Viðskipti innlent

Tap breskra flugfélaga vegna öskunnar um 20 milljarðar

Markaðsverð BA lækkaði um 4,5 milljónir punda og hlutir í easyJet rýrnuðu um 5,6 milljónir punda.
Markaðsverð BA lækkaði um 4,5 milljónir punda og hlutir í easyJet rýrnuðu um 5,6 milljónir punda.
Lokun lofthelgi Bretlands vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli veldur gífurlegu tapi hjá flugfélögum í norðurhluta Evrópu og víðar um heiminn. Áætlað er að tap breskra flugfélaga gæti numið yfir 100 milljónum punda, eða um 20 miljörðum kr., ef lokunin nær inn í helgina.

Fjallað er um málið í blaðinu Times. Þar segir að British Airwys (BA), sem þurfti að aflýsa hundruðum brottfara í gærdag, hafi enn ekki áætlað tap sitt. Hinsvegar er bent á að þegar svipað hafi komið upp vegna þoku hafi tap félagsins numið 10 til 20 milljónum punda á dag.

Lokunin í gær hafði veruleg áhrif á verð hluta í Ryanair en markaðsvirði þess rýrnaði um 70 milljónir punda á markaðinum í London. Markaðsverð BA lækkaði um 4,5 milljónir punda og hlutir í easyJet rýrnuðu um 5,6 milljónir punda.

Það eru fá fordæmi til fyrir því sem er að gerast í flugumferð yfir norðurhluta Evrópu. Times nefnir eldgos í Alaska árið 1989 sem olli verulegum truflunum í Norður Ameríku í nokkra daga. Bandarísk flugfélög töpuðu 100 milljónum dollara á því eldgosi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×