Fleiri fréttir

Greining spáir 8,5% verðbólgu í mars

Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,6% í mars. Gangi spáin eftir hækkar verðbólga úr 7,3% í 8,5%.

Microsoft í Bandaríkjunum heiðrar TM Software

Microsoft í Bandaríkjunum hefur veitt íslenska hugbúnaðarfélaginu TM Software viðurkenningu sem mikilvægasti samstarfsaðili þess í tæknilausnum í almannaöryggi. Magnús Ingi Stefánsson hjá TM Software tók við viðurkenningunni á ráðstefnu um almannaöryggi sem haldin var í höfuðstöðvum Microsoft í Redmond í Bandaríkjunum.

Norrænir ráðherrar rífast um Icesave

Mikil óeining er komin upp meðal norrænna ráðamanna um hvort standa eigi fast við þá kröfu að Icesave deilan verði leyst áður en Norðurlöndin reiða fram fjárhagsaðstoð sína til Íslands í gegnum áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Gistinóttum fjölgaði um 6,6% í fyrra

Heildarfjöldi gistinátta var 2,9 milljónir árið 2009, en það er um 6,6% aukning frá fyrra ári. Gistinóttum fjölgaði milli ára á öllum tegundum gististaða nema hótelum og gistiheimilum, en þar var fjöldi gistinátta svipaður.

Hamleys í útrás á Balkanskaganum

Leikfangaverslanakeðjan Hamleys er komin í mikla útrás á Balkanskaganum. Hefur Hamleys gert saminga um notkun á nafni keðjunnar í verslunum á níu markaðssvæðum í löndum sem tilheyra Balkanskaganum að því er segir í frétt á Retailweek.

Bútar niður Turner-verk, selur og grefur upphæðina á Íslandi

Listamaðurinn Bill Drummond ætlar að búta niður listaverkið A Smell of Sulphur in the Wind eftir landslagslistamanninn Richard Long sem hlaut hin virtu Turner-verðlaun fyrir verkið árið 1989. Drummond ætlar að selja hvern bút á dollar og grafa svo heildarupphæðina niður í jörð á Íslandi á þeim stað sem var Long innblástur fyrir listaverkið.

Sparifé í íslenskum bönkum hleðst upp

Sparifé hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og frá mars 2007 til desember 2009 tvöfaldaðist það. Um áramótin voru tæplega sextánhundruð milljarðar á ýmis konar reikningum, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.

Gengi Össurar í hæstu hæðum

Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 2,82 prósent í Kauphöllinni í gær og endaði í 182 krónum á hlut. Gengið hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Það hefur hins vegar verið hærra miðað við Bandaríkjadal.

Gengi bréfa Bakkavarar féll um tíu prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um tíu prósent í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á hlutabréfamarkaði í dag. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem lækkaði um 0,48 prósent, og gengi bréfa Færeyjabanka, sem lækkaði um 0,32 prósent.

Skuldabréfaviðskipti fyrir 7,4 milljarða

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,05% í dag í 7,4 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,1% í 3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði lítillega í 4,4 milljarða viðskiptum.

Mikill hugur í fulltrúum sprotafyrirtækja

300 manns sóttu ársfund Nýsköpunarmiðstöðvar sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica í morgun. Mikill hugur var í fulltrúum sprotafyrirtækja á fundinum og sögðu fimm frumkvöðlar á frumkvöðlasetrum Nýsköpunarmiðstöðvar frá góði gengi, þar á meðal leikjafyrirtækið Dexoris en Iphone tölvuleikur fyrirtækisins, Audiopuzzle, hefur verið valinn næstbesti tónlistarleikur ársins 2009.

Björn Óli Hauksson ráðinn forstjóri Flug-Kef.

Stjórn Flug-Kef ohf. hefur ákveðið að ráða Björn Óla Hauksson forstjóra Keflavíkurflugvallar ohf. sem forstjóra sameinaðs opinbers hlutafélags um rekstur Flugstoða og Keflavíkurflugvallar.

Lánastofanir eiga nær 1.500 fasteignir og lóðir

Lánastofnanir eiga nú nálægt 1.500 fasteignir og lóðir um allt land. Þar af á Íbúðalánasjóður 384 fasteignir sem að stórum hluta hafa verið yfirteknar frá því bankarnir hrundu í október 2008.

VÍ segir fjármagnstekjuskatt hamla endurreisninni

Viðskiptaráð Íslands (VÍ) hefur birt nýja skoðun á vefsíðu sinni þar sem hækkun á fjármagnstekjuskatti er gagnrýnd og sögð hamla endurreisn atvinnulífsins. Stjórnvöld séu að vinna hugmyndafræðilega sigra frekar en að leita eftir hagfelldustu leið til lausna.

Langtímaatvinnulausum heldur áfram að fjölga

Í lok febrúar voru alls 16.574 einstaklingar atvinnulausir og hafði um 47% þeirra verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur sem er svipað hlutfall og verið hefur síðustu mánuði. Líkt og við mátti búast þá heldur áfram að fjölga í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár. Í lok febrúar voru þeir 4.365 en voru 4.005 í lok janúar.

NIB hagnaðist um 56 milljarða í fyrra

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) skilaði hagnaði upp á 324 milljónir evra eða um 56 milljarða kr. á síðasta ári. Þetta er mun betri árangur en á árinu 2008 að því er segir í tilkynningu til Kauphallarinnar. Bankinn tapaði 281 milljón evra árið 2008.

Störe opnar fyrir norskt lán án Icesavesamkomulags

Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs hefur dregið úr kröfum sínum gagnvart Íslandi og opnar nú fyrir þann möguleika að Norðmenn láni Íslendingum, í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS), án þess að lausn sé komin í Icesave deilunni.

Actavis með besta tilboðið í Ratiopharm

Samkvæmt frétt á Reuters er Actavis með besta tilboðið í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm enn sem komið er. Tilboð keppinauta Actavis munu vera nokkuð frá því verði sem eigendur Ratiopharm, Merckle-fjölskyldan, vill fá fyrir þessa eign sína.

Íslandsvinur selur dótakassann sinn

Vincos, sem er félag í eigu auðjöfursins Vincent Tchenguiz, stendur um þessar mundir í umfangsmiklum niðurskurði eftir að hafa tapað 38 milljónum sterlingspunda, eða 7,2 milljörðum íslenskra króna.

Lánveitingar Byrs til sérstaks saksóknara

Forsvarsmenn sparisjóðsins Byrs hafa sent skýrslu um lánveitingar sparisjóðsins frá árinu 2005 til sérstaks saksóknara og Fjármálaeftirlitsins. Þeir óska eftir því að athugað verði hvort tilefni sé til formlegrar rannsóknar á meintum brotum fyrrverandi stjórnarmanna og lykilstarfsmanna Byrs.

Össur hækkaði um 2,61%

Hlutabréf í Össuri hækkuðu um 2,61% í Kauphöllinni í dag í átta viðskiptum sem námu alls 44 milljónum króna.

Skilanefnd Kaupþings fær tæpa 11 milljarða í Svíþjóð

Skilanefnd Kaupþings mun á næstunni fá greiddar 600 milljónir sænskra kr. eða tæplega 11 milljarða kr. Um 80% viðskiptavina Acta Kapitalforvalting hafa fallist á tilboð Kaupþings um endurgreiðslur lána vegna kaupa á skuldabréfum í Lehman Brothers.

Mikill samdráttur í bílasölunni hjá Lamborghini

Mikill samdráttur varð milli ára í bílasölunni hjá hinum þekkta ítalska sportbílaframleiðenda Lamborghini. Salan minnkaði um 37% frá árinu 2008 og til ársins í fyrra. Samhliða þessu nam tapið af rekstri Lamborghini í fyrra 32 milljónir evra eða um 5,5 milljarða kr. fyrir skatta.

Forsetinn þrýstir á Breta með Norðurskautsleiðinni

Viðskiptablaðið Financial Times segir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands þrýsti nú á Breta að gefa eftir í Icesavedeilunni með því að vísa í fyrirsjáanlega opnun Norðurskautsleiðarinnar.

Atvinnuleysið komið í 9,3%

Skráð atvinnuleysi í febrúar 2010 var 9,3% eða að meðaltali 15.026 manns og eykst atvinnuleysi um 2,2% að meðaltali frá janúar eða um 321 manns. Á sama tíma á árinu 2009 var atvinnuleysi 8,2% eða 13.276 að meðaltali.

Áfram er mikil eftirspurn eftir leiguhúsnæði

Í febrúar síðastliðnum var alls 744 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst sem er fækkun um tæplega 9% frá sama mánuði í fyrra þegar 815 leigusamningum var þinglýst. Eins og kunnugt er hefur sókn í leiguhúsnæði aukist gríðarlega í kjölfar bankahrunsins.

Norðurlönd og Bahamaeyjar undirrita upplýsingasamning

Í dag var undirritaður upplýsingaskiptasamningur milli Norðurlanda og Bahamaeyja til að sporna gegn skattaundanskotum. Hann er liður í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem á að stuðla að því að koma í veg fyrir skattaundanskot á heimsvísu.

Tveir draugar seldir á uppboði á Nýja Sjálandi

Tveir draugar á flöskum voru seldir á uppboði á Nýja Sjálandi fyrir um 250.000 kr. Samkvæmt frétt í Daily Telegraph voru draugarnir fangaðir í húsi Avie Woodbury í Christchurch þegar særing fór fram þar í fyrra. Hún ákvað síðan að bjóða þá upp.

Jarðskjálftinn í Chile veldur gjaldþrotum hjá vínbændum

Jarðskjálftinn í Chile, sá öflugasti í 50 ár, mun hafa þær afleiðingar að margir smærri vínbændur og framleiðendur landsins horfa nú fram á gjaldþrot. Víngarðar skemmdust, víntunnur og tankar brotnuðu og milljónir lítra af vínum fóru til spillis í jarðskjálftanum.

ÍLS eykur útgáfu íbúðabréfa um 8 milljarða í ár

Endurskoðuð áætluð útgáfa íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrir árið 2010 til fjármögnunar nýrra útlána er 42 - 50 milljarðar króna sem er hækkun um 8 milljarða kr. frá fyrri tölum. Hækkunin er í samræmi við fyrirhuguð kaup sjóðsins á íbúðalánasafni samanber tilkynningu til Kauphallar frá 5. mars 2010.

Erlendar eignir Seðlabankans aukast og skuldir minnka

Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 480 milljarða kr. í lok febrúar samanborið við 475 milljarða kr. í lok janúar 2010. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 201,6 milljarðar kr. í lok febrúar en voru 204 milljarðar kr. í lok janúar 2010.

Sjá næstu 50 fréttir