Viðskipti innlent

Áfram fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra

Þróun í þessa átt getur leitt til þess að erfiðara verður að vinda ofan af atvinnuleysinu þegar birtir til í efnahagslífinu, en að jafnaði fá þeir sem lengst hafa verið án atvinnu seinna vinnu en aðrir þegar atvinnuleysi fer minnkandi.
Þróun í þessa átt getur leitt til þess að erfiðara verður að vinda ofan af atvinnuleysinu þegar birtir til í efnahagslífinu, en að jafnaði fá þeir sem lengst hafa verið án atvinnu seinna vinnu en aðrir þegar atvinnuleysi fer minnkandi.
Í lok mars voru alls 16.482 einstaklingar atvinnulausir og hafði um 52% þeirra verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur sem er nokkuð hærra hlutfall en verið hefur síðustu mánuði. Líkt og við mátti búast þá heldur áfram að fjölga í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár. Í lok mars voru þeir 4.601 samanborið við 4.365 í lok febrúar.

Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ljóst sé að þetta er mikill viðsnúningur frá því sem áður var en á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 333 einstaklingar verið án atvinnu í ár. Telja má líklegt að áfram muni fjölga í þessum hópi þar sem alls höfðu 1.235 mann verið án atvinnu í 9-12 mánuði í lok mars.

Þróun í þessa átt getur leitt til þess að erfiðara verður að vinda ofan af atvinnuleysinu þegar birtir til í efnahagslífinu, en að jafnaði fá þeir sem lengst hafa verið án atvinnu seinna vinnu en aðrir þegar atvinnuleysi fer minnkandi.

Í niðurstöðum könnun sem Samtök atvinnulífsins gerðu fyrr í þessum mánuði meðal aðildarfyrirtækja og birtu í gær kom fram að störfum á almennum vinnumarkaði gæti fækkað um rúm 1.500 á þessu ári. Fyrirtækin í könnuninni eru í sjávarútvegi, iðnaði, byggingastarfsemi, veitustarfsemi, verslun og samgöngum, hótel og veitingahúsarekstri og svo fjármála- og tryggingastarfsemi. Áætlað er að um 87 þúsund manns starfi um þessar mundir í þessum atvinnugreinum.

Atvinnuleysi nú í mars og svo mánuðinum á undan er það mesta sem mælst hefur hér á landi. Oftast breytist atvinnuástandið lítið frá mars til apríl. Þó var síðastliðið ár undantekning en þá jókst atvinnuleysið lítilsháttar vegna efnahagshrunsins haustinu áður og fór atvinnuleysi úr 8,9% í 9,1% á þessu tímabili. Áætlar Vinnumálastofnun að atvinnuleysi nú í apríl breytist lítillega frá fyrri mánuði og verði á bilinu 9,0%-9,4%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×