Fleiri fréttir Askan veldur gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum Askan úr Eyjafjallajökli mun valda gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum í norðurhluta Evrópu og víðar um heiminn. Þess sjást m.a. merki í kauphöllum þessa stundina og sem dæmi má nefna að hluti í SAS hafa fallið um 7% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag. 15.4.2010 13:50 Horfum fram á sársaukafulla skerðingu á lífeyrisréttindum Fjármálaráðherra segir að landsmenn horfi fram á sársaukafulla skerðingu á lífeyrisréttindum, þar sem tap sjóðanna af efnahagshruninu hér á landi 2008 sé nú að koma fram af fullum þunga. 15.4.2010 13:13 Spennandi hvort gjaldeyrishöftin verða afnumin Spennandi verður hvort dragi til einhverra tíðinda varðandi afnám gjaldeyrishafta í kjölfar annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda, en endurskoðunin er á dagskrá sjóðsins á morgun. 15.4.2010 12:44 Skuldatryggingaálag rikissjóðs stöðugt í 380 punktum Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur lækkað nokkuð á undanförnum vikum og nú í morgun stóð álagið til 5 ára í 380 punktum (3,82%). Jafnframt hafa sveiflurnar verið mun minni síðustu daga en oft áður, auk þess sem gildi þess hefur haldist í kringum 380 punkta nokkra daga í röð en það hefur ekki gerst síðan í nóvember á síðasta ári. 15.4.2010 12:00 OR og Mitsubishi í samstarf á heimsvísu Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Mitsubishi Heavy Industries (MHI) undirrituðu í dag í sendiráði Íslands í Tókýó viljayfirlýsingu um samstarf fyrirtækjanna tveggja við jarðhitanýtingu á heimsvísu og innleiðingu visthæfra orkugjafa í samgöngum hér á landi. 15.4.2010 11:48 Virði Icelandair á bilinu 16 til 25 milljarðar í nýju verðmati Þýskur banki verðmetur virði eigin fjár Icelandair Group á bilinu 16,4 til 25,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Áréttað er að verðmatið tekur ekki til hlutabréfa Icelandair Group sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fjárfestar ættu ekki að nýta verðmatið sem grundvöll fyrir fjárfestingarákvörðun. 15.4.2010 11:42 Markaðurinn telur að yfir 100% af Icesave endurheimtist Alþjóðamarkaðurinn með skuldabréf virðist telja að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans mun nema töluvert meir en sem nemur Icesave-skuldinni. Skuldabréf í Landsbankanum halda áfram að hækka og er gengi þeirra nú komið í 11, það er markaðurinn telur að 11% muni fást upp í kröfur á hendur þrotabúinu. 15.4.2010 11:10 Nýskráningar bíla jukust um 114% milli ára í mars Töluverð aukin var í nýskráningum fólksbíla í mars. Í nýliðnum mánuði voru nýskráðir 156 nýir fólksbílar á móti 73 stk. í sama mánuði árið 2009 sem gerir liðlega 114% aukningu milli ára. 15.4.2010 10:41 Tvær styttur af fílum seldar á 800 milljónir Tvær litlar jaðistyttur af fílum frá tíma keisarans Qianlong í Kína á 18. öld far á uppboð í vor og reiknað er með að þær seljist á um 4 milljónir punda eða tæplega 800 milljónir punda. Stytturnar eru aðeins tæplega 15 sm háar. 15.4.2010 10:20 Rekstur Árborgar skilaði 449 milljóna tapi í fyrra Rekstur sveitarfélagsins Árborgar, A og B hluti, skilaði tapi upp á 449 milljónir kr. á síðasta ári. Er það nokkuð minna tap en áætlun fyrir árið gerði ráð fyrir. 15.4.2010 09:42 Innlendar matvörur hafa hækkað um 35,6% frá ársbyrjun 2007 Innlendar matvörur, utan búvara og grænmetis, hafa hækkað um 35,6% frá ársbyrjun 2007 en innfluttar matvörur hafa hækkað um 62,8% á sama tíma. Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands hefur vísitala neysluverðs hækkað frá ársbyrjun 2007 til mars 2010 um 35,3%. 15.4.2010 08:48 Öskufallið hækkar heimsmarkaðsverð á olíu Búið er að loka fyrir alla þyrluflugsumferð á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó og meðfram ströndum Noregs vegna öskufallsins frá gosinu í Eyjafjallajökli. Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu. 15.4.2010 08:29 LV lækkar lífeyrisgreiðslur um 10% frá júlí Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að leggja til við aðildarsamtök sjóðsins að lækka greiðslur til lífeyrisþega um 10% frá og með 1. júlí 2010 og að áunnin lífeyrisréttindi sjóðfélaga verði lækkuð um 10% frá 1. janúar 2010. Þessi ráðstöfun er bein afleiðing yfirstandandi fjármálakreppu sem því miður hefur komið niður á ávöxtun eigna sjóðsins. 15.4.2010 08:00 Tap hagkerfisins sagt gífurlegt Bankarnir tóku ekki að fullu tillit til gjaldeyrisáhættu vegna lána í erlendri mynt, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 15.4.2010 02:45 Auðkýfingur með rússnesk mafíutengsl fékk lán frá Kaupþingi Kaupþing lánaði rússneskum auðkýfingi sem sakaður er um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi um þrjátíu milljarða króna rétt fyrir bankahrunið. 14.4.2010 20:07 Össur: Sigurjón er „hvapholda í andliti“ Konráð Jónsson, lögfræðingur, framkvæmdi tilraun til að staðreyna hvort hægt væri að gleypa hálfan snúð í einum bita eins og Sigurjón Þ. Árnason á að hafa gert samkvæmt vitnisburði Össurar Skarphéðinssonar. Konráð komst að því að þetta væri ómögulegt og ritaði Össuri bréf í kjölfarið. Össur svaraði Konráð, gerir athugasemdir við aðferðafræði hans og segist standa við orð sín sem vitnað er til í skýrslunni. 14.4.2010 20:04 Kaupþingsmenn vildu „taka út pening strax“ Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. 14.4.2010 19:55 Hagnaður Íslandsbanka nam 24 milljörðum króna Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 23,9 milljörðum króna og er tekjuskattur ársins áætlaður 4,7 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall bankans nam 19,8%. Arðsemi eiginfjár var 30% en enginn arður verður greiddur til eigenda bankans, eftir því sem fram kemur í afkomutilkynningu frá bankanum. 14.4.2010 16:24 Exista hagnaðist um 90 milljarða á gjaldeyrisviðskiptum Rannsóknarnefnd Alþingis metur hagnað Exista af gjaldeyrisviðskiptunum við Kaupþing upp á tæpa 90 milljarða íslenskra króna á á árunum 2007 og 2008. Eins og kunnugt er var Exista stærsti eigandi Kaupþings á þessu tímabili en samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar átti félagið í gífurlegum gjaldeyrisviðskiptum við Kaupþing fram að hruninu um haustið 2008. 14.4.2010 14:44 Skilanefnd Kaupþings hefur skoðað öll málin í skýrslunni Í kjölfar birtingar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hafa skilanefnd Kaupþings og starfsmenn hennar farið yfir og greint þær upplýsingar úr skýrslunni er snúa að Kaupþingi og metið hvort allt sem þykir athugavert við starfsemi Kaupþings í skýrslunni hafi verið skoðað af skilanefnd. Niðurstaðan er sú að öll mál sem tengjast Kaupþingi og tekin eru fyrir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hafa verið í athugun hjá skilanefnd Kaupþings. 14.4.2010 14:11 Hlutabréf Century Aluminum hækkuðu um 2,66 prósent Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 2,66 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa eitt prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,53 prósent. 14.4.2010 17:03 CNN semur við Mílu um að sýna frá gosinu Forsvarsmenn fréttastofu CNN höfðu samband við Mílu í dag, þar sem farið var á leit við fyrirtækið að fá aðgengi að vefmyndavélunum til að geta sýnt beint frá gosstöðvunum á Íslandi á fréttavef CNN. Það leyfi var veitt og er nú myndavélin sem staðsett er á Valahnúk aðgengileg á fréttavef CNN. 14.4.2010 16:52 Lítilsháttar lækkun á GBI skuldabréfavísitölunni Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 10 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 0,8 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 9,2 milljarða kr. viðskiptum. 14.4.2010 16:01 Hagnaður Garðabæjar nam 432 milljónum í fyrra Rekstrarniðurstaða Garðabæjar, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 432,4 milljónir kr., þar af var rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 395,9 milljónir kr. 14.4.2010 15:27 Aðeins milljónamæringar hjá Danske Bank í Luxemborg Það er ekki hægt að gerast viðskiptavinur hjá Danske Bank í Luxemborg nema viðkomandi hafi a.m.k. 400.000 evrur eða 68 milljónir kr. í eigu sinni. Þeim sem vilja verða viðskiptavinir bankans en hafa ekki framangreinda upphæð haldbæra er einfaldlega vísað á dyr. 14.4.2010 13:31 Verðmætasköpun á Íslandi um sex milljarðar á dag Á hverjum virkum degi eru sköpuð verðmæti á Íslandi fyrir um sex milljarða króna. Fyrirtæki í Samtökum atvinnulífsins (SA) gegna mikilvægu hlutverki í þeirri sköpun en innan raða SA eru um 2.000 fyrirtæki þar sem starfar um helmingur launamanna á Íslandi. 14.4.2010 12:51 Samið við Deutsche Bank um að Björgólfur haldi Actavis Samkvæmt heimildum Fréttastofu er unnið að samkomulagi við Deutche bank, stærsta kröfuhafa Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem gengur út á að Björgólfur haldi Actavis. 14.4.2010 11:49 Ríkissjóður fékk bestu vaxtakjör frá júní í fyrra Ríkissjóður má vel una við niðurstöðuna í ríkisvíxlaútboðinu sem haldið var í gærdag. Umframeftirspurn hefur ekki verið jafn mikil síðan í nóvember á síðasta ári og vaxtakjör ríkissjóðs í útboðinu nú eru þau bestu frá júní í fyrra. 14.4.2010 10:53 Útlán ÍLS minnka um 2,6 milljarða milli ára Samtals námu útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrsta ársfjórðungi 2010 um 6,8 milljörðum króna samanborið við 9,4 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi 2009. Lánin minnka því um 2,6 milljarða kr. milli ára. 14.4.2010 10:15 Endurskipulagningu Smáralindar er lokið Rétt í þessu fékkst staðfesting á frágangi lánssamnings milli Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. og Norræna fjárfestingabankans og er endurfjármögnun félagsins þar með lokið, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Selja á félagið á þessu ári. 14.4.2010 10:10 Heildaraflinn minnkaði um 21,5% milli ára í mars Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var 21,5% minni en í mars 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 14.2% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 14.4.2010 09:53 Dæmdur Rússi meðal stóreigenda Kaupþings Alisher Usmanov, rússneskur auðmaður og fyrrum fangi með skrautlega fortíð, er sagður hafa átt 1,48% í Kaupþingi þegar bankinn féll haustið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en þar er greint frá því að Usmanov hafi verið á lista yfir þá 20 stærstu skuldarana í íslensku bönkunum þegar þeir féllu. 14.4.2010 09:37 Leigusamningum fækkar um 8,5% milli ára Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 790 í mars. Þeim fækkar um 8,5% frá mars 2009 en fjölgar um 6,2% frá febrúar 2010. 14.4.2010 07:45 Baugur hafði tangarhald á bönkunum "Varla þarf að ræða það að Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmundsson og Bakkabræðurnir réðu ekki við eignarhald á bönkunum. Sjálfir voru þeir í fararbroddi við hömlulausa þenslu útlána sem felldu bankana.“ 14.4.2010 06:00 Gervimenn fengu 5,5 milljarða arð Gervimaður í útlöndum virðist aðsópsmikill eignamaður í íslensku viðskiptalífi, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 14.4.2010 00:01 Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008. 14.4.2010 08:49 Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr. 14.4.2010 11:36 World Class hótar lögsókn vegna skoðanakönnunnar Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt. 13.4.2010 14:23 Aðhald ríkisins var of lítið í uppsveiflunni Þótt töluvert hafi dregið úr skuldum ríkissjóðs á árunum 1995 til 2005 í hlutfalli við verga landsframleiðslu þá lækkuðu þær ekki mikið að nafnvirði. Árið 1998 voru heildarskuldir ríkissjóðs 381 milljarður krónur en 2001 höfðu þær aukist í 491 milljarð krónur. Þetta er meðal annars það sem kemur fram í sjöunda bindi rannsóknarskýrslunnar og snýr að hagstjórn ríkisstjórnarinnar frá 1995 til 2005. 13.4.2010 20:38 Kaupþing sýslaði grimmt með gjaldeyrinn rétt fyrir hrun Á þriggja mánaða tímabili, ári fyrir hrunið, keyptu fimm fyrirtæki alls 1,4 milljarða evra í framvirkum samningum af Kaupþingi. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að þessi gjaldeyrisviðskipti kunni að falla undir markaðsmisnotkun og hefur vísað málinu til sérstaks saksóknara. 13.4.2010 19:42 Greiddu tveimur endurskoðendafyrirtækjum 4,5 milljarð Rannsóknarnefndin telur að sérstakur saksóknari þurfi að rannsaka hvort endurskoðendur hafi brotið starfsskyldur sínar með því að skrifa undir ársreikninga sem ekki gáfu rétta mynd af félögunum sem þeir endurskoðuðu. Vanhöld eru talin vera á ársreikningunum, m.a. hafi eiginfjárhlutföll bankanna ekki endurspeglað raunverulegan styrk þeirra. 13.4.2010 18:43 Gamma hækkaði um 0,3% í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 21,3 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 10,1 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 11,2 milljarða viðskiptum. 13.4.2010 17:00 Alfa verðbréf fá starfsleyfi hjá FME Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Alfa verðbréfum hf. í Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 13.4.2010 15:16 Skuldabréf VBS tekin úr viðskiptum Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf VBS fjárfestingarbanka hf. úr viðskiptum þar sem héraðsdómur hefur úrskurðaði að bankinn skuli tekinn til slitameðferðar, sbr. tilkynningu félagsins dags. 9. apríl 2010. 13.4.2010 14:11 Peningamarkaðslán voru eins og opnir víxlar Lilja Steinþórsdóttir, innri endurskoðanda Kaupþings, segir að peningamarkaðslán hafi verið eins og opnir víxlar, engar tryggingar og ekki neitt á bak við þau. Þetta kemur fram í skýrslu Lilju fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. 13.4.2010 12:45 Sjá næstu 50 fréttir
Askan veldur gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum Askan úr Eyjafjallajökli mun valda gífurlegu tapi hjá flugfélögum og flugvöllum í norðurhluta Evrópu og víðar um heiminn. Þess sjást m.a. merki í kauphöllum þessa stundina og sem dæmi má nefna að hluti í SAS hafa fallið um 7% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í dag. 15.4.2010 13:50
Horfum fram á sársaukafulla skerðingu á lífeyrisréttindum Fjármálaráðherra segir að landsmenn horfi fram á sársaukafulla skerðingu á lífeyrisréttindum, þar sem tap sjóðanna af efnahagshruninu hér á landi 2008 sé nú að koma fram af fullum þunga. 15.4.2010 13:13
Spennandi hvort gjaldeyrishöftin verða afnumin Spennandi verður hvort dragi til einhverra tíðinda varðandi afnám gjaldeyrishafta í kjölfar annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda, en endurskoðunin er á dagskrá sjóðsins á morgun. 15.4.2010 12:44
Skuldatryggingaálag rikissjóðs stöðugt í 380 punktum Skuldatryggingaálag ríkissjóðs hefur lækkað nokkuð á undanförnum vikum og nú í morgun stóð álagið til 5 ára í 380 punktum (3,82%). Jafnframt hafa sveiflurnar verið mun minni síðustu daga en oft áður, auk þess sem gildi þess hefur haldist í kringum 380 punkta nokkra daga í röð en það hefur ekki gerst síðan í nóvember á síðasta ári. 15.4.2010 12:00
OR og Mitsubishi í samstarf á heimsvísu Fulltrúar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og Mitsubishi Heavy Industries (MHI) undirrituðu í dag í sendiráði Íslands í Tókýó viljayfirlýsingu um samstarf fyrirtækjanna tveggja við jarðhitanýtingu á heimsvísu og innleiðingu visthæfra orkugjafa í samgöngum hér á landi. 15.4.2010 11:48
Virði Icelandair á bilinu 16 til 25 milljarðar í nýju verðmati Þýskur banki verðmetur virði eigin fjár Icelandair Group á bilinu 16,4 til 25,6 milljarða króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallarinnar. Áréttað er að verðmatið tekur ekki til hlutabréfa Icelandair Group sem skráð eru í Kauphöll Íslands og fjárfestar ættu ekki að nýta verðmatið sem grundvöll fyrir fjárfestingarákvörðun. 15.4.2010 11:42
Markaðurinn telur að yfir 100% af Icesave endurheimtist Alþjóðamarkaðurinn með skuldabréf virðist telja að endurheimtur úr þrotabúi Landsbankans mun nema töluvert meir en sem nemur Icesave-skuldinni. Skuldabréf í Landsbankanum halda áfram að hækka og er gengi þeirra nú komið í 11, það er markaðurinn telur að 11% muni fást upp í kröfur á hendur þrotabúinu. 15.4.2010 11:10
Nýskráningar bíla jukust um 114% milli ára í mars Töluverð aukin var í nýskráningum fólksbíla í mars. Í nýliðnum mánuði voru nýskráðir 156 nýir fólksbílar á móti 73 stk. í sama mánuði árið 2009 sem gerir liðlega 114% aukningu milli ára. 15.4.2010 10:41
Tvær styttur af fílum seldar á 800 milljónir Tvær litlar jaðistyttur af fílum frá tíma keisarans Qianlong í Kína á 18. öld far á uppboð í vor og reiknað er með að þær seljist á um 4 milljónir punda eða tæplega 800 milljónir punda. Stytturnar eru aðeins tæplega 15 sm háar. 15.4.2010 10:20
Rekstur Árborgar skilaði 449 milljóna tapi í fyrra Rekstur sveitarfélagsins Árborgar, A og B hluti, skilaði tapi upp á 449 milljónir kr. á síðasta ári. Er það nokkuð minna tap en áætlun fyrir árið gerði ráð fyrir. 15.4.2010 09:42
Innlendar matvörur hafa hækkað um 35,6% frá ársbyrjun 2007 Innlendar matvörur, utan búvara og grænmetis, hafa hækkað um 35,6% frá ársbyrjun 2007 en innfluttar matvörur hafa hækkað um 62,8% á sama tíma. Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands hefur vísitala neysluverðs hækkað frá ársbyrjun 2007 til mars 2010 um 35,3%. 15.4.2010 08:48
Öskufallið hækkar heimsmarkaðsverð á olíu Búið er að loka fyrir alla þyrluflugsumferð á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó og meðfram ströndum Noregs vegna öskufallsins frá gosinu í Eyjafjallajökli. Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu. 15.4.2010 08:29
LV lækkar lífeyrisgreiðslur um 10% frá júlí Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) hefur ákveðið að leggja til við aðildarsamtök sjóðsins að lækka greiðslur til lífeyrisþega um 10% frá og með 1. júlí 2010 og að áunnin lífeyrisréttindi sjóðfélaga verði lækkuð um 10% frá 1. janúar 2010. Þessi ráðstöfun er bein afleiðing yfirstandandi fjármálakreppu sem því miður hefur komið niður á ávöxtun eigna sjóðsins. 15.4.2010 08:00
Tap hagkerfisins sagt gífurlegt Bankarnir tóku ekki að fullu tillit til gjaldeyrisáhættu vegna lána í erlendri mynt, að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 15.4.2010 02:45
Auðkýfingur með rússnesk mafíutengsl fékk lán frá Kaupþingi Kaupþing lánaði rússneskum auðkýfingi sem sakaður er um tengsl við skipulagða glæpastarfsemi um þrjátíu milljarða króna rétt fyrir bankahrunið. 14.4.2010 20:07
Össur: Sigurjón er „hvapholda í andliti“ Konráð Jónsson, lögfræðingur, framkvæmdi tilraun til að staðreyna hvort hægt væri að gleypa hálfan snúð í einum bita eins og Sigurjón Þ. Árnason á að hafa gert samkvæmt vitnisburði Össurar Skarphéðinssonar. Konráð komst að því að þetta væri ómögulegt og ritaði Össuri bréf í kjölfarið. Össur svaraði Konráð, gerir athugasemdir við aðferðafræði hans og segist standa við orð sín sem vitnað er til í skýrslunni. 14.4.2010 20:04
Kaupþingsmenn vildu „taka út pening strax“ Ráðabrugg lykilstjórnenda Kaupþings banka um lántöku út á hækkandi hlutabréfaverð lýsir þeirri fyrirætlun stjórnendanna að auðgast með því að taka "út peninginn strax," svo vitnað sé orðrétt í tölvupóst sem birtur er í rannsóknarskýrslu Alþingis. 14.4.2010 19:55
Hagnaður Íslandsbanka nam 24 milljörðum króna Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 23,9 milljörðum króna og er tekjuskattur ársins áætlaður 4,7 milljarðar króna. Eiginfjárhlutfall bankans nam 19,8%. Arðsemi eiginfjár var 30% en enginn arður verður greiddur til eigenda bankans, eftir því sem fram kemur í afkomutilkynningu frá bankanum. 14.4.2010 16:24
Exista hagnaðist um 90 milljarða á gjaldeyrisviðskiptum Rannsóknarnefnd Alþingis metur hagnað Exista af gjaldeyrisviðskiptunum við Kaupþing upp á tæpa 90 milljarða íslenskra króna á á árunum 2007 og 2008. Eins og kunnugt er var Exista stærsti eigandi Kaupþings á þessu tímabili en samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndarinnar átti félagið í gífurlegum gjaldeyrisviðskiptum við Kaupþing fram að hruninu um haustið 2008. 14.4.2010 14:44
Skilanefnd Kaupþings hefur skoðað öll málin í skýrslunni Í kjölfar birtingar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hafa skilanefnd Kaupþings og starfsmenn hennar farið yfir og greint þær upplýsingar úr skýrslunni er snúa að Kaupþingi og metið hvort allt sem þykir athugavert við starfsemi Kaupþings í skýrslunni hafi verið skoðað af skilanefnd. Niðurstaðan er sú að öll mál sem tengjast Kaupþingi og tekin eru fyrir í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hafa verið í athugun hjá skilanefnd Kaupþings. 14.4.2010 14:11
Hlutabréf Century Aluminum hækkuðu um 2,66 prósent Gengi hlutabréfa Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, hækkaði um 2,66 prósent í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa eitt prósent og stoðtækjafyrirtækisins Össurar um 0,53 prósent. 14.4.2010 17:03
CNN semur við Mílu um að sýna frá gosinu Forsvarsmenn fréttastofu CNN höfðu samband við Mílu í dag, þar sem farið var á leit við fyrirtækið að fá aðgengi að vefmyndavélunum til að geta sýnt beint frá gosstöðvunum á Íslandi á fréttavef CNN. Það leyfi var veitt og er nú myndavélin sem staðsett er á Valahnúk aðgengileg á fréttavef CNN. 14.4.2010 16:52
Lítilsháttar lækkun á GBI skuldabréfavísitölunni Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 10 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,1% í 0,8 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 9,2 milljarða kr. viðskiptum. 14.4.2010 16:01
Hagnaður Garðabæjar nam 432 milljónum í fyrra Rekstrarniðurstaða Garðabæjar, samkvæmt ársreikningi A og B hluta, var jákvæð um 432,4 milljónir kr., þar af var rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 395,9 milljónir kr. 14.4.2010 15:27
Aðeins milljónamæringar hjá Danske Bank í Luxemborg Það er ekki hægt að gerast viðskiptavinur hjá Danske Bank í Luxemborg nema viðkomandi hafi a.m.k. 400.000 evrur eða 68 milljónir kr. í eigu sinni. Þeim sem vilja verða viðskiptavinir bankans en hafa ekki framangreinda upphæð haldbæra er einfaldlega vísað á dyr. 14.4.2010 13:31
Verðmætasköpun á Íslandi um sex milljarðar á dag Á hverjum virkum degi eru sköpuð verðmæti á Íslandi fyrir um sex milljarða króna. Fyrirtæki í Samtökum atvinnulífsins (SA) gegna mikilvægu hlutverki í þeirri sköpun en innan raða SA eru um 2.000 fyrirtæki þar sem starfar um helmingur launamanna á Íslandi. 14.4.2010 12:51
Samið við Deutsche Bank um að Björgólfur haldi Actavis Samkvæmt heimildum Fréttastofu er unnið að samkomulagi við Deutche bank, stærsta kröfuhafa Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem gengur út á að Björgólfur haldi Actavis. 14.4.2010 11:49
Ríkissjóður fékk bestu vaxtakjör frá júní í fyrra Ríkissjóður má vel una við niðurstöðuna í ríkisvíxlaútboðinu sem haldið var í gærdag. Umframeftirspurn hefur ekki verið jafn mikil síðan í nóvember á síðasta ári og vaxtakjör ríkissjóðs í útboðinu nú eru þau bestu frá júní í fyrra. 14.4.2010 10:53
Útlán ÍLS minnka um 2,6 milljarða milli ára Samtals námu útlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á fyrsta ársfjórðungi 2010 um 6,8 milljörðum króna samanborið við 9,4 milljarða kr. á fyrsta ársfjórðungi 2009. Lánin minnka því um 2,6 milljarða kr. milli ára. 14.4.2010 10:15
Endurskipulagningu Smáralindar er lokið Rétt í þessu fékkst staðfesting á frágangi lánssamnings milli Eignarhaldsfélagsins Smáralind ehf. og Norræna fjárfestingabankans og er endurfjármögnun félagsins þar með lokið, að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Selja á félagið á þessu ári. 14.4.2010 10:10
Heildaraflinn minnkaði um 21,5% milli ára í mars Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum marsmánuði, metinn á föstu verði, var 21,5% minni en í mars 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 14.2% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. 14.4.2010 09:53
Dæmdur Rússi meðal stóreigenda Kaupþings Alisher Usmanov, rússneskur auðmaður og fyrrum fangi með skrautlega fortíð, er sagður hafa átt 1,48% í Kaupþingi þegar bankinn féll haustið 2008. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis en þar er greint frá því að Usmanov hafi verið á lista yfir þá 20 stærstu skuldarana í íslensku bönkunum þegar þeir féllu. 14.4.2010 09:37
Leigusamningum fækkar um 8,5% milli ára Heildarfjöldi þinglýstra leigusamninga á landinu var 790 í mars. Þeim fækkar um 8,5% frá mars 2009 en fjölgar um 6,2% frá febrúar 2010. 14.4.2010 07:45
Baugur hafði tangarhald á bönkunum "Varla þarf að ræða það að Jón Ásgeir Jóhannesson, Björgólfur Guðmundsson og Bakkabræðurnir réðu ekki við eignarhald á bönkunum. Sjálfir voru þeir í fararbroddi við hömlulausa þenslu útlána sem felldu bankana.“ 14.4.2010 06:00
Gervimenn fengu 5,5 milljarða arð Gervimaður í útlöndum virðist aðsópsmikill eignamaður í íslensku viðskiptalífi, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 14.4.2010 00:01
Bretar reiðir yfir niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis Breskir fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og þar hefur komið fram reiði í garð Mervyn King seðlabankastjóra landsins og FSA yfir því að hafa þagað um slæma stöðu íslensku bankanna frá vorinu 2008. 14.4.2010 08:49
Auðæfi lágu gleymd í bílskúrnum í áratugi Gamalt og gleymt tölvuspil sem legið hafði í geymslu í bílskúr í Texas í hátt í 30 ár var nýlega selt á eBay fyrir fjórar milljónir kr. 14.4.2010 11:36
World Class hótar lögsókn vegna skoðanakönnunnar Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt. 13.4.2010 14:23
Aðhald ríkisins var of lítið í uppsveiflunni Þótt töluvert hafi dregið úr skuldum ríkissjóðs á árunum 1995 til 2005 í hlutfalli við verga landsframleiðslu þá lækkuðu þær ekki mikið að nafnvirði. Árið 1998 voru heildarskuldir ríkissjóðs 381 milljarður krónur en 2001 höfðu þær aukist í 491 milljarð krónur. Þetta er meðal annars það sem kemur fram í sjöunda bindi rannsóknarskýrslunnar og snýr að hagstjórn ríkisstjórnarinnar frá 1995 til 2005. 13.4.2010 20:38
Kaupþing sýslaði grimmt með gjaldeyrinn rétt fyrir hrun Á þriggja mánaða tímabili, ári fyrir hrunið, keyptu fimm fyrirtæki alls 1,4 milljarða evra í framvirkum samningum af Kaupþingi. Rannsóknarnefnd Alþingis telur að þessi gjaldeyrisviðskipti kunni að falla undir markaðsmisnotkun og hefur vísað málinu til sérstaks saksóknara. 13.4.2010 19:42
Greiddu tveimur endurskoðendafyrirtækjum 4,5 milljarð Rannsóknarnefndin telur að sérstakur saksóknari þurfi að rannsaka hvort endurskoðendur hafi brotið starfsskyldur sínar með því að skrifa undir ársreikninga sem ekki gáfu rétta mynd af félögunum sem þeir endurskoðuðu. Vanhöld eru talin vera á ársreikningunum, m.a. hafi eiginfjárhlutföll bankanna ekki endurspeglað raunverulegan styrk þeirra. 13.4.2010 18:43
Gamma hækkaði um 0,3% í dag Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,3% í dag í 21,3 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,4% í 10,1 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 11,2 milljarða viðskiptum. 13.4.2010 17:00
Alfa verðbréf fá starfsleyfi hjá FME Fjármálaeftirlitið (FME) hefur veitt Alfa verðbréfum hf. í Reykjavík, starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki, samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki. 13.4.2010 15:16
Skuldabréf VBS tekin úr viðskiptum Kauphöllin hefur ákveðið að taka skuldabréf VBS fjárfestingarbanka hf. úr viðskiptum þar sem héraðsdómur hefur úrskurðaði að bankinn skuli tekinn til slitameðferðar, sbr. tilkynningu félagsins dags. 9. apríl 2010. 13.4.2010 14:11
Peningamarkaðslán voru eins og opnir víxlar Lilja Steinþórsdóttir, innri endurskoðanda Kaupþings, segir að peningamarkaðslán hafi verið eins og opnir víxlar, engar tryggingar og ekki neitt á bak við þau. Þetta kemur fram í skýrslu Lilju fyrir rannsóknarnefnd Alþingis. 13.4.2010 12:45