Viðskipti innlent

ÍLS átti 347 íbúðir í árslok, eiginfjárstaðan hættulega lítil

Á árinu leysti sjóðurinn til sín 251 íbúð til fullnustu krafna. Íbúðir í eigu sjóðsins voru 347 í árslok 2009 og fjölgaði um 151 frá árslokum 2008.
Á árinu leysti sjóðurinn til sín 251 íbúð til fullnustu krafna. Íbúðir í eigu sjóðsins voru 347 í árslok 2009 og fjölgaði um 151 frá árslokum 2008.

Tap af rekstri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) nam 3.2 milljörðum kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé hans í árslok var rúmlega 10 milljarðar kr. Íbúðir í eigu sjóðsins voru 347 í árslok 2009.

Þetta kemur fram í ársreikningi sjóðsins sem birt er á vefsíðu Kauphallarinnar. Þar kemur fram að eiginfjárhlutfall sjóðsins sem reiknað er samkvæmt ákvæðum í reglugerð... um Íbúðalánasjóð er 3,0%. Hlutfallið er reiknað með sama hætti og eiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja.

Langtímamarkmið sjóðsins er að hlutfallið sé yfir 5,0%. Í samræmi við 7. grein framangreindrar reglugerðar gerði sjóðurinn félags- og tryggingamálaráðherra grein fyrir því að að eiginfjárhlutfall sjóðsins stefndi undir 4,0%. Stjórn sjóðsins vinnur nú að tillögum um leiðir til að ná langtímamarkmiði um eiginfjárhlutfall en sjóðurinn hefur nú þegar hækkað vaxtaálag á nýjum útlánum.

Á árinu leysti sjóðurinn til sín 251 íbúð til fullnustu krafna. Íbúðir í eigu sjóðsins voru 347 í árslok 2009 og fjölgaði um 151 frá árslokum 2008.

Í árslok námu útlán 756.6 milljörðum kr. og hækkuðu um 76.2 milljarða kr. á árinu. Lántaka sjóðsinsnam 784,6 milljörðum kr. og hækkaði um 71,9 milljarða kr. á árinu.

Virðisrýrnun útlána nam 3,4 milljörðum kr. í lok árs 2009 og hækkar um 1,8 milljarða kr. frá fyrra ári. Vanskil hafa aukist milli ára en um 5,3% lántakenda sjóðsins eru með einn eða fleiri gjalddaga í vanskilum í árslok 2009.

Í ársreikningnum segir að kreppan sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum frá haustmánuðum 2008 hefur haft veruleg áhrif á Íbúðalánasjóð. Sjóðurinn átti 16,6 milljarða kr. kröfu á viðskiptabankana vegna skuldabréfa og afleiðusamninga við fall þeirra í október 2008. Á sama tíma skuldaði hann þeim 5,3 milljarða kr. vegna afleiðusamninga og íbúðabréfa.

Á árinu 2009 vék Fjármálaeftirlitið (FME) stjórnum SPRON og Straums-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. frá og skipaði skilanefndir yfir bankana. Samkvæmt ákvörðun skilanefnda var innlánum Íbúðalánasjóðs að fjárhæð kr. 5,3 milljarða kr. haldið eftir á lokuðum reikningum.

Á árinu 2009 var niðurfærsla að fjárhæð 2.9 milljarða kr. gjaldfærð í rekstrarreikningi vegna fyrrgreindra krafna Sú niðurfærsla kemur til viðbótar niðurfærslu að fjárhæð 7,9 milljarða kr. sem færð var í rekstrarreikningi ársins 2008 til að mæta áætluðu tapi sjóðsins. Í heild hefur því verið færð niðurfærsla að fjárhæð 10,8 milljarða kr. vegna þessara krafna.

Á meðal krafna á lánastofnanir eru eignfærðar tæplega 2.4 milljarðar kr. Í uppgjöri sjóðsins er gengið út frá að hann eigi rétt á skuldajöfnun. Óvissa er um uppgjör krafna og afleiðusamninga ásamt heimild sjóðsins til skuldajöfnunar. Á árinu 2010 hefur sjóðurinn náð samningum við SPRON, en enn er ágreiningur um innstæður sjóðsins hjá Straumi-Burðaráss fjárfestingarbanka hf. Tap sjóðsins getur því orðið annað þegar endanleg uppgjör fara fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×