teppið er þar með það dýrsta í sögunni en það var slegið að lokið á tuttuguföldu matsverði þess.

Askan úr Eyjafjallajökli fyllti hótel í Kaupmannahöfn

Nær öll hótel í Kaupmannahöfn voru yfirfull af gestum í nótt vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Gestirnir voru flugfarþegar sem eru strandaglópar í borginni þar sem allt flug til og frá Danmörku leggur niðri. Svipuð staða hefur eflaust verið upp á teningnum í fleiri stórborgum um norðanverða Evrópu.

Faxaflóahafnir samþykkja viðræður um hótelbyggingu

Stjórn Faxaflóahafna hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Hafnarhótel ehf. um byggingu á 120 herbergja hóteli við Ægisgarð. Samkvæmt hugmyndum forráðamanna Hafnarhótel er m.a. gert ráð fyrir fullkominni sundlaug í hótelinu sem yrði opin almenningi.

Áfram fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra

Í lok mars voru alls 16.482 einstaklingar atvinnulausir og hafði um 52% þeirra verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur sem er nokkuð hærra hlutfall en verið hefur síðustu mánuði. Líkt og við mátti búast þá heldur áfram að fjölga í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár. Í lok mars voru þeir 4.601 samanborið við 4.365 í lok febrúar.

Tap breskra flugfélaga vegna öskunnar um 20 milljarðar

Lokun lofthelgi Bretlands vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli veldur gífurlegu tapi hjá flugfélögum í norðurhluta Evrópu og víðar um heiminn. Áætlað er að tap breskra flugfélaga gæti numið yfir 100 milljónum punda, eða um 20 miljörðum kr., ef lokunin nær inn í helgina.

Vísitala íbúðaverðs í borginni hækkar áfram

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 303,5 stig í mars og hækkar um 0,5% frá fyrra mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 0,5%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún lækkað um 3,3% og lækkun síðastliðna 12 mánuði var 5,9%.

Bakkavararbræður með opinn tékka

Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir og félög tengd þeim virðast hafa haft ágætt aðgengi að lánsfé úr sjóðum Kaupþings, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Sjá næstu 50 fréttir